fimmtudagur, október 09, 2003

what´s new??!! Jú í gærkvöldi fórum ég og Rúnni Júl, Sverrir Stormsker, Magga Stína, Jakob Frímann, Maggi Kjartans, Quarashi-strákarnir, Bjúgus, Villi veruleiki, Tony Pepperoni og hitt fræga fólkið á Sólon til að fagna með Jóhanni G. Jóhannssyni sem á þessa dagana 40 ára tónlistarafmæli. Í tilefni þess hafa Quarashi-gæjarnir staðið fyrir útgáfu af safndisk með hans skemmtilegustu lögum og í tilefni þessarar geisladiskaútgáfu vorum við stödd á Sólon þar sem boðið var upp á hvítvín og endalaust góðar snittur auk skemmtiatriða --- sem sagt bara ágætis kvöld fyrir utan allan troðning séð og heyrt og annarra fjölmiðla sem létu okkur vart í friði. Það fór líka svolítið í taugarnar á mér að þarna var líka staddur DJ - Kári sem eins og glöggir menn muna spilaði í hinu margfræga ERLU_ÖRNU afmæli í janúar en tókst ekki betur upp en að hann endaði hálf dauður á gólfinu og einhver vinkona hans þurfti að bjarga málunum......það þarf kannski ekki að taka það fram að síðan þá hef ég einungis séð hann dauðadrukkinn og gærkvöldið var engin undantekning þar frá!!!!
Reyndar var aðalástæðan fyrir veru okkar þarna sú að Villi var fenginn til að hanna diskinn.....so all of u go and buy it!!!!

ÓÞOLANDI
Nú þarf ég alltaf að koma hingað niðrí skóla til þess að fara á netið......þetta gengur svo hægt með skrifstofuna af því að það er engin símatenging inni í herberginu og símasnúran mín er ekki nógu löng til að ná allaleiðina .......þetta kallar því á verslunar ferð til þess að kaupa eitthvað sem ég man ekki hvað heitir og hvar fæst en ég man samt að bróðir minn sagði mér að kaupa það!!! Ef þið vitið um hvað ég er að tala endilega hafið samband!!!

Í DAG
ætla ég að fara að heimsækja nýjustu frænkuna mína -- hún Kolla litla frænka var nefnilega að eignast stelpu á mánudaginn!!!! Síðan´ætla ég að horfa á leiðarljós --- allt að gerast núna ...endalaus spenna!!!! Svo ætla ég að elda mér endalaust góðan og hollan pastarétt sem ég nennti ekki að elda í gær!!! Og svo og svo og svo þarf ég að hitta Kjartan, Hildigunni og Tryggva til að reyna að klára þetta yndislega þáttagreiningaverkefni sem við eigum að skila á morgun --- ef það tekst á hæfilega stuttum tíma er aldrei að vita nema ég láti sjá mig á einhverju kaffihúsi borgarinnar....svo ef þið ætlið að kíkka í bæinn í kvöld endilega látið mig vita!!!!

STULLI
og hans athugasemdir á eigin bloggi eiga stóran þátt í því að nú er ég búin að blogga tvo daga í röð og mun reyna mitt besta til að halda því áfram svo lengi sem ég nenni að koma hérna niðrí skóla og bíða eftir tölvu (sem gerist alltaf alltaf)... mér finnst bara að hann Stulli ætti þá að leggja sig fram við að kommenta og sjálfur vera duglegri að blogga :o) HA STULLI??!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home