miðvikudagur, október 22, 2003

haha nú er virkilega farið að styttast í helgina.....hún byrjar næstum því á morgun....sko á morgun það er ótrúlega stutt þangað til.......bara læra smá ...horfa á leiðarljós......borða.....horfa á eina vídjóspólu og svo er bara að fara snemma að sofa því ´þá er miklu fyrr komin helgi!!!

En allavegana þá var mér boðið í matarboð í gær eins og alþjóð veit........magnaður þriggja rétta dinner með kóki og diskóljósum við nýja borðstofuborðið hennar Fíu systur. Reyndar varð matarboðið til þess að ég missti af Queer eye for a straight guy sem ég var búin að hlakka svo til að horfa á.......kíki kannski í Pálmaristan til að horfa á það næst!!!
Fékk lánaðar nokkrar DVD myndir hjá J'oa og Soffíu.....alla Taken þættina þar á meðal......já horfði svo mikið á það í gærkvöldi að í nótt vaknaði ég við einhverja skruðninga frammi og var staðráðin í því að þar væri á ferð innbrotsþjófur eða illskeytt geimvera. En í morgun þegar ég fór fram sá ég ummerki um hvorugt og verð því að gera ráð fyrir að Lotta hafi staðið fyrir þessum ólátum....en seinast ´þegar ég vissi þá lagði hún nú ekki í vana sinn að hvísla fyrir utan svefnherbergisgluggann!!!

Í gær frétti ég að fyrir tveimur vikum hefði pabbi upplýst c.a. 7 ára gamalt glæpamál. Þannig var nebblega mál með vexti að á meðan á einni skíðaferð okkar í Austurríki stóð var brotist inn í húsið okkar heima á Skagó. Engu stolið svo sem....bara rótað í dóti og allar vínflöskurnar opnaðar...sumar drukknar aðrar ekki!! Nú lögreglan var að sjálfsögðu kvödd á staðinn en athuganir hennar skiluðu engum árangri (gengur sko ekki jafn vel og í CSI þarna heima) Nema hvað svo fyrir tveim vikum síðan er pabbi á gangi í Kringlunni og að honum labbar ungur maður og biður um að fá að ræða við hann einslega. Þar viðurkennir hann fyrir pabba að hafa verið annar af tveimur sem höfðu brotist inn til okkar þarna um árið --- c.a. 7 árum seinna!!!!!! Pabbi hélt að drengurinn væri svona útúrdópaður (eins og fyrr reynsla hefur sýnt stundum í hans tilfelli) að honum hefði bara dottið í hug að láta þetta út úr sér. Mér tókst þó að láta hann vita af því að þessi ungi maður er fyrir alllöngu búinn að fara í meðferð og þessi játning væri að öllum líkindum liður í skrefakerfi meðferðarinnar --- sem mér skilst í dag (af meðferðarfróðu vinkonu minni) að sé!!! Gott hjá honum!!!

Jamm plan helgarinnar er að sjálfsögðu að fagna tímamótum í lífi minnar elsku vinkonu Örnu sem er að útskrifast sem viskiptafræðingur....mjög merkilegt nokk!!! Góðir vinir gleðjast með góðum vinum!!! Þessi fögnun verður á laugardag. Föstudagurinn er því enn nokkuð frjálslega skipaður. Svo var Hilmar fjallahetja að bjóða mér í Esju-göngu á laugardeginum.......er nú enn að hugsa það mál......þolið gæti verið í lágmarki.....en þó seinast þegar ég fór í fjallgöngu með þaulvönu fólki var ég hvorki meira né minna fyrst á toppinn!!! Aldrei að vita nema ég skelli mér ef veður og heilsa leyfir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home