mánudagur, október 27, 2003

oh þá er helgin búin og alvara lífsins tekin við.......*andvarp*........ég byrjaði náttúrulega alvöru lífsins með því að mæta of seint í skólann í dag......missti af tíma hjá myndarlega aðferðafræðikennaranum!!! Mér er farið að leiðast í félagsfræði....myndi vilja skipta þeim tímum út fyrir fleiri stjórnmálafræðitíma....það væri almennilegt!!!

Helgin var bara fín.....rólegt föstudagskvöld yfir sjónvarpinu.......fór svo í kringluna á laugardaginn að reyna að kaupa ekki neitt.....það var mjög erfitt.....en mér tókst það samt!!! :o) Átti svo að fara í útskriftarveislu hjá frænku minni....en svo var henni bara aflýst einn tveir og þrír og ég veit ekkert út af hverju. En fékk nú að mæta til Örnu um kvöldið þar sem að ég, Villi, Himmi og Herdís, Anton og svo náttúrulega Arna sötruðum bjór og kjöftuðum. Upp úr miðnætti var kominn tími til að skella sér í bæinn......mættum bara snemma á Vegamót og fengum "ótrúlegtensatt" borð sem varð til þess að stoppið á Vegamótum varð mun lengra en vaninn er. Svo voru náttúrulega úrvals barþjónar að vinna eins og Gunni og Ommi....
Eftir að hafa setið einn heima í sorg og sút yfir sjónvarpinu mætti svo Danni á svæðið. Eftir nægan tíma á Vegamótun lá leiðin á Celtic en bara í pissustopp því þar voru engin borð. Villi hafði látið sig hverfa en mætti nú aftur með brotna tönn!!!! Arna varð skynilega ofurölvi og þurfti mikinn stuðning þar til að bjargvætturinn mætti á svæðið til að fylgja henni heim. Seinasti viðkomustaður þetta kvöldið varð svo náttúrulega 22........þó voru engir rokktilburðir sýndir þetta kvöldið.....bara bjór og rólegheit!! Veit ekki alveg hvenær ég kom heim þennan morgun en það er allavegana langt síðan ég hef haldið svona lengi út!!!
Bestu fréttir helgarinnar eru þó að lögreglan hafði engin afskipti af mér á nokkurn hátt...ég er því ekki stödd í fangelsi eða á yfir mér kæru --- allavegana ekki ennþá!!!

Ég vil þakka:
1)Örnu fyrir heimboðið
2)Jóa fyrir að linka loksins á mig
3)Himma og Herdísi fyrir að sýna samstöðu í verki
4)Latabæ fyrir orkuátakið
5)Ingu fyrir hjartnæm skilaboð á sunnudagsmorgni
6)og öllum öðrum sem breyttu lífi mínu um helgina...sumir til hins betra...aðrir til hins verra!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home