þriðjudagur, mars 15, 2005

Ó mæ god! Skólaleiði dauðans heldur mér í heljargreipum - enda ekki skrítið þegar tímarnir eru jafn leiðinlegir og gagnslausir og grænlensk knattspyrna! Held ég fari ekki áfram í haust enginn nennir í það - er að hugsa um að eiga bara tvíbura sem halda mér upptekinni næstu árin! Er einhver til í að passa?

Annars er ótrúlega lítið að frétta þessa dagana......er vonandi að losna við eilífðarkvefið og jafnvel hóstinn fer skánandi, er allavegana hætt að eyða stórfé í mixtúrur - sem er gott - ég var farin að fara í mismunandi Apótek til þess að versla hóstastillandi og verkjatöflur - fannst þetta farið að líta frekar grunsamlega út.

Ógeðslega er ég samt fegin að Idolið er búið - þetta var farið að verða svo bindandi svona eins og Leiðarljós....sem ég b.t.w. get ekki horft á lengur þar sem að ég er akkúrat að sækja strákan í leikskólann, baða, strauja og kubba á þessum tíma núna. Fréttainnskot af þættinum eru því vel þegin :o)

Ótrúlegt en satt þá er ég antibíóistinn búin að fara tvisvar í bíó á tveimur vikum á Million dollar baby og Hitch - fínar myndir - fínt að fara í bíó (allavegana þegar maður fær borgað fyrir það)
Er síðan að fara í leikhús á "Ég er enginn hommi" á föstudaginn - fæ líka borgað fyrir það - vill einhver koma með...á frímiða?!!

Svo fæ ég líka borgað fyrir að vera í golfkennslu hjá besta golfkennara landsins - prófaði æfingasvæðiði á Básum um helgina....það er ógeðslega gaman - fer á Korpúlfsstaði næstu helgi að æfa púttið!

Vildi að ég fengi borgað fyrir að vera í skólanum og fyrir að djamma og ekki væri verra að fá borgað fyrir að horfa á sjónvarpið - þá væri ég hátekjukona og myndi bjóða ykkur öllum til útlanda.

Annars dreymdi mig að flugvél crashaði á leikskólann á Skagaströnd....það slasaðist samt enginn! Held að það hafi verið hryðjuverk og ég óttast að það rætist.....bara ekki á Skagaströnd heldur í útlandinu eins og þegar mig dreymdi fyrir flóðunum nema þá gerðust þau á Skagaströnd líka! Ég er bara að koma þessu á public prent svo að einhver trúi mér þegar þetta rætist!

föstudagur, mars 04, 2005

Ég er búin að vera veik, slöpp, lasin og ómöguleg síðan fyrir afmælið góða í koníaksstofunni á Rauða Ljóninu....eða kannski síðan ég og Himmi tókum okkur til og réðumst til atlögu á tvo villuráfandi norðmenn á 22 fyrir þónokkrum vikum síðan - ég tók síðan annan þeirra upp á arma mína og fylgdi honum á Hótelið sitt (eingöngu að framdyrunum) en þó ekki fyrr en ég var búin að taka hann í gönguferð um þingholtin og sýna honum draumahúsið mitt sem er til sölu en ég á ekki pening fyrir. Þegar þetta átti sér stað var nístingsfrost, vindur og djammklæðnaðurinn í berara lagi fyrir slíkt - síðan þá hef ég meira eða minna verið lasin.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að hér sé um að ræða RS-Vírusinn sem sent hefur fjölda ungbarna á spítala, fuglaflensuna, barkabólgu eða jafnvel eitthvað enn verra......hef verið að hugsa um að fara til læknis og láta tékka á þessu - en efast um að það myndi gera eitthvað gagn frekar en lítrarnir af hóstamixtúru sem ég hef drukkið, fjöldi verkjataflanna sem ég hef tekið eða önnur góð húsráð - held´ég bíði aðeins lengur með að borga lækninum fyrir að segja mér að kaupa mér hóstamixtúru!

Ég er líka orðinn forfallinn sjónvarpsfíkill og hef gert lítið annað en að flakka á milli stöðva trekk í trekk til að missa ekki örugglega af neinu - á hverju kvöldi þakka ég æðri máttarvöldum á 365 fyrir stöð 2 plús sem að gefur mér tækifæri til að missa ekki af neinu skyldi ég velja Skjá 1 eða RÚV fram yfir Stöð 2. Þessi veikleiki minn hefur því miður bitnað á félagslífinu svo um munar - ég hef til dæmis ekki farið á kaffihús síðan.....síðan.....eldri og heldri menn muna og hvað þá á virkum degi en sú var tíðin að varla leið sú kvöldstund sem ekki var eytt á einhverju kaffihúsi miðborgarinnar. Sá tími er liðinn en var samt góður tími. Það var tíminn sem ég hitti alla vini mína vikulega, vissi hvað þeir voru að gera, hverja þeir höfðu hitt og hvað þeir voru að gera - í dag veit ég ekki neitt um neinn nema kannski Örnu sem að er eina manneskja sem heimsækir mig!

Ég sakna líka Himma en hann er alltaf svo busy og á fjöldan allan af hjákonum bæði af manna - og dýrakyni sem erfitt er að keppa við. Hann er líka í félagi......með fólki sem´á sér heilbrigð áhugamál og hefur gaman af lífinu....hvað annað gæti verið mikilvægara?!

Ég á mér bara eitt áhugamál fyrir utan sjónvarpið - það er Pictonary/Actonary en síðustu helgi var ég ótvíræður meistari og vann hvern einasta leik frá klukkan 22 - 05 upp í Krummahólum - sama hver var með mér í liði - annars væri þetta ekki áhugamál heldur!

Annars ætla ég að fara að kaupa mér hóstamixtúru og parkódín í hádegismat, fara síðan heim og leggjast fyrir í sófanum og bíða eftir að klukkan verði 17:05 - þá byrjar Leiðarljós þar sem að Roger Thorpe er aftur með óhreint mjöl í pokahorninu, Alan Michael lætur enn og aftur reyna á ógeðistaktana sína, Frank reynir að bjarga hjónabandinu og Nick verður meiri Spaulding en Henry ásamt fleiri æsispennandi atriðum!! ´

Í kvöld er svo IDOL - bara svona ef þið skylduð ekki muna það!