fimmtudagur, janúar 30, 2003

Já annars er ég víst að fara á Tónlistarverðlaunahátíð Undirtóna og Radio X........já ég og hitt fræga fólkið ætlum aðeins að hittast þarna og bera saman bækur okkar... fagna sigrum og skála!! Ef einhver skyldi ekki vita það þá er hljómsveitin mín að sjálfsögðu tilnefnd sem besta HeavyMetal band ársins - efast engan veginn um að okkar er sigurinn....og þá er ykkur líka öllum boðið í partý!!!! Vúhú......
'O MÆ GOD!!!
Dagurinn í dag byrjaði nú ósköp eðlilega.....ég bara svona róleg í skapinu eins og alltaf :o) kom mér á fætur eldsnemma í morgun og fór í skólann eins og góðum háskólanemum sæmir!! Nema hvað í síðasta tímanum frétti ég að það væri hádegisfundur á vegum Vöku í Odda með yfirskriftinni Raunsæi eða Rasismi eða eitthvað á þá leiðina. Nýkomin úr tíma um fjölmenningu á Íslandi ákvað ég náttúrulega að skella mér á fundinn. Þar voru mælendur Þórlindur (sem allir vita hver er).. Þórunn (minnir mig) frá Samfylkingunni og svo formaður þjóðernissinna á Íslandi Hlynur Freyr og einhver ónefndur félagi hans. Ég bjóst auðvitað við því að verða uppfull af reiði og vanþóknun í garð þjóðernissinnanna ........jú sem ég og varð eeeeennnnnn ég get nú ekki sagt annað en ég hafi vorkennt þeim. Í gegnum málflutning þeirra skein ekkert nema fordómar og fáfræði.....ja ef málflutning má kalla ------- ef þessir menn ætla einhvern tímann að ætla að REYNA að láta menntað og meðvitað fólk taka mark og hlusta á það sem þeir vilja fram færa ættu þeir fyrst að fara á nokkur framsögu og rökræðu námskeið. Þeim kemst engan veginn að koma því til skila sem þeir eru að reyna.......held þeir hafi varla skilið sumar spurningarnar sem fyrir þá voru bornar......allavegana ekki sum orðin! Mönnum varð eitthvað tíðrætt um mannréttindarsáttmála.....hagkerfið.....og annað sem málinu við kom og þegar einni spurningu um þau málefni var varpað til þeirra félaga voru svörin eitthvað á þá leið að við gætum nú svo sem endalaust talað um mannréttindi, hagkerfi og önnur svoleiðis STIKKORÐ sem við hefðum nú búið til......og svo vissi hann eiginlega ekki alveg hvað hann átti að segja!! Sko afsakið en ég veit ekki betur en að þessi orð séu góð og gild í íslensku máli og hver einasti íslendingur sem náð hefur tíu ára aldri skilji þau og merkingu þeirra --- en greinilega ekki forsvarsmenn íslenskra þjóðernissinna!! Ég get ekki sagt að mér hafi fundist þeir svara nær nokkurri spurningu beint....kannski voru þeir bara að reyna að líkjast Davíð Oddsyni í svörum (þeir segjast nú vera hægrimenn).......ja nema Davíð sé eins og þeir og skilji bara ekki spurningarnar sem hann er spurður af fjölmiðlum!!!! Ég er ekkert að efast um það að þessir menn trúi því sem þeir eru að segja og hafi, eins og þeim var tíðrætt um, lent í því að lækka í launum í beitingarvinnunni sinni....en hvort það er útlendingunum að kenna eða atvinnurekendunum (sem ég hallast nú mun frekar að) skal láta ósagt hér!! Þessir menn hyggjast bjóða fram til Þingkosninga í vor........að vonum munu þeir höfða til óánægju og óöryggis þeirra verst stöddu verkamanna á Íslandi......við skulum bara treysta á Guð og lukkunna að það fólk sé töluvert skynsamara en þeir sjálfir!! Ég gæti talað endalaust um þennan fund og þessa menn.......og ég ætti kannski að hafa samband við þá og benda þeim á að skrá sig kannski á svo sem eitt rökræðunámskeið svona BARA svo þeir GETI nú rökrætt án þess að fólk á fundi hlæji uppí opið geðið á þeim!!

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég skrópaði í skólann í dag.....ég sem var búin að heita sjálfri mér því að vera duglega að mæta í skólann þessa önn. Ég hafði samt góða afsökun af því að í morgun þá vaknaði ég með hálsbólgu dauðans....gat varla kyngt mínu eigin munnvatni......ég meina ég er ekkert viss um að það hefði verið vel séð í Aðferðafræði II þar sem alltaf einhverjir eru að kvarta yfir truflunum frá samnemendum sínum, ef að ég hefði kafnað þarna í mínu eigin munnvatni......þá hefði örugglega bara verið sjúkrabíll og vesen og kannski hefði tímanum bara verið aflýst og fólk sem hefur aldrei séð einhvern drepast þurft að fá áfallahjálp.....hvað hefðu þá kvörtunarpíkurnar gert þá??!!! Ég var bara að gera þeim greiða með því að vera heima!! Svaf bara fram að hádegi....og fór svo að læra svona til þess að bæta upp fyrir minkkandi tímasókn. En svo kom Rebekka í heimsókn til þess að ræða atburði helgarinnar og önnur lífsins málefni eins og kannabisneyslu......analsex.....og annað sex......auk ýmissa annarra áhugaverðra málefna!! Þessi óvænta heimsókn varð til þess að ég gat ekki lært meira fyrir kvöldmat.....var samt búin að losna við hálsbólguna....eða já þangað til ég fór að passa en þá þurfti ég að lesa svo mikið upphátt að ég fékk hásbólguna aftur....djöfuls ég nenni ekki að verða veik!!!

Karlremba verður greinilega aldrei gerð útlæg svo lengi sem við lifum......í vetur var nefninlega 8 ára ónefndur strákur í ónefndum skóla sem að kom heim til sín og spurði mömmu sína hvað menntamálaráðherrann héti nú.....hann fékk að vita það og svo ekki söguna meir fyrir mömmuna. Nema hvað þessi átta ára strákur fór bara í símaskránna og fann heimilisfangið hjá menntamálaráðherra....fann blað og umslag og skrifaði menntamálaráðherra bréf þar sem að hann lýsti því yfir að honum fyndist nú fyrir neðan sína virðingu sem karlmaður að þurfa að læra að prjóna!!!!!!!! 'Otrúlegt

Ég er búin að loka Lottu inn á baðherbergi......hún verður svo crazy þegar ég er í tölvunni......heyri núna að hún er að henda sér á hurðina.....hehe...æi greyið samt - kannski ég hætti bara núna og hleypi henni fram

mánudagur, janúar 27, 2003

Fór á Two Towers í gær.......mér fannst hún æði hefði samt viljað sjá hana í stærri sal en minnstu kompunni í Laugarásbíó.....samt skiptir mig ekki svo miklu máli -ég er svo nýfarin að stunda kvikmyndahúsin að ég geri litlar sem engar kröfur ennþá!! Merkilegt hvernig er hægt að búa til jafn óendanlega ljóta og slepjulega veru og Gollum en samt svona ferlega krúttlega.....veit ekki sko....fyrst þegar ég sá hann fékk ég nú bara hroll og æluna upp í háls en þegar líða fór á myndina fór mig að langa að ættleiða þessa krúttlegu veru með stóru augun!!!!

Stulli segir að ég eigi að leita mér hjálpar á Vogi....en eins og ég sagði honum þá hef ég reynt ítrekað en mér er alltaf sagt að það þýði ekkert....ég eigi mér ekki viðreisnar von í þessum málum......þannig að ég sé eingöngu tvær leiðir út úr vandamálum mínum og það er að leita á náðir einhvers sértrúarsöfnuðar sem reddar þessu með heilaþvotti og ég og guð getum orðið bestu vinir (er einhver með símann hjá Gunnari í Krossinum) eða þá að sökkva ennþá dýpra.....drekka meira og meira.....kaupa dóp af gæjunum sem búa í raðhúsinu hans Stebba bróður og bíða þangað til ég drepst.........hmmmm....ja af tvennu illu þá held ég samt að ég velji hvorugt!!!!

Rebekka var að koma heim frá Akureyri.......ég er að bíða eftir að hún bloggi um atburði helgarinnar....þó aðallega atburði laugardagsnæturinnar - einhver sagði mér að hún hefði endað með tveimur strákum einhversstaðar uppí sveit!!!! Hmmmm....en það gæti náttúrulega líka bara verið kjaftasaga...eða hvað Rebekka??!!!

sunnudagur, janúar 26, 2003

Hvað get ég sagt.....
.....sjálfsagi minn er án ef fyrir neðan meðaltal. Þessa helgina átti að nota í eitthvað heilbrigt og áfengislaust en neinei I´m weak - sooo weak það er það eina sem eg get sagt!! Var að passa bróðurdótturina á föstudaginn....fékk mér smá rauðvín...Arna kom í heimsókn og eftir miðnætti vorum við komnar í bæinn....þá var útséð um að föstudagskvöldið yrði ekki djammlaust! Vonsvikin með slæma frammistöðu mína á því kvöldi ákvað ég að nú yrði ég að vera heima á laugardagskvöldinu og það leit allt út fyrir það...svona þangað til að sigga Ásta og Hildur buðu í partý. 'Eg sem átti ekkert áfengi ákvað nú samt að kíkka.....endaði í smávegis gindrykkju með Hildi, Siggu og Lilju...svo kom Himmi og við fórum öll niðrá...nema hvað..22!! Ég verð nú samt að viðurkenna að ég hef upplifað skemmtilegri kvöld...af ýmsum ástæðum sem hér skulu ekki raktar!!! Hálf edrú tók ég svo bara taxa heim snemma nætur....en akkúrat þegar ég var komin upp í rúm fór áfengið eitthvað að segja til sín....aaaðeins of seint sko en með smávegis hugleiðslu yfir klósettskálinni tókst mér að rekja burtu anda bakkusar og lagðist sátt til hvílu!!! Og ekki nóg með að hafa svona algerlega klúðrað heilbrigðishelginni minni með áfengisneyslu þá svindlaði ég líka í kókbindindinu..........já ég er aumingi.....weak weak looser......en batnandi mönnum er best að lifa er það ekki - og hugsanlega tekst mér að hafa stjórn á mér.....einhverntímann....já einhverntímann í framtíðinni...vonandi náinni!!!

Með þessum sorgar orðum lýk ég skrifum dagsins...þunglynd....veiklunduð....með niðurbrotið sjálfstraust fer ég nú og leggst í eymd og volæði yfir veikleikum mínum og sorgum....en með von í hjarta að ástandið líði hjá og við munum sameinast öll á ný.......einhverntímann einhversstaðar!!

föstudagur, janúar 24, 2003

Það lítur allt út fyrir það að nú sé komið að einstaklega merkilegri helgi í sögu minni......ég sé nefninlega fram á að djamma bara ekki neitt!! Nú veit ég að sum ykkar taka andköf og telja mig vera að svíkja málstaðinn - ÞIÐ hafið fullkomnlega rétt fyrir ykkur! Ég er meira að segja að fórna fyrstu og örugglega einu vísindaferð félagsráðgjafanema sem er í dag í Vífilfell :o( En sem besta litla systir sem nokkur getur hugsað sér þá var ég búin að lofa elsku bróður mínum að passa fyrir hann til miðnættis í kvöld.....jújú auðvitað er nógur tími eftir miðnætti til að skella sér á tjúttið en sökum þess að nú er ég öreigi er óliklegt að það muni gerast.........ja nema einhver bjóðist skyndilega til þess að blæða á mig nokkra drykki sem hefur nú sjaldan eða aldrei gerst og eitthvað segir mér að það gerist ekki heldur í kvöld!!!!!!

Ég klippti klærnar á Lottu áðan............mmmmm þvílíkur friður og ró því núna getur hún ekki klifrað upp sófana og varla upp löppina á mér hehe...hrynur alltaf niður eftir endalausar tilraunir!! Henni finnst þetta samt ekki jafn skemmtilegt og mér - áðan horfði hún á mig sorgar og ásökunaraugum eftir að hafa dottið tuttugu sinnum niður sófabakið - en hún er þrautseig og má eiga það!!!

Himmi er að fara að djamma.....í vísindaferð....Himmi þú gætir kannski tekið með þér tösku og stolið nokkrum bjórum fyrir mig??!! :o) 'Eg meina what are friends for anyway ef ekki til að redda manni fríum bjór?!!!!!

Kannski þegar ég blogga næst hef ég farið á djammið......hmm held samt ekki.....vona að ég geti haldið þetta út!! Í dag er fimmti kóklausi dagurinn minn - ég vil þakka öllum sem hafa stutt mig í baráttu minn og sýnt það í orði og verki!!! Kannski eins gott að ég er ekki að fara í Vífilfell í vísindaferð...........

miðvikudagur, janúar 22, 2003

brrrrrr....djöfull er kalt úti - það er svo kalt að áðan sá ég krakka með tunguna frosna við ljósastaur....var að hugsa um að hjálpa honum en æi það var eitthvað svo hlýtt inn í bílnum að ég tímdi ekki út og ég meina það er líka ekki mér að kenna þótt krakkinn sé heimskur!!!

Fór aftur í Háskólafjölritun í dag.....og helvítis ekki ennþá komin nein hefti sem ég þarf að nota.........hvað á ég eiginlega að gera?!!!
Jæja pabbi farinn úr bænum sem þýðir að ég get farið að sækja Lottu mína til Örnu aftur.....hún verður ábyggilega soldið fegin af því að Lotta pissaði í rúmið hennar....hehehhehe...það hefur nú ekki gert heima hjá sér!!!! ;o)

Það er líka gleðidagur í dag að öðru leyti því að samkvæmt sjónvarpsdagskrá er enginn handboltaleikur sem þýðir að LEIÐARLJ'OS fær að skína í dag - ég er búin að vera spennt síðan ég vaknaði....skyldi Eleni fara frá Alan Michael??......skyldu stóri Billy og Vanessa sameinast á ný....deyr Nick í Cambria.....fylgist með í næsta þætti af Guiding Light!!!!

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Mér finnst ómannlegt og óafsakanlegt að láta fyrirlestra byrja klukkan átta á morgnanna.....það þýðir sko nebblega að maður þarf að vakna enn fyrr sem er´alveg ónáttúrulegt ef maður ætlar að komast í tíma á tíma...hahaha!! Mér hefur samt tekist þetta hreint ótrúlega vel þessar tvær vikur hingað til (sem gerir tvo daga þar sem mæta þarf átta). Og eins og það hafi nú ekki verið nóg að þurfa að drulla sér á fætur fyrir allar aldir í morgun heldur voru bækurnar sem ég þurfti að kaupa í bóksölunni búnar og það kemur ekki ný sending fyrr en eftir viku....arrrrgg....nú þannig að ég ákvað bara að koma við í Háskólafjölrituninni og eyða mínum dýrmætu peningum í einhver endalaus hefti sem ég þarf víst að nota....en neinei þau voru auðvitað ekki til og helv...kallinn þar gat ekki pípt því útúr sér hvern af okkur hann væri að afgreiða heldur fór hann bara bakvið og sást ekki í tuttugu mínútur.....ég þarf vonandi ekki að taka það fram en ég F'OR - ekki sátt ....ég meina hvenær og hvernig á ég eiginlega að geta byrjað að læra ef að í Háskólanum er ekki hægt að finna eina bók/hefti sem mér er skyldað að kaupa??!!! Ég bara spyr!!!! Held ég fari með þetta mál í stúdentaráð!!!!

Skapið er reyndar ekkert of gott þessa dagana........ég fæ skjálfta svona öðru hvoru...pirringsköst inn á milli ......og kvíðaköst með þessu öllu - ekki út af skólanum...neeee heldur af kókskorti!!!!!! Já nú er komið að því að hreinsa kók og áfengisblandaða blóðið sem rennur um æðar mínar ......héðan í frá verður það eingöngu áfengisblandað - Bakkus keypti einkaleyfi á líkama mínum - og því er Vífilfelli ekki leyfilegt að nýta sér blóðrás mína. Og börnin mín það er sko ekkert grín fyrir kókista eins og mig að geta ekki leyft sér að fá ´sér kók með poppinu og vídjóinu....eða hamborgaranum....eða kjúklingnum.....eða langlokunni.....það er bara killer að geta ekki fengið sér kók hvenær sem maður vill......en eins og svo margir hafa sagt og upplifað þá er lífið ósanngjarnt!!!!
Svo ég bið ykkur börnin mín að standa með mér og Bakkusi í baráttunni og segja skilið við kókið (en ath. einnig óleyfilegt að drekka pepsi enda kemur það frá djöflinum eins og hvert mannsbarn veit)!!!!!!

sunnudagur, janúar 19, 2003

Mér hafa nú borist þónokkrar kvartanir síðustu daga vegna þagnar hér á blogginu og hef því fundið mig knúna til þess að bæta ráð mitt og skrifa nokkur orð. Ég hef bara vart náð andlegum styrk mínum aftur eftir afmælið á Vídalín........fólksfjöldinn....alkahólmagnið.....og hinn dauðadauðadauðadrukkni plötusnúður tóku sinn toll af heilsunni. Einnig hefur nýi fjölskyldumeðlimurinn Lotta valdið miklum óróa og ótta á heimilinu.....hverjum hefði dottið í hug að kettlingauppeldi væri jafn erfitt og raun ber vitni ----- ég ráðlegg fólki sem býr yfir andlegum óstöðugleika og hefur ekki mikla reynslu á kattasviðinu að geyma það að fá sér húskött!! Lotta sem leyfir manni ekki að borða í friði....sofa í friði....horfa á sjónvarpið í friði....vera í tölvunni í friði....eða á klósettinu í friði er samt voðalega sæt kisa sem elskar snakk...laukídýfu....bjór (snemma beygist krókurinn) og ýmislegt fleira sem ég held að sé ekki mjög hollt fyrir kettlinga. Reynda er friður og ró hér í gettóinu núna þar sem að Lotta fór í pössun til henna Örnu frænku sinnar á Laugarásveginum!! Ekki það að ég sé strax komin með nóg af henni heldur er pabbi gamli að koma í bæinn og hann er búinn að banna mér að hafa kött í íbúðinni og því þurfti að fjarlægja öll ummerki um það að hér væri kisa!!!!!

AMMÆLIÐ
Tókst með miklum ágætum.....fullt af skemmtilegu fólki.....slatti af bjór og snakki gerði kvöldið frábært!! Hefði samt verið enn betra ef að plötusnúðurinn séð sóma sinn í að drekka ekki sínar sjö vodkaflöskur og hver veit hvað!! Þið sem komuð - takk fyrir frábært kvöld og sérstaklega þið sem komuð alla leið frá Akureyri - that´s what we call friends- þið sem komuð ekki .....sem voru mjög fáir - leiðinlegt fyrir ykkur ;o) og okkur auðvitað!!! Sumir ættu samt að skammast sín fyrir það (nefni engin nöfn)!

Svanhildur beibí kíkti í stutta helgarferð hingað til Íslands þessa helgina.....fer á morgun :o( Við hittumst stelpurnar hjá Bjöggu ....fengum okkur í glas og kíktum í bæinn!! Tókst að ljúga að einhverjum gæja að ég væri fædd og uppalin í Afríku af foreldrum mínum Trúboðunum....hehehe....fannst það skemmtilegra en að segja að ég væri af Ströndinni...hmmm...einhver hissa á því??!!!!
Í gær bauð Anton mér og Villa í mat og þaðan fórum við svo í ammæli til Siggu Daggar....ég stakk svo af og hitti Snorra, Himma, Stulla, Lóu og Áslaugu!! Anna trukkalessa var thank god ekki að vinna heldur á djamminu í einhverju svaðalegu outfitti - ekki voða sexy sko!!! Ég og litli skáeygði dyravörðurinn erum náttúrulega orðin bestu vinir eða svona hérum bil :o) Gott að hafa allavegana einn bandamann á staðnum...þar sem að mörgum barstúlkum virðist vera eitthvað illa við mig!!!! Who knows why......kannski af því að ég er ekki lessa....sko samkynhneigt fólk með fordóma gagnvart gagnkynhneigðum....eða eitthvað......

Himmi....allt fyrir þig

föstudagur, janúar 10, 2003

Now my days as a teacher is over!!!
Ég verð eiginlega að segja "loksins".......6, 7 og 8 ára börn eiga nefninlega í svolitlum erfiðleikum með að reikna út hversu miklar líkur eru á því að maður drepist áfengisdauða ef maður drekkur tvær kippur og vodkaflösku, eða líkurnar ´á timburmönnum dauðans drekki maður 3 rauðvínsflöskur og tala nú ekki um líkurnar á því að maður eigi einnar nætur gaman með einhverjum ókunnugum ef maður drekkur kippu, fjögur skot og tvöfaldan screwdriver!!!
já stærðfræði hefur nú reyndar heldur aldrei verið mín sterka hlið...en eftir að ég fór að setja dæmin upp á þennan hátt gengur þetta allt mun betur - eins og hann Beggi frændi sagði alltaf í gamla daga " það er best að tengja þetta við daglega lífið!!!"
Þessa vikuna hef ég líka gert vísindalega rannsókn á hegðun og vitsmunum barna eftir háralit og mér þykir ljúfsárt að kynna niðurstöðurnar: En ljóshært fólk er sætast, dökkhært fólk mest hugsandi og rauðhært fólk...hmmm já rauðhært fólk er bara hreinlega ekki eins og annað fólk....þetta hlýtur bara að vera heilagur sannleikur.....þetta fólk á það til að vera ansi outgoing as we say .....oft frekar pirrandi og undarlegt í háttum!!! Elsku Rebekka og Valdi....ekki taka þetta nærri ykkur...þið eruð samt æðisleg :o) hehe
Ég meina hverja þekkjum við fyrir utan þau sem bera þennan einstaka háralit....jú.....Halldóra Friðný (haddó)... hennar fyrrverandi Óli.......Lovísa (fyrir þá sem hana þekkja)......Kalli á Svalbarðseyri.......Baddý......Jón Gnarr.....
....og svo mætti lengi telja...þetta hlýtur nú að segja sitt!!!! Og enn og aftur Valdi og Rebekka þið eruð samt æði!!!

JÆja þá er best að drífa sig að pakka niður og bruna í bæinn.....ooooo ég hlakka svo til að koma heim.....og svo er ég líka að fá hana Lottu um helgina. En fyrir þá sem ekki hafa fylgst með Lottu málinu mikla þá er Lotta kisan mín sem er að flytja úr foreldrahúsum á Vitastígnum yfir í Vesturbæinn. En þar sem að kóngurinn pabbi minn hefur einhverja undarlega andúð á gæludýrum vill hann ekki leyfa Lottu að búa í íbúðinni minni.....en ég ætla samt að stelast........eða þangað til Villi fær íbúðina sína - en þá flytur Lotta til hans!!

En úff best að flýta sér ......hlakka óendanlega til annað kvöld......það eru massamargir sem ætla að mæta - og það kallar á endalausa gleði - allir að mæta!!!!

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Ef það skyldu vera einhverjir....
...sem kíkka hingað inn sem ætla að mæta í ammælið þá megið þið alveg skrifa ykkur inn á commentið - takk fyrir.
Þá er næst síðasti dagur minn sem kennari liðinn...stuttur og góður. Nú er bara að skella sér í ljós - held nefninlega að ég sé hætt að brenna og sé því óhætt að fara í eina bekkinn hérna í sveitinni!!! Fór líka í fyrradag og ætlaði í sund í leiðinni en neinie þá má maður ekki fara í sund fyrr en klukkan þrjú á daginn - alveg merkilegt!!! Á morgun þarf ég svo bara að kenna myndmennt til tólf og þá er gamanið búið - eeeennnnn betra tekur við því ég ætla að bruna mér strax suður á nýviðgerða bílnum mínum (held að það sé búið að laga fitubolluhljóðið)....home sweet home...og svo er það afmælið sem verður náttúrulega algert snilld þar sem að heyrst hefur að sumir af allra frægustu ætli að gera sér sérferð til Reykjavíkur eingöngu til þess að vera viðstaddir fagnaðinn á Vídalín!!! Þeir sem að eru athyglissjúkir eða vilja koma sér á framfæri eða bara vera einstaklega hugrakkir og skemmtilegir mega endilega vera með skemmtiatriði!!!! ohhhhh hlakka óendanlega til að komast suður þó að sveitasælan geri mann eitthvað svo heilbrigðan - labbandi í vinnuna og til baka og í gönguferð á kvöldin - engin drykkja og ekkert tóbak - bara heilbrigðið uppmálað - some of u cityrats should try it sometime!!!! Jæja þið þurfið semsagt ekki að sakna mín miklu lengur - nema ég deyi, eða lendi á sjúkrahúsi eða eitthvað þaðan af verra sem við skulum nú samt vona að verði ekki fyrr en eftir afmælið!!
hasta la vista amigos!!!

mánudagur, janúar 06, 2003

Jæja nú er líka komið að því að æska landsins fær að njóta nærveru minnar og leiðsagnar - eftir þessu hafa börnin beðið lengi og mun óskastundin renna upp klukkan 8:45 í fyrramálið!! Til mín leituðu nefninlega skólayfirvöld norðan heiða - þau voru hjálpar þurfi og sáu sér ekki annað fært en að hafa samband við mig sem er að sjálfsögðu þekkt fyrir einstaka snilligáfu og lagni við börn. Og mun ég taka tímabundið við kennslu í viðkomandi skóla. Séu sérstakar óskir frá einhverjum að fá að sitja tíma...þá eru örfá sæti laus....á viðráðanlegu verði (nema kannski fyrir Villa minn :) )
AMMÆLIAMMÆLIAMMÆLI
Jæja þá er komið að því börnin góð - stundin sem allir hafa beðið eftir því á laugardaginn 11.janúar bjóða glæsimeyjarnar Erla María og Arna Pálsdóttir til sinnar árlegu afmælisveislu á Vídalín. Mæting einhverntímann eftir klukkan 21:00. Send hafa verið út boðskort til fjölmargra vina og vandamanna og vandræðamanna auk annarra. Sumir hins vegar hafa ekki fengið boðskort annaðhvort af þeim ástæðum að ekki fundust netföngin þeirra eða þá að við vildum einfaldlega ekki bjóða þeim - hugsanlega höfum við líka gleymt einhverjum en á því er þá beðist innilegrar velvirðingar!!! En við vonum að allir sjái sér fært að mæta því við ætlum að djúsa og djamma fram á rauðan morgun eins og okkur er lagið!!!!!
Sjáumst á Vídalín

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Heyrðu svo komu náttúrulega Rebekka og Bergdís keyrandi af Skaganum í bæinn og komumeð okkur í partý - hmmmm ætli Rebekka sem búin að blogga hjá sér áramótahöstlið???!!!!
2003 - gleðilegt ár!!!
Jæja þá hefur maður lifað af þessi áramótin og vonandi nokkur eftir!!! Á síðustu stundu ákvað ég bara að vera í Reykjavík um áramótin - og eyddi þeim ein í faðmi fjögurra fjallmyndarlegra karlmanna - þurfti ekki einu sinni að elda - svona á þetta að vera!!! Eftir geðveikt góðan mat a' la Anton, fínt skaup og rosalega flugeldasýningu fórum við í Partý í penthousinu í Lágmúlanum hjá Addó og Davíð Jóni.......mjög gaman.....þangað til um hálf fjögur en þá hafði flætt einum of mikið áfengi í gegnum æðar mínar svo mín tók bara leigubíl ein heim......EN HVAÐ HALDIÐI....ég átti ekki inná kortinu fyrir leigubílnum :o( Greyið ég var náttúrulega alveg miður mín en dó ekki ráðalaus og dró bara bílstjórann í aftursætið og reddaði þessu á gamla mátann!!!!! (Do not tell Willie)
Afgangurinn af fólkinu var að til klukkan að verða 11 um morguninn ------ gott úthald það!!!
Svo fyrir ykkur sem gleymduð þá átti ég AMMÆLI í gær 1.janúar - ykkur er hér með afboðið í afmælisveisluna nema þið komið með pakka :o) En þið öll hin sem voruð ótrúlega mörg --- takk fyrir kveðjurnar og símtölin!!! Deginum í gær var bókstaflega öllum eytt í rúminu - góður dagur!!