sunnudagur, desember 22, 2002

Ég er alveg ótrúlega fegin að hafa ekki getað fylgst með sjálfri mér á föstudagskvöldið..........það gerðust nefninlega undur og stórmerki í gær! Gettóhóran sat í rólegheitunum heima hjá sér að pakka inn jólapökkunum þegar Arna kom í heimsókn.........og svo Inga slynga - við sátum hérna og ræddum lífið og tilveruna.......gleði og sorgir í borg óttans..........vini, kærasta og hjásvæfur.....bara allan pakkann!!! Þegar klukkan var að verða tvö í nótt tókst Ingu að draga mig í bæinn.......og ég ekki búin að drekka deigan dropa af áfengum mjöð allt kvöldið..........svo mín fór edrú í bæinn!!!!!!!!! og je dúdda mía ,..(sem ég veit ekki alveg hvað þýðir).......ég er ekki hissa þótt að þjóðin hafi áhyggjur af æsku landsins.......æska landsins (sem núna virðist ná aldrinum 30 líka) veltist um gangstéttir og götur.....hentusér fyrir bílana......grétu og öskruðu og virtist bara nokkuð sátt við að bíða í röðum dauðans í ískulda og vona að dyraverðirnir væru ekki með mikilmennskubrjálæði þetta kvöldið - sem mér sýndist þeir nú samt vera eins og þeir létu fólkið bíða. Ef ég væri dyravörður myndi ég ekki láta neinn bíða....ég myndi ekki nenna aðhafa þetta blindfulla fólk hangandi yfir mér - ég myndi henda öllum inn þar til það kæmust hreinlega ekki fleiri bara til að losna við tuðið í fólkinu!!! Gott að ég er ekki dyravörður - ég yrði ábyggilega rekin - en samt víst að pabbi minn er kóngur þá býst ég núvið að Royal klíkan gæti reddað því fyrir mig!! En ég og Inga gengum semsagt edrú um bæinn...fyrir utan þegar við keyrðum með Höllu og Elsu.......nenntum nú ekki að standa neinsstaðar í röð svo við röltum á Vídalín....ekki mjög gaman......síðan á Dubliner´s......mikið af fólki.....þannig að við enduðum bara á BOOMKIKKER - já krakkar mínir þar munuð þið finna mig í framtíðinni - í kjallaranum á BOOMKIKKER - massastaður hehehe og ódýr bjór.....hvað biður maður um meira!!
Erla var semsagt edrú á laugardagskvöldi í borg djöfulsins.......til að verða fjögur í nótt......man eftir öllu sem gerðist .......gerði sig ekki að fífli.....en leið samt eitthvað undarlega svona þegar maður tekur eftir öllum og öllu - mæli ekkert sérstaklega með þessu......ég vil nefninlega ekki drekka framar - því þá verð ég aftur eins og rjóminn af íslenskri æsku - sjónmengun og hljóðmengun í miðbæ Reykajvíkur!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home