mánudagur, október 20, 2003

Þá er enn ein helgin búin og þá er bara að bíða eftir næstu!!! Er búin að lofa að vera heima sko nefninlega þá.....heima sko hér í Reykjavík af því að hún Arna mín er að útskrifast úr viðskiptafræðinni og sem vinkona þarf ég að rækja skyldur mínar í svoleiðis aðstöðu og djamma með henni í tilefni dagsins --- sem er auðvitað ekkert nema gott mál!!

En allavegana helgin var fín.....as u know fór ég til múttu á föstudaginn og kom aftur heim á laugardaginn....Villi átti afmæli í gær og í tilefni þess var haldið smá gathering hjá honum. Ég, Arna, Sibba, Ingibjörg og ? (vinkona Ingibjargar) fórum svo aðeins til Stulla og Himma (4-play hverfisgötu)....þaðan á Vegamót (sem er óskiljanlegt val hjá okkur svona um helgi en kannski er þetta bara vani af því að við þurfum ekki að bíða í röð)......Vegamótu voru semsagt ekkert að gera sig þetta laugardagskvöldið.....reyndar finnst mér helgar þarna yfirleitt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Stulli er einmitt með mjög góða skýringu á því á blogginu sínu núna. Ég lét mig því hverfa og hélt á braut rokksins = 22 þar sem að Villi og félagar voru mættir. Jú þar var nú mun áhugaverðara og skemmtilegra líf en sökum þess hversu mikið magn af drykkjum rann um æðar mínar hélt ég ekki lengi út. Hringdi á Hössa - nýja leigubílstjórann minn og hann skutlaði okkur heim. Þegar heim kom hafði okkur verið úhýst úr okkar eigin hýbýlum. Pabbi hafði hertekið eina rúmið heima hjá mér....Árni sófann hjá Villa og Halli hafði hreinlega lognast út af í rúminu!! Ekki skemmtileg heimkoma.....en við náðum að redda okkur og gistum í Flyðrugranda 18 -- gott að eiga góða að!!

Gærdagurinn var svo bara vídjó...pizza...bíó (intolerable cruelty...betri mynd en trailerinn sýnir!!)....meira vídjó og rúmið!!

Jebb ágætis helgi svo sem..........samt án efa hægt að gera betur næst!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home