TÍMINN FLÝGUR
Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur og stundum eiginlega bara svolítið ógnvekjandi. Sérstaklega þegar ég hugsa til þess að í dag eru bara 25 dagar þangað til ég verð 27 ára!!! Ég verð nú bara að segja það að ég er ekki tilbúin til þess að verða 27 ……ég held að það fari mér bara einfaldlega ekki – í alvöru!
Annað sem hefur liðið á ógnarhraða er tíminn minn hérna á Hverfisgötunni. Þegar ég samþykkti að skipta um vinnu í tvo mánuði sá ég fyrir mér langa og erfiða útlegð og útskúfun frá samstarfsfólkinu, tölvunni minni, stólnum mínum, ruslinu á skrifborðinu og fólkinu sem að hellir sér yfir MIG af því að velferðarkerfið, leikskólamálin og allt annað í heiminum er ekki að gera sig. En nei þessi tími er búin að þjóta áfram og jafnframt vera mjög ánægjulegur. Ég fékk nýtt, alveg ljómandi samstarfsfólk, nýjan stól, nýja tölvu og í bónus eigin skrifstofu og frið frá öskrandi fólki. Nú líður samt að lokum þessarar “himnavistar” minnar og þessir fáu dagar sem eftir eru fara mest í jólahlaðborð, jólapartý og annan jólaglaðning sem tengist skrifstofunni. Minni vinna – meira gaman.
Á eftir að sakna ýmislegs og m.a. að krúsa um bílastæðahúsið í leit að stæði á hentugri hæð. Ég hafði alltaf verið svolítið óörugg þegar kom að bílastæðahúsum. Fannst alltaf eins og ég myndi ekki ná beygjunum upp rampana og hlyti að stórskemma bílinn. Ekki jókst öryggið fyrsta skiptið sem ég manaði mig inn. Þar blöstu við mér veggir sem sýndu að ófáir stuðararnir höfðu rekið sig þar utaní…en mér tókst giftusamlega að fara upp nokkrar hæðir og finna stæði án þess að sjáist á bílnum. Nú er þetta hin mesta skemmtun og það er ósjaldan sem ég tek nokkra rúnta um bílastæðahúsið og æfi hraðann í beygjunum. Vörðurinn er líka orðinn einn af mínum betri vinum og það kemur fyrir að við tökum einn kaffi á Gráa Kettinum svona í morgunsárið.
AÐ ÖÐRU
Ægir litli hans Árna Vals er núna staddur í borginni með ömmu sinni. Eitthvað hafði hann frétt af mikilli tölvueign heimilis okkar og vildi ólmur kíkja í heimsókn til Inga frænda og fá að spila tölvuleiki. Það tækifæri fékk hann þegar ég bauðst til þess að við myndum passa á meðan amman færi í kokteilboð. Þar sem ég var enn að vinna þegar pössunin átti að hefjast tók Villi það að sér að taka á móti frænda sínum. Nokkru síðar kom ég heim og þá sátu þeir frændur í stofunni og spiluðu tölvuleik í Playstation og ég settist bara í eldhúsið og las blöðin. Skyndilega heyri ég skothvelli og önnur læti berast úr stofunni. Að mér læðist illur grunur og ég fer og athuga hvort það geti verið að Villinginn minn sé að leyfa FIMM ára frænda sínum að spila einn af hrottalegri playstationleikjum sem ég hef séð ……….og jú þarna sat hann sæll og glaður litli stúfurinn og blastaði hryðjuverkamenn hægri vinstri. Það þarf ekki að taka það fram að hexið ég var fljót að binda endi á það stríð og benti svo Villa mínum vinsamlega á það að hér um bil allir leikirnir sem voru á borðinu væru bannaðir innan 16 ára!!!! Litli stúfur var nú ekkert allt of ánægður með afskiptasemi mína og hvíslaði að frænda sínum hvort að þeir gætu ekki spilað hann bara næst þegar ég væri ekki heima ;-) Það er þeim mjög velkomið ef þetta “næst” verður eftir 10 ár!!
Já svona er ég nú mikil gribba
Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur og stundum eiginlega bara svolítið ógnvekjandi. Sérstaklega þegar ég hugsa til þess að í dag eru bara 25 dagar þangað til ég verð 27 ára!!! Ég verð nú bara að segja það að ég er ekki tilbúin til þess að verða 27 ……ég held að það fari mér bara einfaldlega ekki – í alvöru!
Annað sem hefur liðið á ógnarhraða er tíminn minn hérna á Hverfisgötunni. Þegar ég samþykkti að skipta um vinnu í tvo mánuði sá ég fyrir mér langa og erfiða útlegð og útskúfun frá samstarfsfólkinu, tölvunni minni, stólnum mínum, ruslinu á skrifborðinu og fólkinu sem að hellir sér yfir MIG af því að velferðarkerfið, leikskólamálin og allt annað í heiminum er ekki að gera sig. En nei þessi tími er búin að þjóta áfram og jafnframt vera mjög ánægjulegur. Ég fékk nýtt, alveg ljómandi samstarfsfólk, nýjan stól, nýja tölvu og í bónus eigin skrifstofu og frið frá öskrandi fólki. Nú líður samt að lokum þessarar “himnavistar” minnar og þessir fáu dagar sem eftir eru fara mest í jólahlaðborð, jólapartý og annan jólaglaðning sem tengist skrifstofunni. Minni vinna – meira gaman.
Á eftir að sakna ýmislegs og m.a. að krúsa um bílastæðahúsið í leit að stæði á hentugri hæð. Ég hafði alltaf verið svolítið óörugg þegar kom að bílastæðahúsum. Fannst alltaf eins og ég myndi ekki ná beygjunum upp rampana og hlyti að stórskemma bílinn. Ekki jókst öryggið fyrsta skiptið sem ég manaði mig inn. Þar blöstu við mér veggir sem sýndu að ófáir stuðararnir höfðu rekið sig þar utaní…en mér tókst giftusamlega að fara upp nokkrar hæðir og finna stæði án þess að sjáist á bílnum. Nú er þetta hin mesta skemmtun og það er ósjaldan sem ég tek nokkra rúnta um bílastæðahúsið og æfi hraðann í beygjunum. Vörðurinn er líka orðinn einn af mínum betri vinum og það kemur fyrir að við tökum einn kaffi á Gráa Kettinum svona í morgunsárið.
AÐ ÖÐRU
Ægir litli hans Árna Vals er núna staddur í borginni með ömmu sinni. Eitthvað hafði hann frétt af mikilli tölvueign heimilis okkar og vildi ólmur kíkja í heimsókn til Inga frænda og fá að spila tölvuleiki. Það tækifæri fékk hann þegar ég bauðst til þess að við myndum passa á meðan amman færi í kokteilboð. Þar sem ég var enn að vinna þegar pössunin átti að hefjast tók Villi það að sér að taka á móti frænda sínum. Nokkru síðar kom ég heim og þá sátu þeir frændur í stofunni og spiluðu tölvuleik í Playstation og ég settist bara í eldhúsið og las blöðin. Skyndilega heyri ég skothvelli og önnur læti berast úr stofunni. Að mér læðist illur grunur og ég fer og athuga hvort það geti verið að Villinginn minn sé að leyfa FIMM ára frænda sínum að spila einn af hrottalegri playstationleikjum sem ég hef séð ……….og jú þarna sat hann sæll og glaður litli stúfurinn og blastaði hryðjuverkamenn hægri vinstri. Það þarf ekki að taka það fram að hexið ég var fljót að binda endi á það stríð og benti svo Villa mínum vinsamlega á það að hér um bil allir leikirnir sem voru á borðinu væru bannaðir innan 16 ára!!!! Litli stúfur var nú ekkert allt of ánægður með afskiptasemi mína og hvíslaði að frænda sínum hvort að þeir gætu ekki spilað hann bara næst þegar ég væri ekki heima ;-) Það er þeim mjög velkomið ef þetta “næst” verður eftir 10 ár!!
Já svona er ég nú mikil gribba
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home