þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég skrópaði í skólann í dag.....ég sem var búin að heita sjálfri mér því að vera duglega að mæta í skólann þessa önn. Ég hafði samt góða afsökun af því að í morgun þá vaknaði ég með hálsbólgu dauðans....gat varla kyngt mínu eigin munnvatni......ég meina ég er ekkert viss um að það hefði verið vel séð í Aðferðafræði II þar sem alltaf einhverjir eru að kvarta yfir truflunum frá samnemendum sínum, ef að ég hefði kafnað þarna í mínu eigin munnvatni......þá hefði örugglega bara verið sjúkrabíll og vesen og kannski hefði tímanum bara verið aflýst og fólk sem hefur aldrei séð einhvern drepast þurft að fá áfallahjálp.....hvað hefðu þá kvörtunarpíkurnar gert þá??!!! Ég var bara að gera þeim greiða með því að vera heima!! Svaf bara fram að hádegi....og fór svo að læra svona til þess að bæta upp fyrir minkkandi tímasókn. En svo kom Rebekka í heimsókn til þess að ræða atburði helgarinnar og önnur lífsins málefni eins og kannabisneyslu......analsex.....og annað sex......auk ýmissa annarra áhugaverðra málefna!! Þessi óvænta heimsókn varð til þess að ég gat ekki lært meira fyrir kvöldmat.....var samt búin að losna við hálsbólguna....eða já þangað til ég fór að passa en þá þurfti ég að lesa svo mikið upphátt að ég fékk hásbólguna aftur....djöfuls ég nenni ekki að verða veik!!!

Karlremba verður greinilega aldrei gerð útlæg svo lengi sem við lifum......í vetur var nefninlega 8 ára ónefndur strákur í ónefndum skóla sem að kom heim til sín og spurði mömmu sína hvað menntamálaráðherrann héti nú.....hann fékk að vita það og svo ekki söguna meir fyrir mömmuna. Nema hvað þessi átta ára strákur fór bara í símaskránna og fann heimilisfangið hjá menntamálaráðherra....fann blað og umslag og skrifaði menntamálaráðherra bréf þar sem að hann lýsti því yfir að honum fyndist nú fyrir neðan sína virðingu sem karlmaður að þurfa að læra að prjóna!!!!!!!! 'Otrúlegt

Ég er búin að loka Lottu inn á baðherbergi......hún verður svo crazy þegar ég er í tölvunni......heyri núna að hún er að henda sér á hurðina.....hehe...æi greyið samt - kannski ég hætti bara núna og hleypi henni fram

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home