þriðjudagur, júní 22, 2004

Hver þarf eiginlega að fara til útlanda meðan hann býr á hitabeltiseyjunni Íslandi??!!! Ég er allavegana hætt að kvarta....nema kannski yfir því að þurfa að hanga inni í svona bongóblíðu. Ég vildi frekar flatmaga á strandlengjunni í Nauthólsvík á svona dögum heldur en að láta skamma mig fyrir það að annað fólk sé ekki í vinnunni eða svari ekki skilaboðum. ÉG GET EKKI NEYTT SAMSTARFSFÓLK MITT TIL AÐ SVARA SKILABOÐUM SEM AÐ BERAST Í GEGNUM MIG TIL ÞEIRRA -- en þetta virðist fólk vera tregt til að skilja!!!

Í gær eftir vinnu kom yfir mig skyndileg grænmetis og ávaxtaárátta og af þeim ástæðum fann ég mig skyndilega stormandi um grænmetisborðið í Hagkaup. Innkaupin byrjuðu með appelsínugula handkörfu.....en eftir að hafa almenninlega áttað mig á alvarleika löngunar minnar var ekki um annað að ræða en að sækja stærri körfu. Ég endaði því á kassanum með ógrynni af náttúrulegri hollustu. Loksins var ég orðin ein af þeim sem ég öfundaði alltaf í búðinni....fólkið sem keypti bara hollan og fallegan mat en það hefur af einhverjum ástæðum ekki verið mín sterka hlið í þónokkurn tíma! Síðan fékk ég þá snilldarhugmynd að kaupa silung til að grill og kom þess vegna við á Vegamótum (fiskbúðinni sko) og fjárfesti í nokkrum flökum. Síðan var boðið til veislu! Grilluðum læri, silung, sveppi, tómata, kúrbít og karteflu, settum í salat og steiktum sveppaveislu. Í eftirmat voru svo niðurskorin fersk jarðaber, melónur og kiwi. Maturinn var að sjálfsögðu borðaður úti (eftir að við höfðum stolið garðborðinu og stólum´nágrannanum :o) Geðveikt grill í geðveiku veðri!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home