mánudagur, júní 28, 2004

Ísafold og Svanhildur ..velkomnar til landsins dúllurnar mínar!
Þá eru Robbi og Ólöf búin að ganga í það heilaga og við komin aftur suður. Vonbrigði mín í ferðinni urðu þó nokkur:

1)Eftir að hafa loksins fjárfest í forláta kjól til þess eins að geta verið dömuleg við hátíðleg tækifæri sem þessi virtist nær óhugsandi að spranga um hálfklæðalaus á pinnahælum þarna í sveitinni. Hífandi rok og veislusalur með malargólfi átti sinnþátt í því - ég lét mig samt hafa það til að byrja með en þegar líða fór á kvöldið læddist ég út í tjald og hélt til baka í útilegugallanum :o) og var ég ekki ein um það!!

2) Úthaldið varði ekki lengur en til miðnættis og ekki orð um það meir.

3)Hífandi rok næturinnar slasaði tjaldið smávægilega

4)Samfarastunurnar úr næsta tjaldi voru töluvert truflandi. Skilur fólk ekki að þetta er bara eins og að ríða með plastpoka á hausnum - það heyra það allir!!

Hins vegar var rífandi stuð í veislunni.....mikið að drekka og borða og allt voða frjálslegt. Pétur J. Sigfússon bróðir brúðgumans a.k.a. Pétur í 70 mínútum fór á kostum með ræðu sinni og bröndurum. Fullgrófir hefðu sumir sagt en þeir vöktu mikla lukku þarna!! Ótrúlegt að maðurinn sé prestssonur!!!

föstudagur, júní 25, 2004

Jæja þá er það þriðja bloggfærslan mín í dag - alltaf jafn mikið að gera í vinnunni!!
Ég er farin í útilegubúnaðsinnkaupaferð með múttu!
Góða helgi! Helgi
Enn og aftur lítið að gera svo að ég fann nokkra goth "brandara" sem þið getið skemmt ykkur við að lesa:

I'm so goth I don't paint my nails black--I bash them with a hammer

I'm so goth, when I stop pouting, people ask, "What are YOU so happy about?"

goth #1: I'm so goth the smile muscles in my face have atrophied.
goth #2: I'm so goth the smile muscles in my face never GREW.
goth #3: What's a smile?


I'm so goth I ate a Happy Meal . . . because I like to live dangerous

I'm so goth the people at the suicide hotline have asked me to stop calling

I'm so goth nuns and priests resent me because I look cooler in black than them

and there u go!
DJÖFULSINS ANDSKOTANS
....ógeðis veður er úti núna!! Ég er ekki að fíla þetta - rok og rigning- ég var næstum búin að gleyma að veðurguðirnir gætu verið svona ósmekklegir!!! Get ekki sagt að spenningurinn yfir að vera að fara að tjalda í svona veðri sé að drepa mig......tala nú ekki um þar sem að venjan er að vera fínt klæddur í svona brúðkaupum - mig langar ekkert til þess að drepast úr kulda í kjól bara af því að fólk ákvað að gifta sig á svona óheppilegum tíma!!


Hér má sjá dagskránna á Skógum...svona til þess að þið sjáið aðeins hvað verður um að vera! Annars misstum við af flest öllu í fyrra en það skipti nú ekki öllu máli - partý tjaldið stóð nefninlega fyrir sínu :o)

Skógar 2.-4. júlí 2004
Föstudagur:
15:00-00:00 Mæting
00:00 óvænt uppákoma
Gleði fram eftir nóttu

Laugardagur:
13:00 Ratleikur
17:00 Skógaleikarnir
19:00 Grill
21:00 Brekkusöngur
Taumlaus gleði fram eftir nóttu

Sunnudagur:
Pakka saman og fara heim

SKÓGA-CREWIÐ
Að sjálfsögðu er einvala lið í skógahópnum þetta sumarið:
--Erla Perla
--Arna Parna
--Bjúgusinn
--Herdís the wife of Himmi Bóner
--Himmi bóner (skiljist að vild)
--Danni bóner (skiljist að vild)
--Gunni Vegamót
--Matti sóðakjaftur
--Árni Dannabróðir
--BubbiEllinn (með fyrirvara að fært verði frá Akureyri)
--Beta Vís og fylgdarlið

Ekki hafa fleiri staðfest komu sína í augnablikinu en hópurinn lítur vel út og er ekki von á öðru en að helgin verði enn betri en síðast!

fimmtudagur, júní 24, 2004

Vaaaaaaaá það er ekkert að gera í vinnunni!!!! Svona var þetta aldrei á Hagaborg....þar voru öskrandi, vælandi og hlæjandi litlir maurar sem að kúkuðu í buxurnar svona bara ef þeim datt það í hug...eða bara af því að það var svo gaman úti að leika. Þar voru líka maurar sem að borðuðu sand.......sem að hentu matnum sínum á gólfið.....sem pissuðu útfyrir......sem að klipptu á sér hárið með föndurskærunum......sem að struku.......sem að neituðu að fara að sofa í hvíld!!! Þar voru líka geitungar....margir margir geitungar!! Hér eru engir litlir maurar...nema þeir sem koma í fylgd með fullorðnum......hér kúkar enginn á sig (svo ég viti)....hér borðar enginn sand, hendir matnum á gólfið eða pissa útfyrir!! Hér eru engir geitungar....ekkert til að hafa áhyggjur af....ekkert að gera...og aftur ENGIR geitunar - og hér fæ ég miklu hærri laun reynslulaus manneksjan!! SKo ekki á reynslulausn þið megið ekki misskilja þetta!!

Ég fór í það í gær að redda útilegubúnaði fyrir komandi helgar. Tveimur mínútum eftir að leitin hófst var búið að bjóða mér eins mannstjald, tveggjamannatjald, fjölskyldutjald, vindsængur, einangrunar dýnur og pumpu (sko fyrir vindsængurnar)!!! Lítið mál það. Ég ákvað að þiggja að sjálfsögðu það stærsta og besta - vindsængurnar og fjölskyldutjaldið :o)
Eitthvað hefur leit mín spurst út því áðan fékk ég símtal þar sem að mér voru boðin afnot af húsbíl. Húsbílar eru til góðra hluta nýtir í útilegum....sérstaklega ef að það er leiðinlegt veður!! Spurning um að taka húsbílinn í brúðkaupið en fjölskyldutjaldið á Skóga!! Er samt búin að lofa Trausta og NEXUS-Gunna fari vestur - æji þetta hlýtur að reddast....spurning um að treysta þeim fyrir að keyra bílinn minn seinasta spölinn.

SKÓGAR nálgast óðum og spennan eykst
Ýmsar góðar upplýsingar má finna á heimasíðunni Skogar.tk
Þar er til dæmis sniðugt að kíkja á miðapantana tengilinn þar sem að sannast hver er ein vinsælasta manneskja ferðarinnar.......manneskjan sem er með flesta miða pantaða af því að hvað er Skógaferð án hennar ;0)
Og víst að talið hefur borist að Skógaferðinni vil ég opinberlega koma á framfæri þökkum við Kenna formann u-og b verkfræðinema sem kom því til leiðar að hætt var við að mismuna sumum Háskólanemum!!


ÉG ER SVONA AÐ VONAST TIL ÞESS AÐ GETA FARIÐ AÐ SETJA INN MYNDIRNAR MÍNAR HÉRNA ....EN HIMMI HEFUR EKKI ENN KOMIÐ ÓUMBEÐINN TIL ÞESS AÐ KENNA MÉR ÞAÐ!!

En þá kveður nýjasti meðlimur brúnkugellufélagsins að sinni enda aðeins klukkutími eftir að vinnudeginum - og þá er kannski besta að slæpast bara í eldhúsinu þangað til!!!!

HVAÐ Á ANNARS AÐ GERA Í KVÖLD?

þriðjudagur, júní 22, 2004

Hver þarf eiginlega að fara til útlanda meðan hann býr á hitabeltiseyjunni Íslandi??!!! Ég er allavegana hætt að kvarta....nema kannski yfir því að þurfa að hanga inni í svona bongóblíðu. Ég vildi frekar flatmaga á strandlengjunni í Nauthólsvík á svona dögum heldur en að láta skamma mig fyrir það að annað fólk sé ekki í vinnunni eða svari ekki skilaboðum. ÉG GET EKKI NEYTT SAMSTARFSFÓLK MITT TIL AÐ SVARA SKILABOÐUM SEM AÐ BERAST Í GEGNUM MIG TIL ÞEIRRA -- en þetta virðist fólk vera tregt til að skilja!!!

Í gær eftir vinnu kom yfir mig skyndileg grænmetis og ávaxtaárátta og af þeim ástæðum fann ég mig skyndilega stormandi um grænmetisborðið í Hagkaup. Innkaupin byrjuðu með appelsínugula handkörfu.....en eftir að hafa almenninlega áttað mig á alvarleika löngunar minnar var ekki um annað að ræða en að sækja stærri körfu. Ég endaði því á kassanum með ógrynni af náttúrulegri hollustu. Loksins var ég orðin ein af þeim sem ég öfundaði alltaf í búðinni....fólkið sem keypti bara hollan og fallegan mat en það hefur af einhverjum ástæðum ekki verið mín sterka hlið í þónokkurn tíma! Síðan fékk ég þá snilldarhugmynd að kaupa silung til að grill og kom þess vegna við á Vegamótum (fiskbúðinni sko) og fjárfesti í nokkrum flökum. Síðan var boðið til veislu! Grilluðum læri, silung, sveppi, tómata, kúrbít og karteflu, settum í salat og steiktum sveppaveislu. Í eftirmat voru svo niðurskorin fersk jarðaber, melónur og kiwi. Maturinn var að sjálfsögðu borðaður úti (eftir að við höfðum stolið garðborðinu og stólum´nágrannanum :o) Geðveikt grill í geðveiku veðri!!

mánudagur, júní 21, 2004

Þá er fyrstu útilegu sumarsins lokið og næstu bíða í hrönnum. Skellti mér í brjálaða keyrslu með pabba, soffíu og Jóa. Frá Borgarnesi.....Lundareykjadalinn...Búrfellsvirkjun.....????....Syðra-Langholt.....Landmannalaugar....Selfoss og ég veit ekki hvað og hvað. Frábært veður til að vera úti en ekki alveg hægt að segja það sama um að sitja í bíl í því. ÞEgar ég kom loksins heim var hægt að vinda fötin mín og súr fýla gaus upp við minnstu hreyfingu.
En það er allt komið í lag núna - enda ekki hægt að bjóða uppá slíkt í vinnunni!

Nú verður svo allt sett í gang til þess að redda útilegubúnaði fyrir brúðkaupið næstu helgi. Mig vantar tjald, svefnpoka,dýnur, grill, diska, glös, hnífapör, kælibox og annað sem vanir menn taka með í útilegu. Já það er nokkuð undarlegt að jafn mikil útivistarmanneskja og ég er þekkt fyrir að vera skuli ekki eiga slíkan útbúnað. Eitt af því sem er ótrúlegt en satt!!!!

Frumdrög að Skógaferðinni 2004 eru líka farin að skýrast. Fjöldi meðflotenda er þó ekki komið á hreint ennþá og bið ég þá sem að ætla að koma með en hafa enn ekki staðfest að láta mig vita. SVANHILDUR ÞETTA Á SÉRSTAKLEGA VIÐ UM ÞIG!!!!!

En nú er mál að fara heim úr vinnunni.....búið að vera brjálað að gera og best að drífa sig í burtu áður en einhver ryðsts inn á seinustu stundu.

Adios

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég vil einnig mótmæla og lýsa vanþókun minni á því fólki sem að neitaði að lána þjóðbúning sinn í myndatöku þar sem að fyrirsætan átti að vera þeldökk.....en bauð hins vegar almúgalegri föt eins og peysuföt í staðinn. Hún var ekki nógu góð fyrir þjóðbúninginn!! Ég á bara ekki til eitt einasta orð yfir jafn yfirgengilegan dónaskap, fyrirlitningu og fordóma. Ég held að það yrði nú upplitið á þessu sama fólki færi það til t.d. Thailands og yrði meinað að láta mynda sig í tælenskum þjóðbúningi vegna litarháttar og hvað þá hefðu þau búið í landinu-- einhver yrði þá hneykslunin hjá þeim yfir dónaskap og vanvirðingu!! Djöfull yrði það gott á þau.......meira segja ég myndi eftir þetta ekki lána þeim borðtusku í minni eign.

Hins vegar mæli ég með Kvenfélaginu á Laugarvatni sem ekki sá neitt athugavert við að lána konu af hvaða litarhætti sem er þjóðbúning!!!!
Mér er meinilla við og mótmæli því eftirfarandi:

1) Hraðahindruninni á landamærum óvinaríkjanna Reykjavík(vesturbær) og Seltjarnaness; Mér þótti nú samt ekkert leiðinlegt að keyra fram hjá meðan á framkvæmdunum stóð. Þar voru alltaf kaffibrúnir og stæltir vegavinnustrákar, sveittir og berir að ofan að baða sig í sólinni. En nú er þeirri auganayndistíð lokið. Strákarnir og sólin farin en eftir stendur ömurleg, bílskemmandi hraðahindrun! Ég mótmæli!

2) EM í fótbolta. Þrátt fyrir að fjöldinn allur af fótboltahetjunum séu útlítandi eins og grískir guðir eða kvikmyndastjörnur, þá fara þeir örsjaldan úr að ofan. Þeir eru í sjónvarpinu frá morgni til kvölds.....engin fjölbreytni....bara fótbolti á fótbolta ofan og svo þarf auðvitað að hafa samantekt um fótbolta á kvöldin. Ég sakna Leiðarljóss sem nú hefur verið sett á hakann vegna EM.....geta ekki einu sinni sýnt mér og Örnu þá tillitssemi að sýna þættina allavegana eftir miðnætti!! Ég vil Guiding Light aftur!!!

3)Nýju EURO-PRIS búðina í vesturbænum. Þar sem ég var í nágrenni við hana í gær ákvað ég nú að fara og versla í matinn og skoða þessa nýju og glæsilegu búð í leiðinni. Jújú ég fór inn og fékk mér kerru og hóf verslunarferðina. Og ofaní fór appelsínusafi, gular baunir, kjúklingasúpa og...og...og....nei ekkert fleira. AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EIGINLEGA EKKERT ANNAÐ MATARKYNS TIL ÞARNA!!! Ekki mjólk , ekki brauð, ekki kjúklingur ...barasta næstum ekki neitt. Það hefði mátt halda að ég hefði verið stödd í stríðshrjáðu landi þar sem innflutningsbann væri á matvöru. DJöfull og dauði ....þarna ætla ég aldrei aftur að versla.....nema hugsanlega ef´ég verð í mikilli þörf fyrir niðursoðna kjúklingasúpu!!!!

HINS VEGAR MÆLI ÉG HIKLAUST MEÐ:
1)Videomyndinni RADIO með Cooba Gooding Junior. It makes u wanna be a better person!!

2)Háskólaútilegunni á Skógum. Magnað stuð!

3)því að Jói Krói fari að bjóða mér í hádegismat!!

mánudagur, júní 14, 2004

Hamingjuóskir helgarinnar fara til Bjöggu, Valdimars, Rósu og Sessíjar sem á laugardaginn útskrifuðust sem kennarar og leikskólakennari.
Þá er enn ein helgin afstaðin og senn styttist í nýja skólaárið!! Allavegana hjá mér þar sem að svo virðist sem mér sé farið að takast hið ómögulega (er ég á í hlut) ..það er að plana gleði og gaum margar helgar fram í tímann. Nú svo þið vitið hvenær og hvenær þið getið ekki fengið að njóta félagsskapar míns nema halda á sömu slóðir þá er dagskráin hér:
18-20. júní: Quality time með pabba, soffíu og hugsanlega fleirum

25-27.júní: Miðaldabrúðkaup og útilega á Reykhólum (sem eru nokkurn veginn á Vestfjörðum)

2-4. júlí: Í tilefni afmælis Himma og hinnar árlegu Háskólaútilegu mun stefnan sett á skóga í góðra vina hópi. -- Getur einhver lánað mér tjald?

9-11.júlí: Óráðið...endilega hafið samband ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug

16-18. júlí: Ef guð og fuð lofa þá verður F og G upphitun fyrir 5 ára reunionið sem verður á næsta ári! Nánari upplýsingar fyrir þá sem að málinu koma verða sendar út síðar.

...og svo verður að viðurkennast að fleira hefur ekki verið nákvæmlega tímasett - en ég er opin fyrir frumlegum sem og ófrumlegum hugmyndum. Sérstaklega ef einhver getur reddað bústað!

Helgin olli engum vonbrigðum þetta skiptið. Hún hófst á matarboði hjá Örnu. Mættar:Arna, Erla, Harpa H og Lára Hafberg. Stórgóður kjúklingurinn rann ljúflega niður með bjór og hvítvíni. Bjórinn og hvítvínið rann svo ljúflega niður á nokkurrar hjálpar eftir matinn. Lára beilaði nú snemma á okkur enda lasin greyið. VIð hinar héldum ótrauðar í höllina hans Stulla á Hverfisgötunni þar sem hann og Himmi sátu að sumbli. Saman ´héldum við á Vegamót þar sem að Arnar Ingi slóst í hópinn. Þar sátum við þar til efri hæðinni var lokað og því röltum við niður á Kofa Tómasar frænda.......Á Kofanum var rífandi stemming og þar tjúttuðum við langt fram á morgun.
Mig langar bara að þakka tjúttfélögum mínum þessa helgina fyrir eitt skemmtilegasta djammið í mjög mjög langan tíma!!! Ég skemmti mér meira að segja svo vel að skemmtikvóttinn kláraðist og restina af helginni eyddi ég undir sæng og sjónvarpsglápi.

föstudagur, júní 11, 2004

já hæ Helgi hérna, bara láta vita að ég er næstum kominn!!! Já hæ Helgi hvað eigum við að gera við þig? Auðvitað njóta mín jafn mikið og þið getið. Núúúúúúú þabarra sonna....eins mikið og við getum - þú verður samt aðeins að hjálpa til sjálfur helgi. Hjálpa til...hingað til hefur verið meira en nóg fyrir mig að mæta á staðinn. Jú það er satt og takk fyrir það.

Hér að ofan sáuð þið samtal mitt við Helgi sem átti sér stað fyrr í dag og hefur oftar en ekki átt sér stað á föstudögum....þið kannist kannski við það?! EN what ever...hálftími eftir af vinnunni og svo kemur Helgi. Það er yndislegt fyrir utan það að ég er ekki buin að skipuleggja neitt. Er ekki einu sinni búin að fá upplýsingar um hvort að ammlið hjá Palla og Bogga sé í bænum eða á suðurnesjunum. Ég nenni ekki að keyra þangað.

Annars er ótrúlegt hvernig farið er með afleysingafólk hérna......áðan var ég hreinlega sett í það að tína rusl allt í kringum húsið, úti á götu og í næsta garði!!!! Á mánudaginn á ég svo að fara í endurvinnsluna ...sko með drasl.
En okei þetta var kannski ekki svo slæmt þar sem að það fóru allir út að tína rusl og kallin í ísbúðinni gaf okkur dömunum svo ís fyrir dugnaðinn. Húrra fyrir ísbúðinni á Hagamelnum. Svo fæ ég líka að hætta klukkutíma fyrr á mánudaginn í staðinn fyrir að skreppa með smávegis dót í Endurvinnsluna!!! Almennilegt!

fimmtudagur, júní 10, 2004

Bongó blíða og ég kemst ekki út fyrir hússins dyr....nema í hádeginu til að labba niður í TÍU/ELLEFU!! Í þokkabót er eiginlega ekkert að gera svo að morguninn fór í að taka til í skrifborðinu mínu og hreinsa út nokkurra ára gamlar auglýsingar og blöð sem að einhver gamall starfsmaður hafði skilið eftir. Núna er allt orðið voða skipulagt og hreinlegt í kringum mig!!!
En þó að ég þurfi að hýrast hérna inni í átta tíma í dag...þá verður bætt úr því eftir vinnu þegar slegið verður upp garðveislu í Tólfunni....þar mun saman koma fámenni en góðmenni sem njóta munu IKEA blómanna minna, grilla dýrindis íslenskt lamba eða svínakjöt og kannski renna niður smávegis öli með. Mæli með sólgleraugum....sumarklæðnaði en þó léttri yfirhöfn þegar kólna fer.

þriðjudagur, júní 08, 2004

jebb´I´m a bad mother fucker!!!
En hvað um það.....kvöldið í kvöld verður að sjálfsögðu eitt mest spennandi kvöld síðan lokaþáttur Survivor var sýndur...því í kvöld mun koma í ljós hver vinnur Paradise Hotel - af því tilefni munu gestir og gangandi hittast í hytte 10 og fylgjast með örlögum Dave, Chörlu og annarra. hvílík spenna, hvílíkt drama sem mun einkenna kvöldið. Verður Dave kóngurinn, hættir Charla að grenja eða vinna kannski vondu kallarnir og traðka á hinum í skítnum?! Fylgist með á POPP TV í kvöld klukkan níu!!
Ég vil bara koma á framfæri nokkrum skemmtilegum staðreyndum:

1)Ég er loksins búin að fá allar einkunnirnar mínar......náði öllu með ágætum....meira að segja hörmungarprófinu mikla...þó að því hafi nú kannski ekki verið náð með miklum ágætum!!!!

2)Ísafold er enn á lífi og gott betur en það því hún er nú orðin trúlofuð kona....komin hálfa leið í hnapphelduna með honum Sigga sínum. Á henni er von innan tíðar og mun hún verða búsett hér í gettóinu þetta sumarið!!

3)Í dag eru einungis tæplega tvær vikur þar til hún Svanhildur okkar stígur fæti á Frónið að nýju. Hún mun dvelja hér í 3 vikur og því um að gera að taka frá einhvern tíma í júlí. Þeim ungu mönnum sem að flýgur í hug að nú verði hægt að hreppa hjarta Svanhildar er vinsamlegast bent á að fara ekki offari í viðreynslunni þar sem að hinn alræmdi Klaus kærasti verður með í ferð!! (a.m.k. í einhvern tíma)

4)Og síðast en ekki síst og stoltast vil ég kynna Valdimar Víðisson verðandi skólastjóra!! Já, það er nú ekki á hverjum degi sem að nýútskrifaður kennaranemi öðlast skólastjórastöðu einn, tveir og þrír. En Valdi er náttúrulega einn af ofurhetjunum og því ekkert sem að hann ræður ekki við.

mánudagur, júní 07, 2004

Loksins kominn hinn langþráði mánudagur......helgin sem betur fer búin og ég get farið að vakna klukkan sjö á morgnanna aftur með góðri samvisku. Fólk lítur nefninlega annað fólk hornauga ef það sefur ekki út um helgar. Ég neyddist því til þess að liggja í rúminu fram að hádegi bæði laugardag og sunnudag. Mér finnst nefninlega óþægilegt að vera litin hornauga af öðru fólki. Fólki sem djammar og djammar allar helgar alla nóttina....fólki sem er öðruvísi en ég!!! ;o) Ég reyndi samt mitt besta til þess að falla inn í hópinn þessa helgina og náði að falla inní hópinn til klukkan þrjú á föstudagsnóttina....svona til að fagna afmælinu hans Hössa....var samt bara heima við svona til að þurfa ekki að taka TAXA í rúmið!! Ætlaði svo þokkalega að lifa alla laugardagsnóttina við glaum, gleði og grillmat. Það var yfir mörgu að gleðjast: Vígsla nýja, stóra gasgrillsins okkar, 2. í ammælisdegi Hössa og koma Árna og Ragnhild frá Grænlandi!! Kvöldið byrjaði nú bara nokkuð vel þar sem fyrrnefndir ásamt mér, Villa og Bigga grilluðu og gæddu sér á alls kyns veigum. Arna heiðraði okkur svo með návist sinni seinna um kvöldið. Allt lofaði þetta góðu þar til að klukkan sló miðnætti því þá breyttist djammdrottningin ég í þyrnirós....kvaddi gleðskapinn og lagðist til hvílu!! Á MIÐNÆTTI -- já ef fólk hefur einhvern tímann hneykslast á djammgetuskorti mínum þá var það þetta laugardagskvöld!!!

Sunnudagurinn fór svo í snatt með Bjúgusi og undirbúning fyrir F-hús. Klukkan fimm var svo komin tími til að vinna svo ég sótti strákana mína og bauð þeim upp á grill í Nauthólsvíkinni! Mæli með því að við ljúflingarnir stofnum til góðrar grillveislu í víkinni einhverntímann þetta sumarið!!!