miðvikudagur, desember 11, 2002

Jæja nú eru prófin að verða búin....allavegana er ég búin eftir sjö daga.........ég er farin að sjá kaldan bjórinn í hyllingum þó að hann hafi nú verið hafður örlítið um hönd núna í lestrinum - en það er bara til þess að skerpa hugann og fá nýja sýn á hlutina!! 'Eg er nú líka farin að velta því fyrir mér hvar ég eigi að drepast brennivínsdauða um áramótin; Hér í borg óttans eða á heimaslóðunum á Skagaströnd. Já þetta virðist kannski ekki vera erfið ákvörðun í hugum ykkar sem eruð föst í hringiðu illskunnar og fljótið sofandi að feigðarósi meðan djöflar Reykjavíkur taka sér bólfestu í hjörtum ykkar. EN.....fyrir landsbyggðartúttu eins og mig sem hefur barist með kjafti og klóm við djöflana og ríkisstjórnina síðan ég hóf búsetu hérna, er þetta erfið ákvörðun. Það er nefninlega þannig að um áramót á Skagaströnd er gamlársdegi eytt við að búa til stórfenglega kyndla eins og forfeður okkar steinaldamennirnir gerðu gjarnan....já hefðum þeirra er enn haldið í heiðri nyrðra. Að því loknu er hugað að eldamennsku og mjöður teigaður yfir hlóðum. Að loknu borðhaldi er komið að aðalatburði kvöldsins. Bæjarbúar safnast saman á holtinu þar sem kveikt er í kyndlum og síðan lagt af stað í átt að gryfjunni - fyrir göngunni fer kóngurinn....já því Skagaströnd er konungsríki og pabbi minn kóngurinn! Vígalegur stjórnar hann múgnum eftir stígnum þar til allir hafa safnast saman í kringum verðandi bálköstinn í gryfjunni. Samtaka er svo logandi kyndlunum fleygt í köstinn og gryfjan logar. Konur, karlar og börn dansa svo nakin í kringum bálið og kyrja söngva til heiðurs kóngnum, greifanum og dætrum þeirra. En greifinn er nágranni minn Jóel og dóttir hans Rebekka "stinna geira"!!! Eftir dansinn er á ný haldið heim og við tekur hefðbundið hátíðahald!!!! Þið skiljið kannski núna hvers vegna ákvörðunin er erfið!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home