fimmtudagur, september 15, 2005

Helgin nálgast og lítur út fyrir að verða jafn viðburðalítil og síðustu helgar - hvað er eiginlega að gerast? Aldrei fyrr á ævi minni hef ég verið jafn mikill félagsskítur og nú - þetta er spurning um að rífa sig upp á rasshárunum og byrja að blanda geði við mannfólkið á ný. Kannski kíki ég í partý, eða treð mér í póker hjá Jóa Króa, gæti líka farið í keilu og pool ef einhver er til í það, gæti líka gert eitthvað þroskandi og heilbrigt eeeeeeen held ég sleppi því enda ekki minn stíll ;o)

Mér var reyndar boðið í eitthverja borgarstjóraathöfn á morgun þar sem fram fer afhending samgöngublómsins (wtf datt þetta nafn í hug) - ég afþakkaði pent og sagðist hafa mikilvægari hnöppum að hneppa....sem er lygi en hvað með það!

Í næstu viku flyt ég í Fossvoginn - tímabundið - verð ráðsett, útivinnand, tveggja barna húsmóðir í einbýlishúsi og á fjölskyldubíl! Þetta er svona ný tilraun eins og þegar grunnskólakrakkar eru látnir fara heim með dúkku sem lætur eins og ungabarn nema nú er hægt að fá að prófa allt heila klabbið - hvort maður höndli pressuna og allt sem fylgir hefðbundnu fjölskyldulífi. Heppnar fjölskyldur fá svo frí á meðan frá börnum og daglegu streði!!!
Ég er ekki í nokkrum vafa um að ég og Villi klárum okkur vel í þessu - enda er helgin ekki innifalin :o)

En mig langar að lýsa yfir reiði minni í garð RÚV þessa dagana fyrir að sýna eldgamla STIKLUR þætti þegar mitt ástkæra Leiðarljós á að vera í sjónvarpinu!!!!!!! Það finnst mér djöfuls yfirgangur og frekja - ég meina kannski er einhver góð ástæða fyrir þessu en ég myndi þá vilja fá að vita hana!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home