þriðjudagur, desember 19, 2006

Þá er jólahlaðborði/veislu númer 4 lokið. Að þessu sinni bauð Glitnir mér í hádegisjólamat hjá Sigga Hall. Í gegnum þessa jólatíðina hef ég komist að því að ég er bara alls kostar ekkert svo yfir mig hrifin af jólahlaðborðum. Hluti af því er sú staðreynd að ég borða ekki síld, annar hluti af því er að ég vil hafa mikið af sósu með kjötinu mínu í staðinn fyrir þrjá dropa eða jafnvel enga og síðan finnst mér einfaldlega bara heimatilbúinn jólamatur sem er laus við allt “twist” og “nýjungar” einfaldlega laaaaaangbestur. Held að á næsta ári afþakki ég öll jólahlaðborð og fari bara svona plain út að borða í staðinn.

Þeir sem hafa séð mig undanfarið (sem eru ekki margir ég veit) vita án efa (af því að það er skammarlega sjáanlegt) að ég er ekki búin að fara í jólaklippinguna mína. Er búin að draga það að fara á hárgreiðslustofu í margar vikur. Fer varla út fyrir hússins dyr án höfuðfats og afsaka mig í vinnunni með því að segja að klipparinn minn sé erlendis og ég bara treysti engum öðrum. Svo leið og beið og leið að jólum og ég þorði ekki einu sinni að hringja og reyna að panta tíma neins staðar. Var hrædd um að ég fengi háðsglósur til baka því eins og allir vita verður fólk að panta jólaklippinguna með GÓÐUM fyrirvara. En allur þessi kvíði og allir þessir erfiðleikar og hárljótleiki sem dregur að sjálfsögðu fram allan annan ljótleika er senn á enda. Góð vinkona mín reddaði mér klippingu hjá góðri vinkonu sinni sem að náði að troða mér að svona víst ég ætlaði “bara” í klippingu. Loksins sá ég ástæðu þess að hafa aldrei fengið mér strípur eða lit ……stundum er bara ekki tími fyrir allan pakkann!!!
Á morgun um 9:30 verð ég væntanlega orðin ógeðslega sæt og tilbúin í jólin og það sem meira er ….þið hin þurfið ekki lengur að upplifa hryllinginn…..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home