mánudagur, júní 28, 2004

Þá eru Robbi og Ólöf búin að ganga í það heilaga og við komin aftur suður. Vonbrigði mín í ferðinni urðu þó nokkur:

1)Eftir að hafa loksins fjárfest í forláta kjól til þess eins að geta verið dömuleg við hátíðleg tækifæri sem þessi virtist nær óhugsandi að spranga um hálfklæðalaus á pinnahælum þarna í sveitinni. Hífandi rok og veislusalur með malargólfi átti sinnþátt í því - ég lét mig samt hafa það til að byrja með en þegar líða fór á kvöldið læddist ég út í tjald og hélt til baka í útilegugallanum :o) og var ég ekki ein um það!!

2) Úthaldið varði ekki lengur en til miðnættis og ekki orð um það meir.

3)Hífandi rok næturinnar slasaði tjaldið smávægilega

4)Samfarastunurnar úr næsta tjaldi voru töluvert truflandi. Skilur fólk ekki að þetta er bara eins og að ríða með plastpoka á hausnum - það heyra það allir!!

Hins vegar var rífandi stuð í veislunni.....mikið að drekka og borða og allt voða frjálslegt. Pétur J. Sigfússon bróðir brúðgumans a.k.a. Pétur í 70 mínútum fór á kostum með ræðu sinni og bröndurum. Fullgrófir hefðu sumir sagt en þeir vöktu mikla lukku þarna!! Ótrúlegt að maðurinn sé prestssonur!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home