Í morgun fór ég keyrandi á litla blá í vinnuna og þurfti því ekki að angra mig á neinu sem viðkom strætó – haleljúja! Ég mætti því galvösk til vinnu á þeim tíma sem ég ætlaði mér. Viðtalið mitt skrópaði, yfirmaðurinn floginn til Danmerkur og næsti yfirmaður rokinn úr húsi. Ég tek því ekkert viðtal í dag og get ekki skilað af mér þeim tveimur sem bíða því það á eftir að lesa þau yfir!
Ræræræræræræræ…….og þess vegna er ég búin að skoða allt og ekkert á netinu, éta Subway og gera mest lítið. Bíð bara eftir að komast heim – vá hvað ég myndi ekki nenna þessu dagsdaglega. Nema náttúrulega ef það væri vinnan mín að gera bara eitthvað sem mér dytti í hug – það gæti orðið gaman en nú fæ ég bara samviskubit yfir að vera að hangsa þó það sé eiginlega það eina sem er í stöðunni!
Það er aftur að koma helgi…….mér finnst alltaf vera helgi….ég veit ég er alltaf að segja þetta en það er bara þannig. Það er svo stutt á milli helga að mér finnst ég ekki hafa tíma til þess að ákveða hvað ég eigi að gera um helgar þannig að helgin fer í að hugsa um í hvað ég ætti að nýta hana og svo er allt í einu komið sunnudagskvöld.
En hamingjuóskir mánaðarins fá Hössi og Ragnhild sem voru að eignast undurfagran lítinn Hössa Junior!!
Ræræræræræræræ…….og þess vegna er ég búin að skoða allt og ekkert á netinu, éta Subway og gera mest lítið. Bíð bara eftir að komast heim – vá hvað ég myndi ekki nenna þessu dagsdaglega. Nema náttúrulega ef það væri vinnan mín að gera bara eitthvað sem mér dytti í hug – það gæti orðið gaman en nú fæ ég bara samviskubit yfir að vera að hangsa þó það sé eiginlega það eina sem er í stöðunni!
Það er aftur að koma helgi…….mér finnst alltaf vera helgi….ég veit ég er alltaf að segja þetta en það er bara þannig. Það er svo stutt á milli helga að mér finnst ég ekki hafa tíma til þess að ákveða hvað ég eigi að gera um helgar þannig að helgin fer í að hugsa um í hvað ég ætti að nýta hana og svo er allt í einu komið sunnudagskvöld.
En hamingjuóskir mánaðarins fá Hössi og Ragnhild sem voru að eignast undurfagran lítinn Hössa Junior!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home