fimmtudagur, janúar 09, 2003

Þá er næst síðasti dagur minn sem kennari liðinn...stuttur og góður. Nú er bara að skella sér í ljós - held nefninlega að ég sé hætt að brenna og sé því óhætt að fara í eina bekkinn hérna í sveitinni!!! Fór líka í fyrradag og ætlaði í sund í leiðinni en neinie þá má maður ekki fara í sund fyrr en klukkan þrjú á daginn - alveg merkilegt!!! Á morgun þarf ég svo bara að kenna myndmennt til tólf og þá er gamanið búið - eeeennnnn betra tekur við því ég ætla að bruna mér strax suður á nýviðgerða bílnum mínum (held að það sé búið að laga fitubolluhljóðið)....home sweet home...og svo er það afmælið sem verður náttúrulega algert snilld þar sem að heyrst hefur að sumir af allra frægustu ætli að gera sér sérferð til Reykjavíkur eingöngu til þess að vera viðstaddir fagnaðinn á Vídalín!!! Þeir sem að eru athyglissjúkir eða vilja koma sér á framfæri eða bara vera einstaklega hugrakkir og skemmtilegir mega endilega vera með skemmtiatriði!!!! ohhhhh hlakka óendanlega til að komast suður þó að sveitasælan geri mann eitthvað svo heilbrigðan - labbandi í vinnuna og til baka og í gönguferð á kvöldin - engin drykkja og ekkert tóbak - bara heilbrigðið uppmálað - some of u cityrats should try it sometime!!!! Jæja þið þurfið semsagt ekki að sakna mín miklu lengur - nema ég deyi, eða lendi á sjúkrahúsi eða eitthvað þaðan af verra sem við skulum nú samt vona að verði ekki fyrr en eftir afmælið!!
hasta la vista amigos!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home