Ástæða þess að ég hef ekki ritað orð hér í lengri tíma er einfaldlega vegna þess að ég hef ekki kunnað við, fyrr en nú, að eyða tímanum í nýju tímabundnu vinnunni minni í að blogga. Ég er samt með eigin skrifstofu þannig að það er nú ekki eins og einhver komist að því, en samviska mín vildi ekki leyfa þetta fyrr.
Það er ábyggilega fullt að frétta, ég er bara búin að gleyma því öllu nema helginni sem var mjög næs. Borðaði pizzu og drakk rauðvín með Lóu, Örnu og auðvitað Söru Margréti sem, eins og litlum börnum sæmir, harðneitaði að fara að sofa í miðju partýi!!
Á laugardagskvöldið buðu Clausen og Röggs í innflutningsteiti þar sem var fjölmenni nokkuð og mikið sungið og spilað. Þeir frændur höfðu meira að segja útbúið veitingar í massavís og eru greinileg betur að sér í snittufræðum en ég.
Síðdegis á sunnudeginum var planið að fara í IKEA. Villi minn sat undir stýri þennan daginn, það var orðið nokkuð myrkvað og hann hafði ekki komið í nýja IKEA áður. Ég sat í framsætinu og vísaði veginn, enda ekki að fara í jómfrúarferðina mína. En eins og virðist algengt í fari karlmanna þá hlustaði Vilhjálmur ekki af athygli á leiðbeiningar mínar um hvar átti að beygja til hægri, hvar til vinstri og hvar halda beint af augum. Sökum þess hófst heljarinnar krókaleiðaferð um áður óþekkt hverfi Kópavogs, ef þetta var þá Kópavogur. Í upphafi ferðar hafði ég óskað eftir því að stoppað yrði í bakaríinu svo ég gæti nært mig sökum gífurlegs hungurs en það lét ekki vel í eyrum Villa míns, hann vildi nefninlega líka borða, en ekki þar. Þá óskaði ég eftir stoppi í lúgu-sjoppu en neinei það var ekki nógu gott heldur. Svo að þarna í myrkrinu í óþekkta hverfinu var ég nær aðframkomin af hungri og hvergi var matsölustaður sjáanlegur. Ég hugsaði sumum þegjandi þörfina! En af því að ég er alveg einstaklega ratvís komumst við á leiðarenda. Sársvöng gengum við inn í sænsku höllina….eitt skref, tvö skref, þrjú skref, fjögur skref…. Þá hljómaði í hátalarkerfinu: Góðir gestir, klukkan er nú sex og verslunin lokar. Kassar loka eftir örfáar mínútur. Takk fyrir komuna…
…..djö…helv…..andsk..
…..ég fékk að fara í lúgu eftir þetta.
Það er ábyggilega fullt að frétta, ég er bara búin að gleyma því öllu nema helginni sem var mjög næs. Borðaði pizzu og drakk rauðvín með Lóu, Örnu og auðvitað Söru Margréti sem, eins og litlum börnum sæmir, harðneitaði að fara að sofa í miðju partýi!!
Á laugardagskvöldið buðu Clausen og Röggs í innflutningsteiti þar sem var fjölmenni nokkuð og mikið sungið og spilað. Þeir frændur höfðu meira að segja útbúið veitingar í massavís og eru greinileg betur að sér í snittufræðum en ég.
Síðdegis á sunnudeginum var planið að fara í IKEA. Villi minn sat undir stýri þennan daginn, það var orðið nokkuð myrkvað og hann hafði ekki komið í nýja IKEA áður. Ég sat í framsætinu og vísaði veginn, enda ekki að fara í jómfrúarferðina mína. En eins og virðist algengt í fari karlmanna þá hlustaði Vilhjálmur ekki af athygli á leiðbeiningar mínar um hvar átti að beygja til hægri, hvar til vinstri og hvar halda beint af augum. Sökum þess hófst heljarinnar krókaleiðaferð um áður óþekkt hverfi Kópavogs, ef þetta var þá Kópavogur. Í upphafi ferðar hafði ég óskað eftir því að stoppað yrði í bakaríinu svo ég gæti nært mig sökum gífurlegs hungurs en það lét ekki vel í eyrum Villa míns, hann vildi nefninlega líka borða, en ekki þar. Þá óskaði ég eftir stoppi í lúgu-sjoppu en neinei það var ekki nógu gott heldur. Svo að þarna í myrkrinu í óþekkta hverfinu var ég nær aðframkomin af hungri og hvergi var matsölustaður sjáanlegur. Ég hugsaði sumum þegjandi þörfina! En af því að ég er alveg einstaklega ratvís komumst við á leiðarenda. Sársvöng gengum við inn í sænsku höllina….eitt skref, tvö skref, þrjú skref, fjögur skref…. Þá hljómaði í hátalarkerfinu: Góðir gestir, klukkan er nú sex og verslunin lokar. Kassar loka eftir örfáar mínútur. Takk fyrir komuna…
…..djö…helv…..andsk..
…..ég fékk að fara í lúgu eftir þetta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home