mánudagur, júní 21, 2004

Þá er fyrstu útilegu sumarsins lokið og næstu bíða í hrönnum. Skellti mér í brjálaða keyrslu með pabba, soffíu og Jóa. Frá Borgarnesi.....Lundareykjadalinn...Búrfellsvirkjun.....????....Syðra-Langholt.....Landmannalaugar....Selfoss og ég veit ekki hvað og hvað. Frábært veður til að vera úti en ekki alveg hægt að segja það sama um að sitja í bíl í því. ÞEgar ég kom loksins heim var hægt að vinda fötin mín og súr fýla gaus upp við minnstu hreyfingu.
En það er allt komið í lag núna - enda ekki hægt að bjóða uppá slíkt í vinnunni!

Nú verður svo allt sett í gang til þess að redda útilegubúnaði fyrir brúðkaupið næstu helgi. Mig vantar tjald, svefnpoka,dýnur, grill, diska, glös, hnífapör, kælibox og annað sem vanir menn taka með í útilegu. Já það er nokkuð undarlegt að jafn mikil útivistarmanneskja og ég er þekkt fyrir að vera skuli ekki eiga slíkan útbúnað. Eitt af því sem er ótrúlegt en satt!!!!

Frumdrög að Skógaferðinni 2004 eru líka farin að skýrast. Fjöldi meðflotenda er þó ekki komið á hreint ennþá og bið ég þá sem að ætla að koma með en hafa enn ekki staðfest að láta mig vita. SVANHILDUR ÞETTA Á SÉRSTAKLEGA VIÐ UM ÞIG!!!!!

En nú er mál að fara heim úr vinnunni.....búið að vera brjálað að gera og best að drífa sig í burtu áður en einhver ryðsts inn á seinustu stundu.

Adios

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home