föstudagur, nóvember 24, 2006

AF FÖGRUM FLJÓÐUM OG FÝRUM
Ég hef löngum barist við sjálfa mig um það hvort ég ætti að vera með eða á móti fegurðarsamkeppnum eins og Ungfrú Ísland og Ungfrú Heimur. Mér skilst að það sé ekki kúl og nútímalegt að vera “með” slíkum keppnum en ég hef samt aldrei komist að endanlegri niðurstöðu. Persónulega finnst mér slíkar keppnir vera helst til kjánalegar en ef að einhverjum fögrum fljóðum er sama þótt þær taki þátt í kjánalegri keppni, sem ýtir undir brenglað sjálfsálit ungra sála, þá þær um það. En það var hins vegar í gær sem að ég sannfærðist um að svona keppnir á bara að fella niður – allavegana þegar kemur að Herra Ísland. Sjaldan eða jafnvel aldrei hef ég fengið jafn mikinn kjánahroll eins og í gær þegar ég sat og horfði á Herra Ísland keppnina…..ef frátalið er kannski íslenski bachelorinn. Greyið greyið strákarnir voru flestir svo kjánalegir og óöruggir að þeir vissu ekkert hvort þeir áttu að setja upp kúl svipinn, töff svipinn eða brosa eins og góðir strákar gera. Þar af leiðandi komu allir svipirnir fram í einu sem orsakaði undarlegustu svipi sem ég hef séð í langan tíma. Það var þó enginn sem toppaði gæjann með tunguleikfimina – ó mæ god!

Ekki urðu kynnarnir Arnar Gauti og Silla til þess að bæta ástandið – þau gátu varla farið með heila setningu án þess að horfa niður á spjöldin sín. Það var hræðilegt. Og hvað er það að láta Regínu Ósk syngja einhver dead boring íslensk, róleg lög á svona töffarasýningu??? Hefði ekki verið meira við hæfi að fá Sylvíu okkar eða einhverja hressa tappa til þess að vera með tónlistaratriði. Nei ég bara spyr.

Ég var við það að skjóta mig í hausinn á tímabili…..en stóðst mátíð…..aðallega vegna þess að ég gat hlegið svo mikið að þessu. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég hef getað skellihlegið en verið að drepast úr leiðindum í senn – já það er ábyggilega eftirsóttur hæfileiki!!

Hef samt ákveðið að horfa ALDREI aftur á Herra Ísland keppnina……nema þegar sonur minn tekur þátt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home