fimmtudagur, október 16, 2003

Ég er aumingi..ég veit það...þarf engan til að segja mér það!! Nennti ekki á fætur í morgun til að fara í Afbrotafræði....vaknaði um hádegi með tiltölulega mikið samviskubit og hugsaði með mér að nú þyrfti´ég nú að fara að læra. En neibbs....það gerðist nú ekki.....í staðinn stóð ég sjálfa mig að verki við að þrífa.....sem reyndar var nú örugglega nauðsynlegara í hýbílum mínum heldur en lærdómur....enda er bara þokkalega fínt í Grandanum núna þannig að vinsamlega komið ekki í heimsókn :o)

Lóa, Arna og Hildur komu í heimsókn í gærkvöldi.....við kíktum svo á Vegamót.....það var bara ágætt fyrir utan að það varð til þess að ég nennti ekki í skólann í morgun......en ég hætti að hafa jafn mikið samviskubit eftir að heyra í Lóu áðan....hún fór nefninlega ekki heldur!!

'Eg er alltaf að lenda í einhverju undarlegu....fyrst þetta með strákinn í sjoppunni (hægt að lesa þá sögu neðar) og svo í gærkvöldi var hringt í gemsann minn. Ég leit gleðiaugum á skjáinn (enda ekki oft sem ég fæ símhringingar á skikkanlegum tímum) .....númerið hafði ég ekki séð áður....spennandi......ég tók upp símann og svaraði og símtalið var á þessa leið.
Ég: Halló
Hringjandi: Já Halló hver er þetta?
Ég: Erla
Hringjandi: Hvað segirðu er þetta Erla?
Ég: Já þetta er Erla
Hringjandi: Nú Erla María
'Eg: Já
Hringjandi: Erla María Lárusdóttir?
Ég: Jájá
Hringjandi (hikandi): Nú..já...heyrðu alltí lagi fyrirgefðu skakkt númer!!!

Mjög dularfullt símtal!!!

J'a svo er Airwaves komið í fullan gang....verð að tékka hvort það er ekki eitthvað skemmtilegt á dagskránni í kvöld ef ég skyldi vera fyrir norðan alla helgina......en annars verð ég að fara að sækja Lóu núna...hún er læst úti og þarfnast björgunar!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home