föstudagur, október 17, 2003

Ég hafði hugsað mér að vera dugleg að sækja Airwaves þetta árið...eitthvað er sú áætlun að fara úr böndunum. Á miðvikudaginn enduðum við bara á Vegamótum....í gærkvöldi ætlaði ég nú að bæta úr því. Byrjaði kvöldið á að elda Lasagna og opna rauðvínsflösku fyrir mig og Villa..voða rómó....hann gaf mér líka blóm...hann er svo sætur í sér strákurinn ;o) En svo fórum við að spila Trivial.....og Arna kom (sem kemur í rauninni ekki á óvart!!) og við fengum okkur smá öl.....og horfðum á Bachelor (sem gladdi hjarta mitt mjög af því að hann rak ljóshærðu músartíkina burtu).....en allavegana svo fórum við bara aftur í Trivial. Og þegar það var búið var klukkan að verða tvö...öll airwaves dagskrá búin það kvöldið og við farin að verða vör við smávegis áhrif af alkahólinu!! Þannig að það fóru bara allir í háttinn....Arna gisti bara í stofunni og hefur að eigin sögn næstum aldrei sofið betur!!!

Það var framaðhádegisvefn í dag eins og marga aðra daga....svo skóli og svo dreif ég mig bara norður til mömmu, Gumma og Spora nýja hálfbróður míns (hann er btw. óendanlega myndarlegur eins og náttúrulega öll fjölskyldan) Tók Sólveigu Rán með mér líka.

En örvæntið ekki þótt að ég hafi nú skroppið úr bænum....á bláu skutlunni minni er þetta engin stund og tíminn flýgur þannig að ég ætla bara að bruna í bæinn aftur á morgun (laugardag) og tjútta fram á rauðan morgun með öllum sem hafa sömu áform......so prepare for the ghettowhore´s comeback in Reykjavík-city...the darkest city of all.....city of scums...city of evil.....the city we nightcrawlers love!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home