mánudagur, ágúst 29, 2005

Þá er ég komin aftur heim úr enn einu brúðkaupi sumarsins – síðast voru það Lóa og Jóhann, nú voru það Jóhanna og Jóhann – ég valdi nefninlega þema fyrir sumarið það var að fara eingöngu í brúðkaup hjá mönnum sem heita Jóhann og það hefur gengið ágætlega eftir! Reyndar hét fyrsti brúðguminn Þorsteinn en hann lítur út eins og Jóhann í mínum augum svo það slapp fyrir horn :o) Einu brúðkaupinu sleppti ég svo að sjálfsögðu þar sem að brúðguminn var langt frá því að heita Jóhann og hafði fátt til að bera sem prýðir að meðaltali góðan Jóhann!

Næsta sumar verður tileinkað brúðinni og ég mun eingöngu sækja brúðkaup þar sem að brúðurin hefur uppahafsstaf A eða B.....

Annars var þetta snilldar brúðkaup hjá þeim hjónakornum – það var stuð bæði í kirkjunni og veislunni – svo mikið stuð að ég er með strengi eftir allan dansinn! Kata H þjónaði til borðs og stóð sig svo vel að ég held að ég hafi aldrei verið með tómt glas allt kvöldið – og samt drekk ég hratt ;o) Hún byrjaði reyndar veisluna á því þruma kampavínsglasi í gólfið.....held hana hafi bara vantað athygli!!

Nú fara næstu þrír dagar að byggja upp spennu og eftirvæntingu eftir fimmtudeginum en þá ætla ég að taka sumarfríið mitt og heimsækja Kaupmannahöfn þannig að ef að þið verðið staðsett í köben frá 1. – 6. september endilega látið mig vita!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home