miðvikudagur, desember 11, 2002

Sorgarsaga dagsins!!
Það var hérna á mánudags eftirmiðdag sem ég kom heim úr sálfræðiprófi dauðans og ákvað að gera mér glaðan dag úr afganginum af þessum hroðalega degi. Ég pantaði mér tíma í ljós og ákvað að splæsa bara í 10 tíma....svona til að vera góð við sjálfa mig í próftíðinni kannski svona aðallega vegna þess að ég var orðin hálf sjálflýsandi af hvítleika(nýyrði) enda ekki búinað fara í ljós í meira en ár. 'Eg fór inn í klefann og las þar einhvert plagg þar sem lagt var til að þeir sem væru að fara í fyrsta skipti í ljós og þeir sem væru með viðkvæma húð ættu að fara varlega og vera ekki allan tímann. Hmmm ókei....ég meina ég hef oft farið í ljós áður þó það sé langt síðan og hef nú ekkert verið með neitt sérstaklega viðkvæma húð. þannig að ég skellti mér bara í bekkinn, með steríó í eyrunum og lá auðvitað allan tímann.....ótrúlega þægilegt. Svo fór ég bara heim...skellti mér í sturtu..ekki frá því að ég hefði tekið smá lit - mjög gott mál! Svo lá leiðin á prikið til að hitta Sálfræðihópinn og rakka niður ósanngirni kennaranna yfir eins og einum köldum. Allt voða fínt bara...þangað til líða fór á kvöldið og það sem áður var sjálflýsandi á mér var orðið rauðglóandi og aumt og þar fóru rasskinnarnar fremstar í flokki - ó mæ god!! Nú eru tveir sólahringar liðnir frá "slysinu" og ég glói enn...get ekki sofið á nóttinni og ekki setið á neinu harðara en dúnkodda - já fegurðin er ekki falin í sælunni....það er alveg víst!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home