laugardagur, desember 21, 2002

Úff....svo neyddist ég til þess að vakna í morgun.......ómægod......með dúndrandi dúndrandi dúndrandi hausverk......ég held meira segja að þið getið ekki einu sinni skilið það ------ég var örugglega með hausverk fyrir ykkur öll!!! En þetta var allt Villa mínum að kenna......skamm Villi.....hann þurfti náttúrulega að fljúga norður í DAG.......og þar sem að ég er einkabílstjórinn hans ásamt öðru :o) varð ég líka að fara á fætur - úfffffff - ég er ennþá ónýt......
Svo var að fara og klára jólagjafirnar.............það er EKKI gott að fara í búðir daginn eftir djamm........slíkar ferðir eru hættulegar andlegri og líkamlegri heilsu....... sko ég fer ekki aftur í´búðir fyrr en eftir hálft ár.....ég er komin með óþol fyrir verslunarmiðstöðum, kaupóðu fólki, fólki sem labbar allt of hægt, fólki sem teppir flæðið með endalausum stoppum....vafrandi um eins og villtir álfar og öllu semtengist því að þurfa að fara í búðir - eins gott að jólin eru bara einu sinni á ári....finnst meira segja að þau ættu bara að vera haldin annað hvert ár - það væri rosa gott!!!!
En jæja þá er best að drullast til þess að pakka inn jólagjöfunum.......oooooohhhh...ég er ekki að nenna þessu......hmmm...kannski er gott að pakka inn og drekka rauðvín með.................hmmmmmmmm........úff ég get samt varla hugsað um áfengi.................eða jújú núna!!!!! Svo er bara að keyra norður á morgun og þá er ég loksins vonandi komin í almennilegt FR'I........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home