þriðjudagur, júní 15, 2004

Mér er meinilla við og mótmæli því eftirfarandi:

1) Hraðahindruninni á landamærum óvinaríkjanna Reykjavík(vesturbær) og Seltjarnaness; Mér þótti nú samt ekkert leiðinlegt að keyra fram hjá meðan á framkvæmdunum stóð. Þar voru alltaf kaffibrúnir og stæltir vegavinnustrákar, sveittir og berir að ofan að baða sig í sólinni. En nú er þeirri auganayndistíð lokið. Strákarnir og sólin farin en eftir stendur ömurleg, bílskemmandi hraðahindrun! Ég mótmæli!

2) EM í fótbolta. Þrátt fyrir að fjöldinn allur af fótboltahetjunum séu útlítandi eins og grískir guðir eða kvikmyndastjörnur, þá fara þeir örsjaldan úr að ofan. Þeir eru í sjónvarpinu frá morgni til kvölds.....engin fjölbreytni....bara fótbolti á fótbolta ofan og svo þarf auðvitað að hafa samantekt um fótbolta á kvöldin. Ég sakna Leiðarljóss sem nú hefur verið sett á hakann vegna EM.....geta ekki einu sinni sýnt mér og Örnu þá tillitssemi að sýna þættina allavegana eftir miðnætti!! Ég vil Guiding Light aftur!!!

3)Nýju EURO-PRIS búðina í vesturbænum. Þar sem ég var í nágrenni við hana í gær ákvað ég nú að fara og versla í matinn og skoða þessa nýju og glæsilegu búð í leiðinni. Jújú ég fór inn og fékk mér kerru og hóf verslunarferðina. Og ofaní fór appelsínusafi, gular baunir, kjúklingasúpa og...og...og....nei ekkert fleira. AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EIGINLEGA EKKERT ANNAÐ MATARKYNS TIL ÞARNA!!! Ekki mjólk , ekki brauð, ekki kjúklingur ...barasta næstum ekki neitt. Það hefði mátt halda að ég hefði verið stödd í stríðshrjáðu landi þar sem innflutningsbann væri á matvöru. DJöfull og dauði ....þarna ætla ég aldrei aftur að versla.....nema hugsanlega ef´ég verð í mikilli þörf fyrir niðursoðna kjúklingasúpu!!!!

HINS VEGAR MÆLI ÉG HIKLAUST MEÐ:
1)Videomyndinni RADIO með Cooba Gooding Junior. It makes u wanna be a better person!!

2)Háskólaútilegunni á Skógum. Magnað stuð!

3)því að Jói Krói fari að bjóða mér í hádegismat!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home