föstudagur, október 24, 2003

Sko nú er strax komin helgi...sagði ykkur að það væri stutt í hana -- frábært. Held samt að ég ætli ekki að gera neitt í kvöld....jú nema kannski horfa á fleiri Taken þætti......get bara ekki hætt að horfa....í gær var ég næstum því ....sko bara næstum því hætt við að fara fagna ammælinu hennar Rebekku svo ég gæti horft á fleiri þætti!! En af því að ég er náttúrulega svo góð vinkona þá fór ég auðvitað!!!

Ég vil hvetja allar single stelpur að mæta í Aðferðafræði III tíma á mánudaginn.....kennarinn okkar er nefninlega mjög efnilegur og myndarlegur og ungur aðlaðandi maður. Hef nú ekki enn komist að því hvort hann er að auki piparsveinn...en ef ekki þá eru til ýmiss ráð við því......hmm hann er einmitt með viðtalstíma núna kannski ég fari bara og spurji hann --- til hvers eru viðtalstímarnir ef ekki til að veita upplýsingar um hluti sem tengjast náminu.....ég meina hann er kennarinn minn og tengist þar af leiðandi náminu mjög mikið. Skráning í skoðunarferð í Aðferðarfræði fer fram í gsm-símanum mínum alla helgina á hvaða tíma sólarhrings sem er!!!

Nú svo vil ég auðvitað minna alla á að Arna er að fara að útskrifast á morgun --- vei vei vei --- og er planið að fagna vel og lengi annað kvöld....nánari upplýsingar fást hins vegar ekki nema símleiðis til að forðast hagsmunaárekstra. Hún er líka að fara í Sálfræðipróf á morgun...já og Inga líka --- good luck beibís!!!

Ef að einhver á 200.000 kall á lausu þá er hann vel þeginn því ég þarf eiginlega að kaupa mér Bengal læðu sem ekki er búið að gelda!!

Svo vantar mig líka einhvern með stöð 2 til að vera vinur/vinkona í kvöld svo ég geti horft á IDOL
Svo vantar mig líka einhvern með afburðarhæfileika í SPSS-forritinu til að hjálpa mér og Lóu að gera verkefni hjá sæta kennaranum okkar.

Mér finnst að auki að...
1)Valdi "the invisible man" ætti að fara að blogga aftur....
2)Að Jói Krói eigi að linka mig á síðunni sinni
3)Að Himmi eigi að blogga meira....þó að myndir segja meir en mörg orð
4)Að systir mín eigi að skila queen-size gestarúminu sínu aftur heim til mín
5)Að allir ættu að hringja í Egil danska...því hann er á landinu um helgina
6)Að Ída og Svanhildur eigi að skrifa mér E-mail....Ragnhildur svaraði strax...4 * fyrir það
7) ýmislegt fleira mætti lagfæra.

Eins og athugulir og aðrir hafa kannski tekið eftir eða vita að þá hefur rækt við líkama og sál látið á sér standa í lífi mínu síðustu árin. Eftir fjölda ára í íþróttasviðsljósinu og stórkostlegan feril lagði ég hreyfingu á hilluna í 1.bekk í menntó. Fyrir tveimur árum stóð nú til að bæta úr þessu og ég fékk mér árskort í Baðhúsinu......kortið notaði ég fimm sinnum og svo var það bara allt í einu runnið út!! En nú hafa gulu fljúgandi pöndurnar sannfært mig um að minn tími sé kominn.......og þegar gulu fljúgandi pöndurnar segja manni að gera eitthvað þá gerir maður það. Þannig að frá og með næstu viku mun gettóhóran venja komur sínar í fínustu ræktina í bænum Planet City (World Class Austurstræti) og hlaupa og svitna og hjóla og lyfta með nafntoguðustu mönnum Reykjavíkur.
Þakkir fyrir það fær Veruleiki - Garðastræti sem styrkir þetta framtak mitt!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home