laugardagur, desember 23, 2006

Keyrði í sama og brakandi blíðu hingað á Ströndina. Soffía systir komst ekki með - ekki af því að ég hafi viljandi skilið hana eftir. Ég fór til þess að sækja hana og Díu - þær bara komust ekki fyrir í litla blá...svo mikill var jólafarangur okkar fjögurra til samans. Hún neyddist því til að fara á eigin bíl og náði því ekki að spara bensín og göngin í þetta skiptið...nema náttúrulega hún hafi látið Díu greyið blæða - enda var það eiginlega henni að kenna að Soffía komst ekki með okkur ;-)

Mætti galvösk í Skötuveislu í félagsheimilinu í dag.....ilmurinn náði langt út á götu og maginn í mér hreinlega öskraði á skötu. Já eða þannig *æl* -- þvílík stækja og viðbjóður....á hverju ári er ég við það að kafna úr þessari ólykt og píni ofan í mig bita eða tveimur af skötu. Af hverju? Jú hefðin... jólin byrja ekki nema þetta komi fyrst. Í ár svindlaði ég hins vegar og fékk mér saltfisk..sem var góður - en lyktin samt engu betri en áður. Villingi guggnaði áður en hann kom inn...can´t blame him...hver í ósköpunum sem ekki hefur þurft að gera þetta í áraraðir eða finnst skata góð myndi fara af sjálfsdáðum í svona "matarboð"?!

Jólin svo hjá ömmu og afa á morgun....jóladagur hjá mömmu....og svo Akureyri um áramótin -- Síjú there.

Gleðiðleg jól alle alle sammen. Jólakortin eru ennþá í bílnum mínum þannig að þið sem eruð ekki svo heppin að vera hérna á Ströndinni um jólin fáið þau bara milli jóla og nýárs :-) (þ.e. ef þið náðuð á jólakortalistann...)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home