miðvikudagur, desember 20, 2006

KOMIN ÚR KLIPPINGU
Ebba Særún er búin að bjarga jólunum mínum. Mætti eldsnemma í vinnuna í morgun til þess að bjarga þessari hrúgu sem hafði safnast fyrir á höfði mínu og nú sé ég líka mun betur þar sem að toppurinn hangir ekki yfir augunum. Haldiði að það sé munur!!! Ég er búin að lofa henni að hún fái að klippa mig þegar ég læt verða af því að verða stutthærð aftur…… hvenær það verður veit hins vegar enginn.

Ég er samt farin að hafa áhyggjur af jólaveðurspánni. Ætlaði norður á Þorláksmessu en svo spáði svo illa að ég flýtti því fram á föstudagskvöld en nú spáir líka illa þá. Djöfuls vesen – það er eins gott að ég komist samt heim í jólamatinn. Það hefur nú tæpara verið ..árið sem að Soffía skildi mig eftir sofandi þegar hún keyrði norður ein jólin. Ég hafði víst lofað að vera tilbúin árla morguns og hún hafði hótað mér að fara án mín……en ég kíkti aðeins út á djammið kvöldið áður……já aðeins of lengi líka og svaf af mér brottfarartímann og Soffía stóð við sitt!!!! Já það var ekki stórt í henni jólahjartað þá ;-)
Eftir símtalamaraþon við alla sem mér datt í hug að væru ekki farnir norður, mikinn kvíðahnút og almenna óánægju með sjálfa mig og hatrammar aðgerðir systur minnar, komst ég að því að Jóhann ætlaði að fara rétt eftir hádegi. Hvílíkur léttir. Þetta “rétt eftir hádegi” varð reyndar rétt fyrir kvöldmat. Það var því seint og um síðir á Þorláksmessukvöld að ég skreið inn í hús á Hólabrautinni og hófst handa við að skreyta jólatréð!

Þessi jólin ætlar Soffía systir að fá far hjá mér…….. eins gott að ég gleymi henni ekki…….
hahahahahahahahahahahahahahahahahahaha

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home