miðvikudagur, desember 25, 2002

Rebekka fór út að hlaupa á Aðfangadag.....ég held hún sé loks að missa vitið eftir of mikið samneyti við læknanema og prestssyni......var ég búin að nefna það að hún er ekki vinkona mín??!! Vinir mínir fara ekki út að hlaupa og hvað þá á Aðfangadag ---- that is the time to eat and do nothing - með góðri samvisku!!!
GLEÐILEG JóL ALLE SAMMEN!!
Vitiði sko þegar ég var að keyra hingað norður ein í litla bílnum "mínum" lenti ég í alveg magnaðri lífsreynslu!! Ég var að keyra í borgarfirðinum einhversstaðar þegar skyndilega var eins og ég væri stödd í svarthvítri kvikmynd....allt í kringum mig var hálf grátt og undarlegt......í fyrstu fylltist ég skelfingu......togaði yfir (pulled over) og fékk mér tvær valíum en uppgvötaði svo að hér var einungis um að ræða smávegis snjöföl en slíkt fyrirbæri hefi ég eigi séð í háa herrans tíð .......slíkt sést ekki í borg óttans!!! Mér tókst að yfirvinna óttann eftir þessa óvæntu uppgvötun og hélt minni leið....þegar ég svo nálgaðist Konungsríkið Skagaströnd sá ég hvar lýðurinn hafði raðað sér upp - mann við mann eftir götunni sem liggur í bæinn - hver og einn með logandi kyndil - allt til heiðurs konungsdótturinni sem allir héldu að hefði glatast í dópræsinu í borg dauðans en var nú upprisin eins og Jesú forðum til þess að fagna jólunum með þegnunum........eeeennnnn þegar ég kom nær varð mér ljóst að þarna var einungis um að ræða tækninýjung sem óforskammaður bæjarstjórinn hafði flutt í litla konungsríkið......ljósastaurar meðfram veginum - já ég er hrædd um að tæknin sé að liða í sundur veldið hans pabba!!! Pabbi er líka farinn að vera allt of linur við þegnana.....þegar ég kom heim 22. desember voru löndunarþrælarnir að t.d. að enda við að landa úr togaranum.......þeir höfðu unnið dag sem nótt...kaldir og blautir og svangir......um kvöldmatarleytið ætluðu þeir svo að fara í land og fá sér heitan mat í kroppinn....en þá stóð pabbi á dekkinu og meinaði þeim landgöngu og í staðinn henti hann fáeinum pulsum úr sjoppunni og kókflöskum niður í lest....og það áður en þeir höfðu klárað verk sín....sko hann pabbi er allur að linast...mér hefur sýnst nú um jólin að það sé best að konungsríkið gangi til mín og þá mun ströndin ekki fara til helvítis!!!!
Annars voru jólin á ströndinni bara fín..nóg að eta og drekka.....kjöt og kók...nammi og fleira. Gerði lítið annað en að borða og sofa og jú hlaupa yfir til ömmu til að rífast um það hvort að hægt sé að lækna samkynhneigða, hvort að fólk fari til helvítis ef það býr í synd (ógift), hvort að fólk í dag skilji út af engu og heimurinn sé uppfullur af lausleikakrógum...og svo margt annað sem við erum ekki sammmála um :o)
En nú er ég reyndar komin til mömmu til að borða og sofa meira og láta stjana aðeins við mig eins og henni er einni lagið.....svo liggur leiðin auðvitað í heimsborgina Akureyri til Villa (og kannski ykkar hinna líka)....spurning um að kíkka í bjór á Karólínu!!
Svo er ég ekki enn búin að ákveða hvar áramótunum og afmælisdeginum verður eytt....dúdda mía...þetta er alltof erfitt...endilega komið með tillögur.........

sunnudagur, desember 22, 2002

Jæja nú ætla ég að leggja af stað norður á bílnum sem tekur bara tvo í einu án þess að mótmæla........ég fer með fjögur séð og heyrt spil í farteskinu.....tannburstann og linsuboxið og þá er þetta nú komið................veit ekki hvernig bloggið mun ganga í fríinu.........þannig að ég segi bara GLEÐILEG J'OL og vonandi hafið þið það rosa gott um jólin.........og munið að jól og öl fara ekk saman.....nema það sé jólaöl hahahahahahaha.............þið sem búið á Akureyri....sé ykkur milli jóla og nýárs......aðra ekki fyrr en á nýju ári..................nema mér verði fórnað á Brennunni eða skotin niður af flugeldum..............I mean anything can happen!!!!!
Ég er alveg ótrúlega fegin að hafa ekki getað fylgst með sjálfri mér á föstudagskvöldið..........það gerðust nefninlega undur og stórmerki í gær! Gettóhóran sat í rólegheitunum heima hjá sér að pakka inn jólapökkunum þegar Arna kom í heimsókn.........og svo Inga slynga - við sátum hérna og ræddum lífið og tilveruna.......gleði og sorgir í borg óttans..........vini, kærasta og hjásvæfur.....bara allan pakkann!!! Þegar klukkan var að verða tvö í nótt tókst Ingu að draga mig í bæinn.......og ég ekki búin að drekka deigan dropa af áfengum mjöð allt kvöldið..........svo mín fór edrú í bæinn!!!!!!!!! og je dúdda mía ,..(sem ég veit ekki alveg hvað þýðir).......ég er ekki hissa þótt að þjóðin hafi áhyggjur af æsku landsins.......æska landsins (sem núna virðist ná aldrinum 30 líka) veltist um gangstéttir og götur.....hentusér fyrir bílana......grétu og öskruðu og virtist bara nokkuð sátt við að bíða í röðum dauðans í ískulda og vona að dyraverðirnir væru ekki með mikilmennskubrjálæði þetta kvöldið - sem mér sýndist þeir nú samt vera eins og þeir létu fólkið bíða. Ef ég væri dyravörður myndi ég ekki láta neinn bíða....ég myndi ekki nenna aðhafa þetta blindfulla fólk hangandi yfir mér - ég myndi henda öllum inn þar til það kæmust hreinlega ekki fleiri bara til að losna við tuðið í fólkinu!!! Gott að ég er ekki dyravörður - ég yrði ábyggilega rekin - en samt víst að pabbi minn er kóngur þá býst ég núvið að Royal klíkan gæti reddað því fyrir mig!! En ég og Inga gengum semsagt edrú um bæinn...fyrir utan þegar við keyrðum með Höllu og Elsu.......nenntum nú ekki að standa neinsstaðar í röð svo við röltum á Vídalín....ekki mjög gaman......síðan á Dubliner´s......mikið af fólki.....þannig að við enduðum bara á BOOMKIKKER - já krakkar mínir þar munuð þið finna mig í framtíðinni - í kjallaranum á BOOMKIKKER - massastaður hehehe og ódýr bjór.....hvað biður maður um meira!!
Erla var semsagt edrú á laugardagskvöldi í borg djöfulsins.......til að verða fjögur í nótt......man eftir öllu sem gerðist .......gerði sig ekki að fífli.....en leið samt eitthvað undarlega svona þegar maður tekur eftir öllum og öllu - mæli ekkert sérstaklega með þessu......ég vil nefninlega ekki drekka framar - því þá verð ég aftur eins og rjóminn af íslenskri æsku - sjónmengun og hljóðmengun í miðbæ Reykajvíkur!!!!

laugardagur, desember 21, 2002

Úff....svo neyddist ég til þess að vakna í morgun.......ómægod......með dúndrandi dúndrandi dúndrandi hausverk......ég held meira segja að þið getið ekki einu sinni skilið það ------ég var örugglega með hausverk fyrir ykkur öll!!! En þetta var allt Villa mínum að kenna......skamm Villi.....hann þurfti náttúrulega að fljúga norður í DAG.......og þar sem að ég er einkabílstjórinn hans ásamt öðru :o) varð ég líka að fara á fætur - úfffffff - ég er ennþá ónýt......
Svo var að fara og klára jólagjafirnar.............það er EKKI gott að fara í búðir daginn eftir djamm........slíkar ferðir eru hættulegar andlegri og líkamlegri heilsu....... sko ég fer ekki aftur í´búðir fyrr en eftir hálft ár.....ég er komin með óþol fyrir verslunarmiðstöðum, kaupóðu fólki, fólki sem labbar allt of hægt, fólki sem teppir flæðið með endalausum stoppum....vafrandi um eins og villtir álfar og öllu semtengist því að þurfa að fara í búðir - eins gott að jólin eru bara einu sinni á ári....finnst meira segja að þau ættu bara að vera haldin annað hvert ár - það væri rosa gott!!!!
En jæja þá er best að drullast til þess að pakka inn jólagjöfunum.......oooooohhhh...ég er ekki að nenna þessu......hmmm...kannski er gott að pakka inn og drekka rauðvín með.................hmmmmmmmm........úff ég get samt varla hugsað um áfengi.................eða jújú núna!!!!! Svo er bara að keyra norður á morgun og þá er ég loksins vonandi komin í almennilegt FR'I........
Ótrúlega getur maður verið ónýtur eftir saklaust föstudagstjútt!!! Ég, Harpa og Bjögga ákváðum að kveðja hana Ídu okkar með stæl áður en hún gerist baun í Danaveldi og höfðum svona voðalega fínan dinner....rauðvín og fínerí. Siggi, Villi og Gummi fengu að sjálfsögðu að vera með. matarboðið endaði svo bara sem þokkalega fjölmennt partý með fullt af góðu fólki - svo skelltum við okkur náttúrulega í bæinn eins og sönnum djömmurum er lagið.....settumst inná Sólon nema þeir sem höfðu nennu á að bíða í röðinni á Hverfisbarinn - þeir fóru þangað. Svo endaði mín náttúrulega, eins og yfirleitt svona oftast, á .....................22 - þar er einstaklega skemmtileg flóra af fólki - en ég tók samt eitthvað minna eftir því í gærkvöldi - var svona frekar drukkin en minnir að ég hafi skemmt mér vel.......allavegana sagði Inga að ég hefði skemmt henni mjög vel þannig að ég hlýt að hafa skemmt sjálfri mér líka...já eða eitthvað.....á eftir að spyrja Anton....kannski skemmti ég honum ekki svona vel!!! Inga sagði líka að hún og Anton hefðu bjargað lífi mínu margsinnis á 22 ........þurftu víst að hafa afskipti af einhverjum mönnum sem þeim leist ekkert á að væru að tala við mig........ég man reyndar ekkert eftir því...þau hafa gert þetta svona voðalega laumulega......en þau fá samt mínar bestu þakkir fyrir að koma mér lifandi og ónauðgaðri út....sem telst bara gott í samfélagi nútímans!!!!!

fimmtudagur, desember 19, 2002

Spurning um að skella sér út í kvöld.....eru ekki einhverjir að klára prófin?? hehehe --- þarf samt að passa aðeins í kvöld....sko það er bara ekkert frí í þessu jólafríi...þurfti meira að segja að vakna fyrir hádegi í morgun til að fara að þrífa hjá Veigu.....og svo hjá mér í kvöld....og svo hjá Erlu frænku á morgun......og svo og svo neita ég að þrífa meira......það stendur hvergi í biblíunni að fólk eigi að þrífa hjá sér fyrir jólin...held ég....ég hef sko ekki lesið biblíuna - en ég er alveg viss um að það er ekki lagt mikil áhersla á Ajaxglansandi flísar og vel skúrað parket!!!!
SHOP TILL U DROP!!!!
Er nákvæmlega það sem að ég gerði í gær! Ég var varla stigin upp úr rúminu í gærmorgun......(.sko hjá mér er morgun klukkan 13:00) ...þegar ég fór að hugsa um jólagjafir! Nýbúin að ljúka prófstressinu og þá þröngvaði jólagjafastressið....þrifstressið...jólakortastressið...hvenæráégþáaðdjammastressið....þrífabílinnstressið og éghefengantímaíþettastressið - ALLT í einni bunu. Þannig að á meðan ég nuddaði stírurnar úr augunum og reyndi að rifja upp atburði þriðjudagskvöldsins reyndi ég að ákveða hvernig ætti nú að raða þessu öllu skipulega svo að það væri meiri líkur á að ná að klára þetta allt saman FYRIR jól. Ég og Arna vorum komnar á laugaveginn um hálf þrjú tilbúnar í allt......ég meina hversu lengi getur það eiginlega tekið að versla nokkrar jólagjafir handa sínum nánustu??!! Nú það skal ég segja ykkur - þegar við vorum búnar að labba niður laugaveginn og upp aftur hafði ég bara keypt eitthvað handa sjálfri mér :o) hahahahaha.......ekki alveg í anda jólanna!! Svo fórum við í kringluna þar sem mér tókst nú að kaupa 3 jólagjafir eftir að hafa ráðfært mig við aðstoðarkonu mína, verslunarmenn, aðra kringlugesti og einhvern jólasvein sem ég hitti í sófanum niðri - held samt að hann hafi verið fullur...þannig að ég keypti ekki það sem hann ráðlagði mér!! Já 3 jólagjafir komnar eftir sjö tíma í bænum......og svo aðeins meira handa mér! Eftir þessa mögnuðu verslunarferð fengum við Arna þessa einstaklega miklu löngun í Bernaise sósu - já belive it or not en við gátum bara ekki hugsað um annað - og þar sem við vorum óstjórnlega svangar og þreyttar munaði litlu að við röltum bara yfir götuna (lögðum sko bak við LÍ) og skelltum okkur á steik á ARGENT'INU......eeeeeennnnnn af því að við erum nú fátækar námsmeyjar og vorum nýbúnar að eyða öllum peningunum okkar (eða allavegana ég) þá ákváðum við að kannski væri ráðlegast að fara bara á Grillhúsið og panta Bernaissósu þar - það væri örugglega eitthvað ódýrara. Svo þangað skelltum við okkur örmagna ungmeyjarnar og pöntuðum okkur sósu....mmmmm... Bernaisesósu......mmmmmm....það er samt kannski rétt að geta þess að við fengum kjöt og kartöflur í meðlæti - starfsfólkinu fannst eitthvað óviðeigandi að bera bara fram Sósu og Bjór.......well that´s their problem - en við fórum bara til að fá sósuna!!! Sósan og Bjórinn kostuðu okkur síðan eina og hálfa jólagjöf....þannig að sorrý þú sem ég átti eftir að kaupa jólagjöf handa....the money was spent on a Bernaisesauce!!!!!!!

þriðjudagur, desember 17, 2002

GLYÐRURNAR GAMNA SÉR!!!
þá eru raunir mínar liðnar......tími lesturs og tími samviskubits vegna ekkilesturs búinn í bili!!! Ég er ekki frá því að jólaskapið sé farið að líta dagsins ljós....þó það sé dimmt úti núna....ég er nebblega með jólaseríu!! :o) Nú er bara að skella sér í betri fötin....eða svona allavegana þau skárri og fá mér smá bjór .......hmmm og kannski smá rauðvín og mála svo bæinn í öllu regnbogans litum á þessu yndislega þriðjudagskvöldi ---- í von um samt að verða ekki eina drukkna manneskjan í bænum.....þá fer ég líka bara á kaffi austurstræti .......þar sem það er lítil hætta á að ég geri mig að fífli --- hmmm...nema kannski einhver sjái mig þar inni!!!! En endilega þið öll sem eruð búin í prófum eða nennið ekki að lesa eða voruð aldrei í prófum ......skellið ykkur í bæinn í kvöld - þið vitið númerið - og ef þið vitið það ekki þá er það væntanlega vegna þess að þið eigið ekki að vita það!!!!!
Allavegana þá verða gettóhóran og stinnageiran á lífinu í kvöld

mánudagur, desember 16, 2002

Þá er það síðasta prófið á morgun.......þvílík gleði og hamingja að sjá loksins fyrir endan á þessu öllu saman......nú fer ég að geta farið út á hverju kvöldi.....sofið út með góðri samvisku (hingað til hef ég sofið út með slæmri samvisku).....eitt skitið aðferðafræði próf og þá er mar kominn í JULEFRI!!!!

laugardagur, desember 14, 2002

Í dag höfum við fróðleiksbrunnarnir (þ.e. ég, Lóa, Kjartan, Hildigunnur og Tryggvi) setið sveitt við að læra aðferðafræði.....það er alveg langtsíðan ég hef verið svona dugleg - kannski af því að heima hjá Kjartani og Hildigunni get ég lítið annað fundið mér að gera.....ekki fer ég að þvo þvottinn fyrir þau eða þrífa....þannig að ég lærði bara!!! Með glósurnar hennar Völlu að leiðarljósi.....Valla rosalega hlýturðu að vera klár - alveg massa glósur!!! Nú þarf ég að ákveða hvað á að gera í kvöld.....úfff.....mig langar svooooooo mikið út.......hmmmm......kannski ég fari bara í ljós .......held ég sé búin að jafna mig eftir seinasta tíma...hehe....kominn tími á meiri kvalir!!!! ÆI ég veit ekki æiæiæiæiæiæiæiæiæi helvítis......
'Okei.....sko nú er ég búin að laga dúdilídú linkinn hér fyrir neðan...þið verðið að skoða hann núna með hljóði!!!
Úff þoli ekki helgar í próftíð....þá má ég sko ekki djamma.....fólk sem djammar í próftíð er litið hornauga....skil ekki af hverju ég fór ekki bara að djamma í kvöld ég meina ég á hvort sem er ekki eftir að fara á fætur fyrr en eftir ´hádegi á morgun!! Villi er að djamma sem kemur ekki á óvart.....Valdi er að djamma sem kemur pínu á óvart.....En ég er ekki að djamma....andvarp....og það er svoooooo langt síðan ég djammaði seinast..örugglega tvær vikur eða eitthvað!!! Þetta er samt búið að vera fínt kvöld...Arna kom og við elduðum lasagne og svo sóttum við Lóu og við horfðum á Djúpu Laugina náttúrulega eins og allir sannir Íslendingar gera.....svo þroskuðum við heilann og spiluðum Trivial - það er nebblega mjög þroskandi sko....og ég get allavegana sagst hafa lært eitthvað þó ég sé ekki að læra aðferðafræði eins og ég ætti að vera að gera....ég lærði til dæmis að .....hmmm....æi ekki neitt...ég vissi nebblega allar spurningarnar....það er sko af því að Beggi frændi er skólastjóri og mamma mín var það sko líka og líka Björn frændi og Gunni hennar Láru í Hólminum ....svo er pabbi minn líka svo ofboðslega gáfaður - þetta er allt í genunum hahahahaha mér er sko sama hvað Sálfræðibókin mín segir!!! Mér tókst nú að drekka smá rauðvín og eina fullnægingu á meðan á þessu stóð þannig að það bætir pínulítið upp fyrir djammskortinn - en nú er ég EIN og yfirgefin í greninu og klukkan að verða þrjú að nóttu til.....ég er ekki frá því að gluggagægirinn sem kommentaði hjá mér sé hérna einhversstaðar fyrir utan....arrrrg....nú er ég farin að hræða sjálfa mig - en það þýðir sko enginn gunguskapur í gettóinu - we are tough and we like it rough in the ghetto!!!!!!
Góða nótt!!
Og talandi um getnaðarlimi .....kannski hefur sjálfboðaliðinn bara átt í útistöðum við sinn og ákveðið að éta hann í staðinn...og ég meina þegar sá litli er farinn hvað er þá eftir...þá er nú bara eins gott að enda sem jólasteik hjá einhverjum sextugum þjóðverja. Það hefði nú verið betra fyrir skrokkinn að semja frið við litla gæjann sinn eins og þessi hérna gerði-----dúddilídú
ÓSKA EFTIR....
ungum, vel vöxnum karlmanni til slátrunar!!!! Fyrst hef ég í hyggju að skera af honum getnaðarliminn sem við munum svo gæða okkur á í sameiningu....að því loknu verður gengið til slátrunar...vel vaxinn líkaminn bitaður niður í hæfilega stórar steikur og geymdur ýmist í frysti eða kæli.
'Eg veit að nú er hart í ári hjá mörgum......og stundum nennir maður hreinlega ekki í kjötborðið í Hagkaup....og tala nú ekki ef á að næla sér í heilan skrokk...það kostar sko ferð eitthvað lengra en í Hagkaup!! Og auðvitað væri ágætt að fá heilan skrokk, sjálfheimsendan - ekki það að ég eigi einhver áhöld til að búta hann niður og í frystinn hjá mér komast bara 25 kótelettur. Svo skulum við líka hafa það á hreinu að við meðhöndlun getnaðarlima hef ég ekki tekið upp þá siði að éta þá....þó ég leggi þá mér til munns (ef svo má að orði komast) öðru hvoru!! ;o) En ástandið er greinilega verra í Þýskalandi eins og fréttirnar í kvöld gáfu til kynna en fyrir ykkur sem misstuð af þeim þá fékk sá sem auglýsti þetta actually sjálfboðaliða!! Heila klabbið hafði verið tekið upp á video! Skrokkurinn var þó ekki alveg uppétinn.....kannski mannætan hafi verið að geyma bestu bitana í jólasteikina!!! Það er greinilega hægt að fá ALLT í gegnum netið í dag!

fimmtudagur, desember 12, 2002

Sko ef það kemur eitthvað stórfurðulegt og undarlegt hér inn á síðuna....´semsagt eitthvað á vitlausum stað þá er það eingöngu vegna fávisku minnar í notkun á þessum aukahlutum sem þurfa víst að vera á síðunni!
Ritual dagsins..
...og allra virkra daga kl 17:05 - ísköld mjólk, súkkulaðikex og Guiding Light! Skil ekki fólk sem er með fordóma gagnvart Guiding Light....ég er með fordóma gagnvart fólki sem er með fordóma gagnvart Guiding Light.....ég er fordómafulla gettóhóran!!!
Grannar í gettóinu!!
Hér í greni númer 10 býr að mestu eða öllu leyti einstaklega almennilegt og hjálpfúst fólk. Það er formaðurinn hérna fyrir neðan sem ég leita til með öll mín vandamál (að undanskildum þessum persónulegu sem yrðu honum án efa ofviða enda er greyið grunnskólakennari). Hann gerir við bílinn minn af því að það eina sem ég kann að gera hvað varðar svarta fákinn er að dæla bensíni (nauðsyn þegar pyngjan er farin að léttast) og keyra (sem er enn nauðsynlegra en ég skal fúslega viðurkenna að ég kann ekki að bakka í stæði!!!). Hann segir mér af hverju rafmagnið fer af íbúðinni minni (af því að ég kann – nei – kunni ekki að sjá hvort að öryggið væri ónýtt eða ekki) og hann tekur við öllum mögulegum kvörtunum með brosi á vör sem er einstakur eiginleiki. Svo er það rafvirkinn á neðri hæðinni sem gerir við eldavélina mína. Konan hans er smávaxinn kubbur. Tölvunarfræðingurinn dularfulli býr hérna á hæðinni - hann er frekar feiminn og er alltaf við það að roðna þegar ég tala við hann – voða sætt! Ástkona hans býr á efri hæðinni (það hefur sko verið svolítill sápuóperubragur á lífinu hérna upp á síðkastið) en ástkonan er píanóleikari og það fer ekki fram hjá neinum sem er heima hjá sér milli átta á morgnanna og ellefu á kvöldin – á þessum tíma hljóma um húsið tónstigar, jólalög, mikilfengleg tónverk og allt þar á milli. Mjög gott fyrir þá sem hafa það áhugamál að hlusta á píanóleik frá morgni til kvölds alla daga en fyrir gettóhórur sem djamma um helgar sem og á öðrum dögum er æðsta óskin ekki að láta vekja timburmennina með einhverju píanóglamri!! Ekki má svo gleyma ríku hjónunum sem búa beint fyrir ofan mig. Reyndar hef ég ekki séð konuna í þó nokkurn tíma – kannski drap kallinn hana...kallinn sem dreifi vindlafýlu um allan stigagang þegar hann fer út og þegar hann kemur inn – já eða nei hún hefur ábyggilega flúið...það hefði ég allavegana gert og það liggur nú bara við að ég fari frá honum......það er nefninlega þannig að hjónaherbergið þeirra er beint fyrir ofan mitt og ég get svarið fyrir það að þegar hann fer að sofa á undan mér þá heyri ég greinilega hroturnar niður til mín......og það er sko ekkert grín!! Já ég er semsagt svæfð með ljúfum hrotum á kvöldin og vakin með ljúfum píanóleik á morgnanna – hver vildi ekki vera í mínum sporum?!! En ég er nú ekki að skrifa þetta að ástæðulausu það vill nú sko þannig til að dularfulli tölvunarfræðingurinn og ástkona hans píanóleikarinn hafa ákveðið að fara að búa saman og bráðlega verður nýja húsið þeirra tilbúið þannig að ég vil hér með AUGLÝSA eftir skemmtilegu og áhugaverðu fólki – sem spilar ekki á píanó eða önnur hljómmikil hljóðfæri (gítar er þó kostur)- til þess að kaupa íbúðirnar þeirra .....því þið vitið að GÓÐIR GRANNAR GERA GÆFUMUNINN!!

miðvikudagur, desember 11, 2002

Sorgarsaga dagsins!!
Það var hérna á mánudags eftirmiðdag sem ég kom heim úr sálfræðiprófi dauðans og ákvað að gera mér glaðan dag úr afganginum af þessum hroðalega degi. Ég pantaði mér tíma í ljós og ákvað að splæsa bara í 10 tíma....svona til að vera góð við sjálfa mig í próftíðinni kannski svona aðallega vegna þess að ég var orðin hálf sjálflýsandi af hvítleika(nýyrði) enda ekki búinað fara í ljós í meira en ár. 'Eg fór inn í klefann og las þar einhvert plagg þar sem lagt var til að þeir sem væru að fara í fyrsta skipti í ljós og þeir sem væru með viðkvæma húð ættu að fara varlega og vera ekki allan tímann. Hmmm ókei....ég meina ég hef oft farið í ljós áður þó það sé langt síðan og hef nú ekkert verið með neitt sérstaklega viðkvæma húð. þannig að ég skellti mér bara í bekkinn, með steríó í eyrunum og lá auðvitað allan tímann.....ótrúlega þægilegt. Svo fór ég bara heim...skellti mér í sturtu..ekki frá því að ég hefði tekið smá lit - mjög gott mál! Svo lá leiðin á prikið til að hitta Sálfræðihópinn og rakka niður ósanngirni kennaranna yfir eins og einum köldum. Allt voða fínt bara...þangað til líða fór á kvöldið og það sem áður var sjálflýsandi á mér var orðið rauðglóandi og aumt og þar fóru rasskinnarnar fremstar í flokki - ó mæ god!! Nú eru tveir sólahringar liðnir frá "slysinu" og ég glói enn...get ekki sofið á nóttinni og ekki setið á neinu harðara en dúnkodda - já fegurðin er ekki falin í sælunni....það er alveg víst!!!
Jæja nú eru prófin að verða búin....allavegana er ég búin eftir sjö daga.........ég er farin að sjá kaldan bjórinn í hyllingum þó að hann hafi nú verið hafður örlítið um hönd núna í lestrinum - en það er bara til þess að skerpa hugann og fá nýja sýn á hlutina!! 'Eg er nú líka farin að velta því fyrir mér hvar ég eigi að drepast brennivínsdauða um áramótin; Hér í borg óttans eða á heimaslóðunum á Skagaströnd. Já þetta virðist kannski ekki vera erfið ákvörðun í hugum ykkar sem eruð föst í hringiðu illskunnar og fljótið sofandi að feigðarósi meðan djöflar Reykjavíkur taka sér bólfestu í hjörtum ykkar. EN.....fyrir landsbyggðartúttu eins og mig sem hefur barist með kjafti og klóm við djöflana og ríkisstjórnina síðan ég hóf búsetu hérna, er þetta erfið ákvörðun. Það er nefninlega þannig að um áramót á Skagaströnd er gamlársdegi eytt við að búa til stórfenglega kyndla eins og forfeður okkar steinaldamennirnir gerðu gjarnan....já hefðum þeirra er enn haldið í heiðri nyrðra. Að því loknu er hugað að eldamennsku og mjöður teigaður yfir hlóðum. Að loknu borðhaldi er komið að aðalatburði kvöldsins. Bæjarbúar safnast saman á holtinu þar sem kveikt er í kyndlum og síðan lagt af stað í átt að gryfjunni - fyrir göngunni fer kóngurinn....já því Skagaströnd er konungsríki og pabbi minn kóngurinn! Vígalegur stjórnar hann múgnum eftir stígnum þar til allir hafa safnast saman í kringum verðandi bálköstinn í gryfjunni. Samtaka er svo logandi kyndlunum fleygt í köstinn og gryfjan logar. Konur, karlar og börn dansa svo nakin í kringum bálið og kyrja söngva til heiðurs kóngnum, greifanum og dætrum þeirra. En greifinn er nágranni minn Jóel og dóttir hans Rebekka "stinna geira"!!! Eftir dansinn er á ný haldið heim og við tekur hefðbundið hátíðahald!!!! Þið skiljið kannski núna hvers vegna ákvörðunin er erfið!!!
Já það er ekki seinna vænna en að skella sér út í bloggheiminn sem er orðinn alræmdur og óvæginn. Annar hver maður sem ég þekki og þekki ekki er farinn að troða skoðunum sínum, hugsunum, hugsjónum og öðru á netið og nú er minn tími kominn - hér mun ég deila sorgum mínum, gleði, óförum og aðförum með þeim sem hingað leita! Hér getið þið sem sagt hlegið að óförum mínum - og ég gert grín að óförum annarra - hvað er betra en það?!!!

Reyndar ætti maður nú ekki að vera að standa í svona vitleysu í miðri próftíð.......en það vill einhvern veginn verða þannig að einmitt á þeim tíma þarf maður að sinna svo mörgum öðrum hlutum en að læra.....eins og að vaska upp, þvo þvottinn....skreyta.....hringja í þá sem maður talar aldrei við og þá sem maður er alltaf að tala við ....bara svona til þess að athuga hvort að það hafi ekki eitthvað merkilegt gerst síðasta klukkutímann......og í kvöld fannst mér skyndilega alveg nauðsynlegt að starta mínu eigin bloggi - aðallega svona svo að ég geti lesið eitthvað skemmtilegt sem ég hef skrifað sjálf!! það er samt þó aðallega vegna hinna illu afla sem hafa komið sér fyrir í Glyðrugranda 20 sem að ég sá mig knúna til þess að hefja þessa innrás mína - en hin illu öfl dirfðust að rakka niður himnasendinguna sem Coca Cola er á blogginu hjá honum Valda og slíkar ófyrirgefanlegar aðfarir er ekki hægt að láta fram hjá sér fara - á tímum sem þessum er nauðsynlegt að leggja orð í belg Rebekku sem og annarra!!!!