miðvikudagur, október 08, 2003

Þá er ég komin aftur heim á klakann........yndislegt að anda að sér hreinu, köldu lofti aftur......og drekka kalt, hreint og óendanlega bragðgott vatn.....mmmmm að maður skuli yfirleitt láta sér detta svona vitleysu í hug eins og að fara til útlanda þegar við vitum hvað allt er gott og frábært og yndislegt á Íslandi!! Nema kannski veðrið og verðið á bjór...víni....mat....fötum......og svo eru "second hand" búðirnar búnar að sprengja verðið á sínum "second hand" fötum sem eru saumuð mörg hver á Hvammstanga...upp í eitthvað Sautján price --- ótrúlegt!!!

Hef nú ekki gert neitt merkilegt svo sem síðan ég kom ( sem var á mánudagseftirmiðdag)......drekka rauðvín með Örnu og Lóu......reyna að laga til í rústunum sem voru heimahjá mér þegar ég kom heim.......allt í einu voru komin einhver handklæði heim til mín sem ég hef aldrei séð áður og veit ekkert hvernig komust þangað --- skrifstofan fer að verða til...þarf bara að kaupa einhverjar hillur fyrir allar þessar bækur sem maður á að vera að lesa......
Ég eyddi líka smá tíma áðan í að henda úr í sskápnum ýmiss matvælum sem af einhverjum ástæðum höfðu staðið óáreittar í ísskápnum í a.m.k. rúmlega tvær vikur og voru annað hvort farin að lykta óæskilega eða höfðu þróað með sér útlit sem ekki hæfir ísskápnum mínum ------ eftir þessa ísskápslosun komst ég að því að ég átti ekkert ætt....nema hamborgarasosu og pestó --- ákvað að það dygði ekki lengi svo ég skellti mér í Bónus og keypti brauð svo ég gæti notað sósurnar!!!!!


DULARFULLA MYNDATAKAN OG HIN ERLANÍ gær læddist að mér grunur að ólöglegir og dularfullir atburðir gætu hafa átt sér stað í fjarveru minni. Þannig var mál með vexti að ég brunaði á bláu skutlunni minni á Njálsgötuna til hennar Lóu til að reyna að klára verkefni fyrir aðferðafræði III --- nú þar sem mig grunaði að Lóa ætti ekki mikið matarkyns í ´híbýlum sínu skundaði ég yfir götuna í videoleiguna til að kaupa smá nammi --- sem er mjög nauðsynlegt heilafæði þegar klára skal verkefni!! Nú þegar ég geng inn er töluvert af fólki á undan mér....eftir að hafa skimað hratt og örugglega yfir staðinn tók ég eftir að tveir ungir menn stóðu við einn spólurekkann og annar þeirra horfði á mig --- ekki hugsaði ég mikið um það heldur beið enn eftir afgreiðslu -- að lokum var komið að mér og á meðan gráhærði videoleigu eigandinn skóflaði upp blandípoka fyrir mig kom strákurinn sem áður hafði verið að horfa á mig og stillti sér upp við hliðina á mér......nú allt í lagi með það og þarna stóð hann í nokkra stund. SKYNDILEGA var pikkaði í öxlina á mér.....ég leit við og sá að "pikkarinn" var áðurnefndur strákur.....nú hann brosir og spyr hvort ég heiti ekki Erla .......að sjálfsögðu svara ég játandi (enda ekki vön að ljúga að ókunnugum nema þeir séu ölvaðir) strákurinn virðist voða glaður yfir því að ég heiti Erla og brosir mikið........ég var nú ekki alveg með á nótunum og hvað þá þegar hann spyr hvort ég virkilega muni ekki eftir sér........ég svara því neitandi enda hef ég aldrei séð þennan strák áður.....þá tilkynnir hann mér að ég hafi verið heima hjá honum tveimur kvöldum áður!!!!!! Þá var ég alveg lost og sagði að það gæti nú ekki verið.........hann vildi nú ekki viðurkenna það og minnti mig enn frekar á að ég hefði verið með honum og "Ingó" að taka myndir...........ég sagði honum nú enn og aftur að hann væri eitthvað að missskilja því að ég hefði nú bara ekki verið á landinu það kvöld!!! Greyið strákurinn ætlaði nú varla að trúa þessu og spurði mig aftur og aftur hvort ég héti samt ekki örugglega Erla.........ég sagði honum jú en alveg pottþétt ekki sú Erla sem hann var að tala um ----- og þarna stóðum við tvö bæði jafn rugluð á þessu þangaði til ég hafði klárað viðskipti mín og fór út!!! Hmmmm hvernig myndir ætli þau hafi samt verið að taka???? :o)
Ég tel því að skuggalegar klónunar tilraunir hafi verið gerðar í fjarveru minni og líkamsvefir úr mér notaðir til þess......ef eitthvert ykkar man eftir að hafa hitt mig á djamminu í Reykjavík á MEÐAN ég var erlendis...vinsamlegast láti mig vita!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home