fimmtudagur, október 30, 2003

Sá einhver anorexiu-búlimíu þáttinn frá Frakklandi á mánudaginn? Ó mæ god er það eina sem ég gat sagt allan tímann......að sjá hvernig svona sjúklingar lifa lífinu er ótrúlegt...já og miklu meira en það eiginlega bara ógeðslegt líka --- það bara er ekki hægt að lýsa því...vona að þið hafið öll horft á þáttinn -- maður næstum gerir sér ekki grein fyrir því hvað þetta er hræðilegur sjúkdómur fyrr en maður sér eitthvað svona!!

En já helgin framundan......fyllerí ámorgun því þá fer ég í fyrstu vísindaferðina mína í vetur....þó að Egils hafi beilað á okkur því stjórnin fann eitthvað annað ---svo verður bara farið á Pravda og fylgst með IDOL og hvað verður eftir það mun tíminn leiða í ljós!!!

Himmi er að fara í fjallgöngu (Esjuna) á morgun og mig langar bara að senda honum baráttukveðjur!!!

EFTIRLÝSTUR ER SVO MAÐUR HÉR Í BLOGGHEIMI AÐ NAFNI VALDIMAR VÍÐISSON....HANS VAR FYRST SAKNAÐ NÚNA AF SÍÐU HINS RÓTTÆKA FRIÐAR......NÚ LÝSIR GETTÓHÓRAN EINNIG EFTIR MANNINUM SEM UM ER RÆTT. nÁNARI LÝSINGU AF HONUM MÁ FINNA HÉR.
Aaahhhhh......ég er svo dugleg ég er svo dugleg að ég er alveg að springa!! Byrjaði daginn snemma með Afbrotafræðitíma hjá Helga Gunnlaugs...sem btw. er einn mesti snillingur HÍ. Að loknum mjög fræðandi og áhugaverðum tíma um ofbeldi og manndráp (mjög góð umræða svona rétt fyrir helgina) lagði ég leið mína í World Class.....fyrsti tíminn með nýja kortinu mínu. Það á sko alltaf að taka mynd af manni í gagnagrunninn en myndavélin vildi ekki taka mynd af mér (sko í alvöru) þannig að nú er ég the woman without a face í World Class -- truflar mig svo sem ekkert. En allavegana þarna er ótrúlega gott að sprikla svoldið.....lítið af fólki, engin bið í tækin, fullt af sjónvörpum, handklæði fyrir salinn, handklæði fyrir sturtuna, handklæði fyrir Sauna, almennilegt starfsfólk, beautyparlor og blablablabla -- mjög gott!! Fékk meira að segja ókeypis heilsubollu sem bráðum verður farið að selja í búðum....einstaklega orkurík og bragðgóð :o) Þá er bara að fara nokkrum sinnum í viðbót svona til að fá stinnan rass og pínu handleggsvöðva (svona ef ég skyldi einhverntímann lenda í slagsmálum).

miðvikudagur, október 29, 2003

Sko sleppi því að blogga í einn dag og þá er bara næstum aftur komin helgi.....allavegana eru allir farnir að plana helgina!!!
Ég ætlaði sko að fara í mína fyrstu vísindaferð þetta haustið en nei nei þá bara beilaði Egils á okkur í morgun......og stjórnin bara í mestu vandræðum um hvað skuli gera ---- skamm Egils að eyðileggja fyrstu vísindaferðina mína!!! Ég er samt að reyna að redda þessu .....kemur í ljós á morgun eða á eftir jafnvel hvort það gengur eftir!!!! Ef það gerir það þá verð ég sko hetja!! hehe!!

En jamm.....ekkert merkilegt að gerast.....sakna Lóu .....hún er á spítala greyið .....en kemur held ég heim í dag :o)

Mig langar samt að lýsa eftir eftirfarandi:
1)Vínrauðu sjali
2)Svörtum útivistar hárklút
3)hvítum bol úr Zöru
4)Svartri hnepptri gollu
5)hvítum heimaprjónuðum vettlingum með þumli --blóm á hanabakinu (mjög mikilvægt að finna)
6)'Avísun upp á 500.000 (líka mjög mikilvægt að finna)

mánudagur, október 27, 2003

oh þá er helgin búin og alvara lífsins tekin við.......*andvarp*........ég byrjaði náttúrulega alvöru lífsins með því að mæta of seint í skólann í dag......missti af tíma hjá myndarlega aðferðafræðikennaranum!!! Mér er farið að leiðast í félagsfræði....myndi vilja skipta þeim tímum út fyrir fleiri stjórnmálafræðitíma....það væri almennilegt!!!

Helgin var bara fín.....rólegt föstudagskvöld yfir sjónvarpinu.......fór svo í kringluna á laugardaginn að reyna að kaupa ekki neitt.....það var mjög erfitt.....en mér tókst það samt!!! :o) Átti svo að fara í útskriftarveislu hjá frænku minni....en svo var henni bara aflýst einn tveir og þrír og ég veit ekkert út af hverju. En fékk nú að mæta til Örnu um kvöldið þar sem að ég, Villi, Himmi og Herdís, Anton og svo náttúrulega Arna sötruðum bjór og kjöftuðum. Upp úr miðnætti var kominn tími til að skella sér í bæinn......mættum bara snemma á Vegamót og fengum "ótrúlegtensatt" borð sem varð til þess að stoppið á Vegamótum varð mun lengra en vaninn er. Svo voru náttúrulega úrvals barþjónar að vinna eins og Gunni og Ommi....
Eftir að hafa setið einn heima í sorg og sút yfir sjónvarpinu mætti svo Danni á svæðið. Eftir nægan tíma á Vegamótun lá leiðin á Celtic en bara í pissustopp því þar voru engin borð. Villi hafði látið sig hverfa en mætti nú aftur með brotna tönn!!!! Arna varð skynilega ofurölvi og þurfti mikinn stuðning þar til að bjargvætturinn mætti á svæðið til að fylgja henni heim. Seinasti viðkomustaður þetta kvöldið varð svo náttúrulega 22........þó voru engir rokktilburðir sýndir þetta kvöldið.....bara bjór og rólegheit!! Veit ekki alveg hvenær ég kom heim þennan morgun en það er allavegana langt síðan ég hef haldið svona lengi út!!!
Bestu fréttir helgarinnar eru þó að lögreglan hafði engin afskipti af mér á nokkurn hátt...ég er því ekki stödd í fangelsi eða á yfir mér kæru --- allavegana ekki ennþá!!!

Ég vil þakka:
1)Örnu fyrir heimboðið
2)Jóa fyrir að linka loksins á mig
3)Himma og Herdísi fyrir að sýna samstöðu í verki
4)Latabæ fyrir orkuátakið
5)Ingu fyrir hjartnæm skilaboð á sunnudagsmorgni
6)og öllum öðrum sem breyttu lífi mínu um helgina...sumir til hins betra...aðrir til hins verra!

föstudagur, október 24, 2003

Sko nú er strax komin helgi...sagði ykkur að það væri stutt í hana -- frábært. Held samt að ég ætli ekki að gera neitt í kvöld....jú nema kannski horfa á fleiri Taken þætti......get bara ekki hætt að horfa....í gær var ég næstum því ....sko bara næstum því hætt við að fara fagna ammælinu hennar Rebekku svo ég gæti horft á fleiri þætti!! En af því að ég er náttúrulega svo góð vinkona þá fór ég auðvitað!!!

Ég vil hvetja allar single stelpur að mæta í Aðferðafræði III tíma á mánudaginn.....kennarinn okkar er nefninlega mjög efnilegur og myndarlegur og ungur aðlaðandi maður. Hef nú ekki enn komist að því hvort hann er að auki piparsveinn...en ef ekki þá eru til ýmiss ráð við því......hmm hann er einmitt með viðtalstíma núna kannski ég fari bara og spurji hann --- til hvers eru viðtalstímarnir ef ekki til að veita upplýsingar um hluti sem tengjast náminu.....ég meina hann er kennarinn minn og tengist þar af leiðandi náminu mjög mikið. Skráning í skoðunarferð í Aðferðarfræði fer fram í gsm-símanum mínum alla helgina á hvaða tíma sólarhrings sem er!!!

Nú svo vil ég auðvitað minna alla á að Arna er að fara að útskrifast á morgun --- vei vei vei --- og er planið að fagna vel og lengi annað kvöld....nánari upplýsingar fást hins vegar ekki nema símleiðis til að forðast hagsmunaárekstra. Hún er líka að fara í Sálfræðipróf á morgun...já og Inga líka --- good luck beibís!!!

Ef að einhver á 200.000 kall á lausu þá er hann vel þeginn því ég þarf eiginlega að kaupa mér Bengal læðu sem ekki er búið að gelda!!

Svo vantar mig líka einhvern með stöð 2 til að vera vinur/vinkona í kvöld svo ég geti horft á IDOL
Svo vantar mig líka einhvern með afburðarhæfileika í SPSS-forritinu til að hjálpa mér og Lóu að gera verkefni hjá sæta kennaranum okkar.

Mér finnst að auki að...
1)Valdi "the invisible man" ætti að fara að blogga aftur....
2)Að Jói Krói eigi að linka mig á síðunni sinni
3)Að Himmi eigi að blogga meira....þó að myndir segja meir en mörg orð
4)Að systir mín eigi að skila queen-size gestarúminu sínu aftur heim til mín
5)Að allir ættu að hringja í Egil danska...því hann er á landinu um helgina
6)Að Ída og Svanhildur eigi að skrifa mér E-mail....Ragnhildur svaraði strax...4 * fyrir það
7) ýmislegt fleira mætti lagfæra.

Eins og athugulir og aðrir hafa kannski tekið eftir eða vita að þá hefur rækt við líkama og sál látið á sér standa í lífi mínu síðustu árin. Eftir fjölda ára í íþróttasviðsljósinu og stórkostlegan feril lagði ég hreyfingu á hilluna í 1.bekk í menntó. Fyrir tveimur árum stóð nú til að bæta úr þessu og ég fékk mér árskort í Baðhúsinu......kortið notaði ég fimm sinnum og svo var það bara allt í einu runnið út!! En nú hafa gulu fljúgandi pöndurnar sannfært mig um að minn tími sé kominn.......og þegar gulu fljúgandi pöndurnar segja manni að gera eitthvað þá gerir maður það. Þannig að frá og með næstu viku mun gettóhóran venja komur sínar í fínustu ræktina í bænum Planet City (World Class Austurstræti) og hlaupa og svitna og hjóla og lyfta með nafntoguðustu mönnum Reykjavíkur.
Þakkir fyrir það fær Veruleiki - Garðastræti sem styrkir þetta framtak mitt!!!

miðvikudagur, október 22, 2003

haha nú er virkilega farið að styttast í helgina.....hún byrjar næstum því á morgun....sko á morgun það er ótrúlega stutt þangað til.......bara læra smá ...horfa á leiðarljós......borða.....horfa á eina vídjóspólu og svo er bara að fara snemma að sofa því ´þá er miklu fyrr komin helgi!!!

En allavegana þá var mér boðið í matarboð í gær eins og alþjóð veit........magnaður þriggja rétta dinner með kóki og diskóljósum við nýja borðstofuborðið hennar Fíu systur. Reyndar varð matarboðið til þess að ég missti af Queer eye for a straight guy sem ég var búin að hlakka svo til að horfa á.......kíki kannski í Pálmaristan til að horfa á það næst!!!
Fékk lánaðar nokkrar DVD myndir hjá J'oa og Soffíu.....alla Taken þættina þar á meðal......já horfði svo mikið á það í gærkvöldi að í nótt vaknaði ég við einhverja skruðninga frammi og var staðráðin í því að þar væri á ferð innbrotsþjófur eða illskeytt geimvera. En í morgun þegar ég fór fram sá ég ummerki um hvorugt og verð því að gera ráð fyrir að Lotta hafi staðið fyrir þessum ólátum....en seinast ´þegar ég vissi þá lagði hún nú ekki í vana sinn að hvísla fyrir utan svefnherbergisgluggann!!!

Í gær frétti ég að fyrir tveimur vikum hefði pabbi upplýst c.a. 7 ára gamalt glæpamál. Þannig var nebblega mál með vexti að á meðan á einni skíðaferð okkar í Austurríki stóð var brotist inn í húsið okkar heima á Skagó. Engu stolið svo sem....bara rótað í dóti og allar vínflöskurnar opnaðar...sumar drukknar aðrar ekki!! Nú lögreglan var að sjálfsögðu kvödd á staðinn en athuganir hennar skiluðu engum árangri (gengur sko ekki jafn vel og í CSI þarna heima) Nema hvað svo fyrir tveim vikum síðan er pabbi á gangi í Kringlunni og að honum labbar ungur maður og biður um að fá að ræða við hann einslega. Þar viðurkennir hann fyrir pabba að hafa verið annar af tveimur sem höfðu brotist inn til okkar þarna um árið --- c.a. 7 árum seinna!!!!!! Pabbi hélt að drengurinn væri svona útúrdópaður (eins og fyrr reynsla hefur sýnt stundum í hans tilfelli) að honum hefði bara dottið í hug að láta þetta út úr sér. Mér tókst þó að láta hann vita af því að þessi ungi maður er fyrir alllöngu búinn að fara í meðferð og þessi játning væri að öllum líkindum liður í skrefakerfi meðferðarinnar --- sem mér skilst í dag (af meðferðarfróðu vinkonu minni) að sé!!! Gott hjá honum!!!

Jamm plan helgarinnar er að sjálfsögðu að fagna tímamótum í lífi minnar elsku vinkonu Örnu sem er að útskrifast sem viskiptafræðingur....mjög merkilegt nokk!!! Góðir vinir gleðjast með góðum vinum!!! Þessi fögnun verður á laugardag. Föstudagurinn er því enn nokkuð frjálslega skipaður. Svo var Hilmar fjallahetja að bjóða mér í Esju-göngu á laugardeginum.......er nú enn að hugsa það mál......þolið gæti verið í lágmarki.....en þó seinast þegar ég fór í fjallgöngu með þaulvönu fólki var ég hvorki meira né minna fyrst á toppinn!!! Aldrei að vita nema ég skelli mér ef veður og heilsa leyfir!

þriðjudagur, október 21, 2003

Oh ég var svo dugleg að læra í gær að klukkan níu var ég bara búin á því. Lærði í allan gærdag...nema tók mér náttúrulega pásu til að horfa á þátt dagsins --Guiding Light (þýð. Leiðarljós)........Eve er alveg að missa það út af Mindy og Mindy alveg að missa það út af Eve....greyið Nick lendir þarna milli steins og sleggju.......Alan michael búin að veita Eleni skilnað svo hún og Frank geti lifað happy ever aftur og ég veit ekki hvað og hvað!!!

Ætla að læra enn meira í dag.....kíkja svo í matarboð til Soffíu systur og hennar ektamanns!

svo vil ég bara minna fólk á komandi afmælisdaga já og farandi því að Villi, Heiða Hrönn og Salóme áttu afmæli á Sunnudaginn (ég gleymdi sko síðari tveimur) og núna á fimmtudaginn tatatataaaaaa eiga Rebekka a.k.a Rebbi rauði a.k.a Rembings the big boxer og Inga Slynga a.k.a. Inga Skemmtó a.k.a Inga the one and only biggest hustler in town, afmæli. Aldurinn færist óðum yfir, Rebekka nær þó aðeins að verða 22 ára en Inga er að slaga upp í að verða hálfþrítug og fagnar/grætur 25 ára afmælið sitt á fimmtudaginn 23. október.

mánudagur, október 20, 2003

Þá er enn ein helgin búin og þá er bara að bíða eftir næstu!!! Er búin að lofa að vera heima sko nefninlega þá.....heima sko hér í Reykjavík af því að hún Arna mín er að útskrifast úr viðskiptafræðinni og sem vinkona þarf ég að rækja skyldur mínar í svoleiðis aðstöðu og djamma með henni í tilefni dagsins --- sem er auðvitað ekkert nema gott mál!!

En allavegana helgin var fín.....as u know fór ég til múttu á föstudaginn og kom aftur heim á laugardaginn....Villi átti afmæli í gær og í tilefni þess var haldið smá gathering hjá honum. Ég, Arna, Sibba, Ingibjörg og ? (vinkona Ingibjargar) fórum svo aðeins til Stulla og Himma (4-play hverfisgötu)....þaðan á Vegamót (sem er óskiljanlegt val hjá okkur svona um helgi en kannski er þetta bara vani af því að við þurfum ekki að bíða í röð)......Vegamótu voru semsagt ekkert að gera sig þetta laugardagskvöldið.....reyndar finnst mér helgar þarna yfirleitt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Stulli er einmitt með mjög góða skýringu á því á blogginu sínu núna. Ég lét mig því hverfa og hélt á braut rokksins = 22 þar sem að Villi og félagar voru mættir. Jú þar var nú mun áhugaverðara og skemmtilegra líf en sökum þess hversu mikið magn af drykkjum rann um æðar mínar hélt ég ekki lengi út. Hringdi á Hössa - nýja leigubílstjórann minn og hann skutlaði okkur heim. Þegar heim kom hafði okkur verið úhýst úr okkar eigin hýbýlum. Pabbi hafði hertekið eina rúmið heima hjá mér....Árni sófann hjá Villa og Halli hafði hreinlega lognast út af í rúminu!! Ekki skemmtileg heimkoma.....en við náðum að redda okkur og gistum í Flyðrugranda 18 -- gott að eiga góða að!!

Gærdagurinn var svo bara vídjó...pizza...bíó (intolerable cruelty...betri mynd en trailerinn sýnir!!)....meira vídjó og rúmið!!

Jebb ágætis helgi svo sem..........samt án efa hægt að gera betur næst!!!

föstudagur, október 17, 2003

Ég hafði hugsað mér að vera dugleg að sækja Airwaves þetta árið...eitthvað er sú áætlun að fara úr böndunum. Á miðvikudaginn enduðum við bara á Vegamótum....í gærkvöldi ætlaði ég nú að bæta úr því. Byrjaði kvöldið á að elda Lasagna og opna rauðvínsflösku fyrir mig og Villa..voða rómó....hann gaf mér líka blóm...hann er svo sætur í sér strákurinn ;o) En svo fórum við að spila Trivial.....og Arna kom (sem kemur í rauninni ekki á óvart!!) og við fengum okkur smá öl.....og horfðum á Bachelor (sem gladdi hjarta mitt mjög af því að hann rak ljóshærðu músartíkina burtu).....en allavegana svo fórum við bara aftur í Trivial. Og þegar það var búið var klukkan að verða tvö...öll airwaves dagskrá búin það kvöldið og við farin að verða vör við smávegis áhrif af alkahólinu!! Þannig að það fóru bara allir í háttinn....Arna gisti bara í stofunni og hefur að eigin sögn næstum aldrei sofið betur!!!

Það var framaðhádegisvefn í dag eins og marga aðra daga....svo skóli og svo dreif ég mig bara norður til mömmu, Gumma og Spora nýja hálfbróður míns (hann er btw. óendanlega myndarlegur eins og náttúrulega öll fjölskyldan) Tók Sólveigu Rán með mér líka.

En örvæntið ekki þótt að ég hafi nú skroppið úr bænum....á bláu skutlunni minni er þetta engin stund og tíminn flýgur þannig að ég ætla bara að bruna í bæinn aftur á morgun (laugardag) og tjútta fram á rauðan morgun með öllum sem hafa sömu áform......so prepare for the ghettowhore´s comeback in Reykjavík-city...the darkest city of all.....city of scums...city of evil.....the city we nightcrawlers love!!!!

fimmtudagur, október 16, 2003

Ég er aumingi..ég veit það...þarf engan til að segja mér það!! Nennti ekki á fætur í morgun til að fara í Afbrotafræði....vaknaði um hádegi með tiltölulega mikið samviskubit og hugsaði með mér að nú þyrfti´ég nú að fara að læra. En neibbs....það gerðist nú ekki.....í staðinn stóð ég sjálfa mig að verki við að þrífa.....sem reyndar var nú örugglega nauðsynlegara í hýbílum mínum heldur en lærdómur....enda er bara þokkalega fínt í Grandanum núna þannig að vinsamlega komið ekki í heimsókn :o)

Lóa, Arna og Hildur komu í heimsókn í gærkvöldi.....við kíktum svo á Vegamót.....það var bara ágætt fyrir utan að það varð til þess að ég nennti ekki í skólann í morgun......en ég hætti að hafa jafn mikið samviskubit eftir að heyra í Lóu áðan....hún fór nefninlega ekki heldur!!

'Eg er alltaf að lenda í einhverju undarlegu....fyrst þetta með strákinn í sjoppunni (hægt að lesa þá sögu neðar) og svo í gærkvöldi var hringt í gemsann minn. Ég leit gleðiaugum á skjáinn (enda ekki oft sem ég fæ símhringingar á skikkanlegum tímum) .....númerið hafði ég ekki séð áður....spennandi......ég tók upp símann og svaraði og símtalið var á þessa leið.
Ég: Halló
Hringjandi: Já Halló hver er þetta?
Ég: Erla
Hringjandi: Hvað segirðu er þetta Erla?
Ég: Já þetta er Erla
Hringjandi: Nú Erla María
'Eg: Já
Hringjandi: Erla María Lárusdóttir?
Ég: Jájá
Hringjandi (hikandi): Nú..já...heyrðu alltí lagi fyrirgefðu skakkt númer!!!

Mjög dularfullt símtal!!!

J'a svo er Airwaves komið í fullan gang....verð að tékka hvort það er ekki eitthvað skemmtilegt á dagskránni í kvöld ef ég skyldi vera fyrir norðan alla helgina......en annars verð ég að fara að sækja Lóu núna...hún er læst úti og þarfnast björgunar!!

þriðjudagur, október 14, 2003

Fékk heimsókn í gær frá Örnu...með hvítvín :o) ...ég reyndar bauð henni í heimsókn enda vissi égað hún ætti hvítvín...haha!!Og svo kom Lóa heim frá Köben og hringdi og kom með ´hluta af fríhafnartollinum sínum -- jamm það var semsagt bara stuð í gærkvöldi....ekkert svínarí sko enda er það nú ekki okkar stíll!!!! Ræddum málefni líðandi stundar og annað mikilvægt...t.d. Survivor....Rupert is our guy...algert yndi og töffari og mest sexy gæinn á eyjunni!!!!

Annars eruð þið flestöll mjög leiðinleg.....nei sko bara sum....þeir vita það sem eru það ekki!!! Eða sko vonandi!!!

Er að reyna ákveða helgina......sko í boði er Óvissuferð félagsráðgjafar sem endar samt aftur hér í bænum......halda afmælispartý fyrir Villa (held hann vilji það samt ekki þannig að það er eiginlega ekki í boði!!)....fara út að borða.....eða keyra norður til múttu að skoða nýja kútinn hennar (hvolpinn sko...mamma er eiginlega komin af barneignaraldri).....þetta eru mjög erfiðar ákvarðanir.....en það er víst hluti af þroskanum og lífinu að takast á við erfiðar ákvarðanir sem þessar þegar maður stendur frammi fyrir þeim!!!!

æi ég er farin að borða með örnu og Lóu.....þær eru einu manneskjurnar sem nenna að eiga einhver samskipti við mig...... :o( þær eru samt mjög skemmtilegar þannig að það er eiginlega barasta alltílæi!!!

mánudagur, október 13, 2003

Helgin tókst með ágætum eindæmum sæmilega vel. Á föstudaginn var Partý ársins í Framsóknarsalnum þar sem fimm félagsvísindaskor fjölmenntu í dans, karókí og bjórdrykkjukeppni. Það þarf vart að taka það fram að fyrir Sálfræðina tók hin margfræga Inga Guðrún Kristjánsdóttir þátt og fyrir félagsráðgjöfina Hildigunnur Magnúsdóttir....þær stóðu sig einstaklega vel báðar tvær en þó dugði árangurinn ekki til sigurs sem fór til Stjórnmálafræðinnar!!!! Eftir að hafa torgað nokkrum köldum hjá Framsókn kíktum við Arna í partý hjá vinnunni minni.....þar var boðið upp á kampavín og eftir dágóðan tíma í spjalli héldum við öll á Vegamót.....það var ekki gaman á Vegamótum......svo við fórum á 22....það var ágætt á 22...svo fórum við á Prikið til að hitta Nökkva og Villa....þá hafði að vísu smám saman tínst úr hópnum.....það var ekkert sérstakt á Prikinu...þannig að ég fór bara heim!!!!

Laugardagur
Vaknaði með eigi góðan verk í höfðinu.....aaaaa....ekki gott. Neyddi mig samt á fætur um hádegi til að hitta mömmu og Gumma......horfði á leikinn (ísland - þýskaland) ...sem hefði nú mátt vera betri og fór síðan heim tilbúin til að elda handa Villanum mínum....en nei nei......tilboði um glæsilegan mat var hafnað sökum seddu og vinnu....nú þá var að finna einhvern annan til að borða allan kjúklinginn með mér.......Arna þáði boðið með þökkum......Bjúgus var á leiðinni í annað matarboð og Hilmar ætlaði nú bara að elda sér sjálfur......hmmmm.......ætli hann treysti mér ekki sem matselju???!!!! EN jamm...kannski rétt hjá honum þettta kvöldið þar sem að kjúklingarétturinn var svo sterkur að það fannst varla bragð af honum fyrir sviða í hálsi og munni --- hehe --- jamm verður eitthvað öðruvísi næst. Seinna um kvöldið fórum við samt svo til Himma þar sem að Danni "rússi" var líka mættur.....og svo kom Golli og kíktí með okkur í bæinn (skýr. GOLLI=starfsmaður ræstingaþjónustunnar og nemi í líffræði) Tekin var hin undarlega ákvörðun (þegar um þettta fólk er að ræða) að fara EKKI á Vegamót...heldur beint á 22 þar sem kvöldið fór nú minnst í dans heldur bara rólegheit á neðri hæðinni - sem var bara mjög gott!! Fórum heim þegar dyraverðirnir byrjuðu að reka okkur út!!!

Sunnudagur
Á sunnudaginn svaf ég ......ALLAN daginn.......zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz fram að kvöldmat......tókum svo video og svo aftur að sofa!!!

fimmtudagur, október 09, 2003

what´s new??!! Jú í gærkvöldi fórum ég og Rúnni Júl, Sverrir Stormsker, Magga Stína, Jakob Frímann, Maggi Kjartans, Quarashi-strákarnir, Bjúgus, Villi veruleiki, Tony Pepperoni og hitt fræga fólkið á Sólon til að fagna með Jóhanni G. Jóhannssyni sem á þessa dagana 40 ára tónlistarafmæli. Í tilefni þess hafa Quarashi-gæjarnir staðið fyrir útgáfu af safndisk með hans skemmtilegustu lögum og í tilefni þessarar geisladiskaútgáfu vorum við stödd á Sólon þar sem boðið var upp á hvítvín og endalaust góðar snittur auk skemmtiatriða --- sem sagt bara ágætis kvöld fyrir utan allan troðning séð og heyrt og annarra fjölmiðla sem létu okkur vart í friði. Það fór líka svolítið í taugarnar á mér að þarna var líka staddur DJ - Kári sem eins og glöggir menn muna spilaði í hinu margfræga ERLU_ÖRNU afmæli í janúar en tókst ekki betur upp en að hann endaði hálf dauður á gólfinu og einhver vinkona hans þurfti að bjarga málunum......það þarf kannski ekki að taka það fram að síðan þá hef ég einungis séð hann dauðadrukkinn og gærkvöldið var engin undantekning þar frá!!!!
Reyndar var aðalástæðan fyrir veru okkar þarna sú að Villi var fenginn til að hanna diskinn.....so all of u go and buy it!!!!

ÓÞOLANDI
Nú þarf ég alltaf að koma hingað niðrí skóla til þess að fara á netið......þetta gengur svo hægt með skrifstofuna af því að það er engin símatenging inni í herberginu og símasnúran mín er ekki nógu löng til að ná allaleiðina .......þetta kallar því á verslunar ferð til þess að kaupa eitthvað sem ég man ekki hvað heitir og hvar fæst en ég man samt að bróðir minn sagði mér að kaupa það!!! Ef þið vitið um hvað ég er að tala endilega hafið samband!!!

Í DAG
ætla ég að fara að heimsækja nýjustu frænkuna mína -- hún Kolla litla frænka var nefnilega að eignast stelpu á mánudaginn!!!! Síðan´ætla ég að horfa á leiðarljós --- allt að gerast núna ...endalaus spenna!!!! Svo ætla ég að elda mér endalaust góðan og hollan pastarétt sem ég nennti ekki að elda í gær!!! Og svo og svo og svo þarf ég að hitta Kjartan, Hildigunni og Tryggva til að reyna að klára þetta yndislega þáttagreiningaverkefni sem við eigum að skila á morgun --- ef það tekst á hæfilega stuttum tíma er aldrei að vita nema ég láti sjá mig á einhverju kaffihúsi borgarinnar....svo ef þið ætlið að kíkka í bæinn í kvöld endilega látið mig vita!!!!

STULLI
og hans athugasemdir á eigin bloggi eiga stóran þátt í því að nú er ég búin að blogga tvo daga í röð og mun reyna mitt besta til að halda því áfram svo lengi sem ég nenni að koma hérna niðrí skóla og bíða eftir tölvu (sem gerist alltaf alltaf)... mér finnst bara að hann Stulli ætti þá að leggja sig fram við að kommenta og sjálfur vera duglegri að blogga :o) HA STULLI??!!!!

miðvikudagur, október 08, 2003

SVO ER AÐ SJÁLFSÖGÐU SVAÐALEGT DJAMM Á FÖSTUDAGINN ÞAR SEM AÐ FIMM GREINAR FÉLAGSVÍSINDADEILDARINNAR ÆTLA AÐ SLÁ SAMAN Í GLEÐSKAP Á HVERFISGÖTUNNI.......FRÍR BJÓR (FYRST).....ÓDÝR BJÓR OG SKOT (SÍÐAN)........DANS OG DRYKKJA LANGT FRAM Á KVÖLD!!!
Þá er ég komin aftur heim á klakann........yndislegt að anda að sér hreinu, köldu lofti aftur......og drekka kalt, hreint og óendanlega bragðgott vatn.....mmmmm að maður skuli yfirleitt láta sér detta svona vitleysu í hug eins og að fara til útlanda þegar við vitum hvað allt er gott og frábært og yndislegt á Íslandi!! Nema kannski veðrið og verðið á bjór...víni....mat....fötum......og svo eru "second hand" búðirnar búnar að sprengja verðið á sínum "second hand" fötum sem eru saumuð mörg hver á Hvammstanga...upp í eitthvað Sautján price --- ótrúlegt!!!

Hef nú ekki gert neitt merkilegt svo sem síðan ég kom ( sem var á mánudagseftirmiðdag)......drekka rauðvín með Örnu og Lóu......reyna að laga til í rústunum sem voru heimahjá mér þegar ég kom heim.......allt í einu voru komin einhver handklæði heim til mín sem ég hef aldrei séð áður og veit ekkert hvernig komust þangað --- skrifstofan fer að verða til...þarf bara að kaupa einhverjar hillur fyrir allar þessar bækur sem maður á að vera að lesa......
Ég eyddi líka smá tíma áðan í að henda úr í sskápnum ýmiss matvælum sem af einhverjum ástæðum höfðu staðið óáreittar í ísskápnum í a.m.k. rúmlega tvær vikur og voru annað hvort farin að lykta óæskilega eða höfðu þróað með sér útlit sem ekki hæfir ísskápnum mínum ------ eftir þessa ísskápslosun komst ég að því að ég átti ekkert ætt....nema hamborgarasosu og pestó --- ákvað að það dygði ekki lengi svo ég skellti mér í Bónus og keypti brauð svo ég gæti notað sósurnar!!!!!


DULARFULLA MYNDATAKAN OG HIN ERLANÍ gær læddist að mér grunur að ólöglegir og dularfullir atburðir gætu hafa átt sér stað í fjarveru minni. Þannig var mál með vexti að ég brunaði á bláu skutlunni minni á Njálsgötuna til hennar Lóu til að reyna að klára verkefni fyrir aðferðafræði III --- nú þar sem mig grunaði að Lóa ætti ekki mikið matarkyns í ´híbýlum sínu skundaði ég yfir götuna í videoleiguna til að kaupa smá nammi --- sem er mjög nauðsynlegt heilafæði þegar klára skal verkefni!! Nú þegar ég geng inn er töluvert af fólki á undan mér....eftir að hafa skimað hratt og örugglega yfir staðinn tók ég eftir að tveir ungir menn stóðu við einn spólurekkann og annar þeirra horfði á mig --- ekki hugsaði ég mikið um það heldur beið enn eftir afgreiðslu -- að lokum var komið að mér og á meðan gráhærði videoleigu eigandinn skóflaði upp blandípoka fyrir mig kom strákurinn sem áður hafði verið að horfa á mig og stillti sér upp við hliðina á mér......nú allt í lagi með það og þarna stóð hann í nokkra stund. SKYNDILEGA var pikkaði í öxlina á mér.....ég leit við og sá að "pikkarinn" var áðurnefndur strákur.....nú hann brosir og spyr hvort ég heiti ekki Erla .......að sjálfsögðu svara ég játandi (enda ekki vön að ljúga að ókunnugum nema þeir séu ölvaðir) strákurinn virðist voða glaður yfir því að ég heiti Erla og brosir mikið........ég var nú ekki alveg með á nótunum og hvað þá þegar hann spyr hvort ég virkilega muni ekki eftir sér........ég svara því neitandi enda hef ég aldrei séð þennan strák áður.....þá tilkynnir hann mér að ég hafi verið heima hjá honum tveimur kvöldum áður!!!!!! Þá var ég alveg lost og sagði að það gæti nú ekki verið.........hann vildi nú ekki viðurkenna það og minnti mig enn frekar á að ég hefði verið með honum og "Ingó" að taka myndir...........ég sagði honum nú enn og aftur að hann væri eitthvað að missskilja því að ég hefði nú bara ekki verið á landinu það kvöld!!! Greyið strákurinn ætlaði nú varla að trúa þessu og spurði mig aftur og aftur hvort ég héti samt ekki örugglega Erla.........ég sagði honum jú en alveg pottþétt ekki sú Erla sem hann var að tala um ----- og þarna stóðum við tvö bæði jafn rugluð á þessu þangaði til ég hafði klárað viðskipti mín og fór út!!! Hmmmm hvernig myndir ætli þau hafi samt verið að taka???? :o)
Ég tel því að skuggalegar klónunar tilraunir hafi verið gerðar í fjarveru minni og líkamsvefir úr mér notaðir til þess......ef eitthvert ykkar man eftir að hafa hitt mig á djamminu í Reykjavík á MEÐAN ég var erlendis...vinsamlegast láti mig vita!!!!!

föstudagur, október 03, 2003

Jess my darlings.......ferdasagan hefur ekki alveg verid ad skila ser eins og til stod en tad a nu sinar afar edlilegu skyringar ---- eg var einfaldlega bara of lot til tess...hehe!! EN svona i stutt/longu mali ta forum vid semsagt til Kroatiu eftir trja daga i Ljublijana....Eg, Villi, Arni og Matjas!! Ferdin hofst med stoflun farangurs og manna i litla...sko pinu litla Suzukiinn hans Matta....hann er sko mjog litill og tvi mjog litid plass fyrir folk i aftursaetinu en vid letum okkur hafa tad og logdum af stad i sol og blidu....og keyrdum og keyrdum og keyrdum svo enn meira...tad er nefninlega langt a strondina i Kroatiu!! Og mer fannst enn lengra en tad var tvi fyrir bilhraedda mannsveskju eins og sjalfa mig (eins og margir vita ad eg er) ta var tetta hraedilegasta bilferd daudans......eg mun ekki maela med tvi vid neinn ad fa ser Slovenskan eda Kroatiskan bilstjora...teir eru allir kolbrjaladir.....tid sem komud til Porto Roz her um arid mundid lika kannski eftir ollum beygjunum i rutuferdinni....ja tad var ekki neitt midad vid allar beygjurnar sem vid tokum i tessari ferd......og eg mun aldrei keyra tetta aftur!!! En jamm og ja tratt fyrir tessa skelfilegu bilferd ta komumst vid heilu og holdnu til Split tar sem vid tokum ferju a eyjuna okkar ---- eftir niu tima ferdalag og hraedslu og svengd var haldid beint i bolid!!
Tarna vorum vid svo i otrulega fallegum litlum bae....med otrulega fallegar strendur og endalaust taeran sjo med fullt af skrautlegum litlum fiskum i!! Svo atti natturulega ad taka tetta allt med trompi og skoda naesta nagrenni tannig ad Erla og ferdafelagar foru ad leigja ser Scootera......eg vil taka tad fram ad Erla hefur aldrei keyrt svoleidis taeki eins og baejarbuar tarna fengu ad kynnast stuttu sidar!! Nefninlega eftir tvo dett....annad mjog glaesilegt.....nokkra marbletti....kulur....skramur og blod var akvedid ad Erla vaeri ekki haefur okumadur a Scooter og vard tvi ad saetta sig vid ad vera fartegi afganginn af deginum!!! En hun mun ekki gefast upp.....og lysir tvi her med eftir vespu eiganda sem vill leggja sig i lima vid ad kenna henni "the art of riding a Scooter"!!!

Nu tarna vorum vid i Kroatiu i c.a. viku......mikid spilad.....mikid pool-ad.......mikid etid....mikid solad....og eitthvad pinulitid var nu drukkid!!!! Annars hef eg ihugad ad gerast bindindismanneskja.....sko ihugad!!!

Nuna erum vid samt komin aftur til Ljubljiana........byrjudum gaerkvoldid rolega i bjor og pool og svona gaman saman...en svo lokadi nu tar klukkan eitt en vid i svona svaka studi og fundum nyjan klubb rett hja okkur tar sem ad studid helt afram til ad verda sex i morgun!!!!! Tannig ad nuna...tegar klukkan er rumlega fjogur....ehemmm ta erum vid rett ad skrida a faetur :) Aetlum ad kikka nidri bae..fa okkur eitthvad ad borda og kannski reyna ad kaupa eitthvad :o) og tar sem eg er ad farast ur hungri held eg ad eg lati bara stadar numid i blogginu og reyni ad redda malunum
love u all....mussi mussi muss......