Grannar í gettóinu!!
Hér í greni númer 10 býr að mestu eða öllu leyti einstaklega almennilegt og hjálpfúst fólk. Það er formaðurinn hérna fyrir neðan sem ég leita til með öll mín vandamál (að undanskildum þessum persónulegu sem yrðu honum án efa ofviða enda er greyið grunnskólakennari). Hann gerir við bílinn minn af því að það eina sem ég kann að gera hvað varðar svarta fákinn er að dæla bensíni (nauðsyn þegar pyngjan er farin að léttast) og keyra (sem er enn nauðsynlegra en ég skal fúslega viðurkenna að ég kann ekki að bakka í stæði!!!). Hann segir mér af hverju rafmagnið fer af íbúðinni minni (af því að ég kann – nei – kunni ekki að sjá hvort að öryggið væri ónýtt eða ekki) og hann tekur við öllum mögulegum kvörtunum með brosi á vör sem er einstakur eiginleiki. Svo er það rafvirkinn á neðri hæðinni sem gerir við eldavélina mína. Konan hans er smávaxinn kubbur. Tölvunarfræðingurinn dularfulli býr hérna á hæðinni - hann er frekar feiminn og er alltaf við það að roðna þegar ég tala við hann – voða sætt! Ástkona hans býr á efri hæðinni (það hefur sko verið svolítill sápuóperubragur á lífinu hérna upp á síðkastið) en ástkonan er píanóleikari og það fer ekki fram hjá neinum sem er heima hjá sér milli átta á morgnanna og ellefu á kvöldin – á þessum tíma hljóma um húsið tónstigar, jólalög, mikilfengleg tónverk og allt þar á milli. Mjög gott fyrir þá sem hafa það áhugamál að hlusta á píanóleik frá morgni til kvölds alla daga en fyrir gettóhórur sem djamma um helgar sem og á öðrum dögum er æðsta óskin ekki að láta vekja timburmennina með einhverju píanóglamri!! Ekki má svo gleyma ríku hjónunum sem búa beint fyrir ofan mig. Reyndar hef ég ekki séð konuna í þó nokkurn tíma – kannski drap kallinn hana...kallinn sem dreifi vindlafýlu um allan stigagang þegar hann fer út og þegar hann kemur inn – já eða nei hún hefur ábyggilega flúið...það hefði ég allavegana gert og það liggur nú bara við að ég fari frá honum......það er nefninlega þannig að hjónaherbergið þeirra er beint fyrir ofan mitt og ég get svarið fyrir það að þegar hann fer að sofa á undan mér þá heyri ég greinilega hroturnar niður til mín......og það er sko ekkert grín!! Já ég er semsagt svæfð með ljúfum hrotum á kvöldin og vakin með ljúfum píanóleik á morgnanna – hver vildi ekki vera í mínum sporum?!! En ég er nú ekki að skrifa þetta að ástæðulausu það vill nú sko þannig til að dularfulli tölvunarfræðingurinn og ástkona hans píanóleikarinn hafa ákveðið að fara að búa saman og bráðlega verður nýja húsið þeirra tilbúið þannig að ég vil hér með AUGLÝSA eftir skemmtilegu og áhugaverðu fólki – sem spilar ekki á píanó eða önnur hljómmikil hljóðfæri (gítar er þó kostur)- til þess að kaupa íbúðirnar þeirra .....því þið vitið að GÓÐIR GRANNAR GERA GÆFUMUNINN!!
Hér í greni númer 10 býr að mestu eða öllu leyti einstaklega almennilegt og hjálpfúst fólk. Það er formaðurinn hérna fyrir neðan sem ég leita til með öll mín vandamál (að undanskildum þessum persónulegu sem yrðu honum án efa ofviða enda er greyið grunnskólakennari). Hann gerir við bílinn minn af því að það eina sem ég kann að gera hvað varðar svarta fákinn er að dæla bensíni (nauðsyn þegar pyngjan er farin að léttast) og keyra (sem er enn nauðsynlegra en ég skal fúslega viðurkenna að ég kann ekki að bakka í stæði!!!). Hann segir mér af hverju rafmagnið fer af íbúðinni minni (af því að ég kann – nei – kunni ekki að sjá hvort að öryggið væri ónýtt eða ekki) og hann tekur við öllum mögulegum kvörtunum með brosi á vör sem er einstakur eiginleiki. Svo er það rafvirkinn á neðri hæðinni sem gerir við eldavélina mína. Konan hans er smávaxinn kubbur. Tölvunarfræðingurinn dularfulli býr hérna á hæðinni - hann er frekar feiminn og er alltaf við það að roðna þegar ég tala við hann – voða sætt! Ástkona hans býr á efri hæðinni (það hefur sko verið svolítill sápuóperubragur á lífinu hérna upp á síðkastið) en ástkonan er píanóleikari og það fer ekki fram hjá neinum sem er heima hjá sér milli átta á morgnanna og ellefu á kvöldin – á þessum tíma hljóma um húsið tónstigar, jólalög, mikilfengleg tónverk og allt þar á milli. Mjög gott fyrir þá sem hafa það áhugamál að hlusta á píanóleik frá morgni til kvölds alla daga en fyrir gettóhórur sem djamma um helgar sem og á öðrum dögum er æðsta óskin ekki að láta vekja timburmennina með einhverju píanóglamri!! Ekki má svo gleyma ríku hjónunum sem búa beint fyrir ofan mig. Reyndar hef ég ekki séð konuna í þó nokkurn tíma – kannski drap kallinn hana...kallinn sem dreifi vindlafýlu um allan stigagang þegar hann fer út og þegar hann kemur inn – já eða nei hún hefur ábyggilega flúið...það hefði ég allavegana gert og það liggur nú bara við að ég fari frá honum......það er nefninlega þannig að hjónaherbergið þeirra er beint fyrir ofan mitt og ég get svarið fyrir það að þegar hann fer að sofa á undan mér þá heyri ég greinilega hroturnar niður til mín......og það er sko ekkert grín!! Já ég er semsagt svæfð með ljúfum hrotum á kvöldin og vakin með ljúfum píanóleik á morgnanna – hver vildi ekki vera í mínum sporum?!! En ég er nú ekki að skrifa þetta að ástæðulausu það vill nú sko þannig til að dularfulli tölvunarfræðingurinn og ástkona hans píanóleikarinn hafa ákveðið að fara að búa saman og bráðlega verður nýja húsið þeirra tilbúið þannig að ég vil hér með AUGLÝSA eftir skemmtilegu og áhugaverðu fólki – sem spilar ekki á píanó eða önnur hljómmikil hljóðfæri (gítar er þó kostur)- til þess að kaupa íbúðirnar þeirra .....því þið vitið að GÓÐIR GRANNAR GERA GÆFUMUNINN!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home