Þá er enn ein helgin afstaðin og senn styttist í nýja skólaárið!! Allavegana hjá mér þar sem að svo virðist sem mér sé farið að takast hið ómögulega (er ég á í hlut) ..það er að plana gleði og gaum margar helgar fram í tímann. Nú svo þið vitið hvenær og hvenær þið getið ekki fengið að njóta félagsskapar míns nema halda á sömu slóðir þá er dagskráin hér:
18-20. júní: Quality time með pabba, soffíu og hugsanlega fleirum
25-27.júní: Miðaldabrúðkaup og útilega á Reykhólum (sem eru nokkurn veginn á Vestfjörðum)
2-4. júlí: Í tilefni afmælis Himma og hinnar árlegu Háskólaútilegu mun stefnan sett á skóga í góðra vina hópi. -- Getur einhver lánað mér tjald?
9-11.júlí: Óráðið...endilega hafið samband ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug
16-18. júlí: Ef guð og fuð lofa þá verður F og G upphitun fyrir 5 ára reunionið sem verður á næsta ári! Nánari upplýsingar fyrir þá sem að málinu koma verða sendar út síðar.
...og svo verður að viðurkennast að fleira hefur ekki verið nákvæmlega tímasett - en ég er opin fyrir frumlegum sem og ófrumlegum hugmyndum. Sérstaklega ef einhver getur reddað bústað!
Helgin olli engum vonbrigðum þetta skiptið. Hún hófst á matarboði hjá Örnu. Mættar:Arna, Erla, Harpa H og Lára Hafberg. Stórgóður kjúklingurinn rann ljúflega niður með bjór og hvítvíni. Bjórinn og hvítvínið rann svo ljúflega niður á nokkurrar hjálpar eftir matinn. Lára beilaði nú snemma á okkur enda lasin greyið. VIð hinar héldum ótrauðar í höllina hans Stulla á Hverfisgötunni þar sem hann og Himmi sátu að sumbli. Saman ´héldum við á Vegamót þar sem að Arnar Ingi slóst í hópinn. Þar sátum við þar til efri hæðinni var lokað og því röltum við niður á Kofa Tómasar frænda.......Á Kofanum var rífandi stemming og þar tjúttuðum við langt fram á morgun.
Mig langar bara að þakka tjúttfélögum mínum þessa helgina fyrir eitt skemmtilegasta djammið í mjög mjög langan tíma!!! Ég skemmti mér meira að segja svo vel að skemmtikvóttinn kláraðist og restina af helginni eyddi ég undir sæng og sjónvarpsglápi.
18-20. júní: Quality time með pabba, soffíu og hugsanlega fleirum
25-27.júní: Miðaldabrúðkaup og útilega á Reykhólum (sem eru nokkurn veginn á Vestfjörðum)
2-4. júlí: Í tilefni afmælis Himma og hinnar árlegu Háskólaútilegu mun stefnan sett á skóga í góðra vina hópi. -- Getur einhver lánað mér tjald?
9-11.júlí: Óráðið...endilega hafið samband ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug
16-18. júlí: Ef guð og fuð lofa þá verður F og G upphitun fyrir 5 ára reunionið sem verður á næsta ári! Nánari upplýsingar fyrir þá sem að málinu koma verða sendar út síðar.
...og svo verður að viðurkennast að fleira hefur ekki verið nákvæmlega tímasett - en ég er opin fyrir frumlegum sem og ófrumlegum hugmyndum. Sérstaklega ef einhver getur reddað bústað!
Helgin olli engum vonbrigðum þetta skiptið. Hún hófst á matarboði hjá Örnu. Mættar:Arna, Erla, Harpa H og Lára Hafberg. Stórgóður kjúklingurinn rann ljúflega niður með bjór og hvítvíni. Bjórinn og hvítvínið rann svo ljúflega niður á nokkurrar hjálpar eftir matinn. Lára beilaði nú snemma á okkur enda lasin greyið. VIð hinar héldum ótrauðar í höllina hans Stulla á Hverfisgötunni þar sem hann og Himmi sátu að sumbli. Saman ´héldum við á Vegamót þar sem að Arnar Ingi slóst í hópinn. Þar sátum við þar til efri hæðinni var lokað og því röltum við niður á Kofa Tómasar frænda.......Á Kofanum var rífandi stemming og þar tjúttuðum við langt fram á morgun.
Mig langar bara að þakka tjúttfélögum mínum þessa helgina fyrir eitt skemmtilegasta djammið í mjög mjög langan tíma!!! Ég skemmti mér meira að segja svo vel að skemmtikvóttinn kláraðist og restina af helginni eyddi ég undir sæng og sjónvarpsglápi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home