laugardagur, desember 14, 2002

Úff þoli ekki helgar í próftíð....þá má ég sko ekki djamma.....fólk sem djammar í próftíð er litið hornauga....skil ekki af hverju ég fór ekki bara að djamma í kvöld ég meina ég á hvort sem er ekki eftir að fara á fætur fyrr en eftir ´hádegi á morgun!! Villi er að djamma sem kemur ekki á óvart.....Valdi er að djamma sem kemur pínu á óvart.....En ég er ekki að djamma....andvarp....og það er svoooooo langt síðan ég djammaði seinast..örugglega tvær vikur eða eitthvað!!! Þetta er samt búið að vera fínt kvöld...Arna kom og við elduðum lasagne og svo sóttum við Lóu og við horfðum á Djúpu Laugina náttúrulega eins og allir sannir Íslendingar gera.....svo þroskuðum við heilann og spiluðum Trivial - það er nebblega mjög þroskandi sko....og ég get allavegana sagst hafa lært eitthvað þó ég sé ekki að læra aðferðafræði eins og ég ætti að vera að gera....ég lærði til dæmis að .....hmmm....æi ekki neitt...ég vissi nebblega allar spurningarnar....það er sko af því að Beggi frændi er skólastjóri og mamma mín var það sko líka og líka Björn frændi og Gunni hennar Láru í Hólminum ....svo er pabbi minn líka svo ofboðslega gáfaður - þetta er allt í genunum hahahahaha mér er sko sama hvað Sálfræðibókin mín segir!!! Mér tókst nú að drekka smá rauðvín og eina fullnægingu á meðan á þessu stóð þannig að það bætir pínulítið upp fyrir djammskortinn - en nú er ég EIN og yfirgefin í greninu og klukkan að verða þrjú að nóttu til.....ég er ekki frá því að gluggagægirinn sem kommentaði hjá mér sé hérna einhversstaðar fyrir utan....arrrrg....nú er ég farin að hræða sjálfa mig - en það þýðir sko enginn gunguskapur í gettóinu - we are tough and we like it rough in the ghetto!!!!!!
Góða nótt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home