Loksins kominn hinn langþráði mánudagur......helgin sem betur fer búin og ég get farið að vakna klukkan sjö á morgnanna aftur með góðri samvisku. Fólk lítur nefninlega annað fólk hornauga ef það sefur ekki út um helgar. Ég neyddist því til þess að liggja í rúminu fram að hádegi bæði laugardag og sunnudag. Mér finnst nefninlega óþægilegt að vera litin hornauga af öðru fólki. Fólki sem djammar og djammar allar helgar alla nóttina....fólki sem er öðruvísi en ég!!! ;o) Ég reyndi samt mitt besta til þess að falla inn í hópinn þessa helgina og náði að falla inní hópinn til klukkan þrjú á föstudagsnóttina....svona til að fagna afmælinu hans Hössa....var samt bara heima við svona til að þurfa ekki að taka TAXA í rúmið!! Ætlaði svo þokkalega að lifa alla laugardagsnóttina við glaum, gleði og grillmat. Það var yfir mörgu að gleðjast: Vígsla nýja, stóra gasgrillsins okkar, 2. í ammælisdegi Hössa og koma Árna og Ragnhild frá Grænlandi!! Kvöldið byrjaði nú bara nokkuð vel þar sem fyrrnefndir ásamt mér, Villa og Bigga grilluðu og gæddu sér á alls kyns veigum. Arna heiðraði okkur svo með návist sinni seinna um kvöldið. Allt lofaði þetta góðu þar til að klukkan sló miðnætti því þá breyttist djammdrottningin ég í þyrnirós....kvaddi gleðskapinn og lagðist til hvílu!! Á MIÐNÆTTI -- já ef fólk hefur einhvern tímann hneykslast á djammgetuskorti mínum þá var það þetta laugardagskvöld!!!
Sunnudagurinn fór svo í snatt með Bjúgusi og undirbúning fyrir F-hús. Klukkan fimm var svo komin tími til að vinna svo ég sótti strákana mína og bauð þeim upp á grill í Nauthólsvíkinni! Mæli með því að við ljúflingarnir stofnum til góðrar grillveislu í víkinni einhverntímann þetta sumarið!!!
Sunnudagurinn fór svo í snatt með Bjúgusi og undirbúning fyrir F-hús. Klukkan fimm var svo komin tími til að vinna svo ég sótti strákana mína og bauð þeim upp á grill í Nauthólsvíkinni! Mæli með því að við ljúflingarnir stofnum til góðrar grillveislu í víkinni einhverntímann þetta sumarið!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home