þriðjudagur, september 13, 2005

Jólagjafakaup yfirstaðin – kortaskrif í vændum

Já kæru vinir, þetta árið var ég hagsýn og framsýn og hef lokið því að kaupa nær því allar jólagjafir þetta árið. Eins og margir vita fórum við Villi til Köben síðustu helgi....eða frá fimmtud. – þriðjud. Og kláruðum þetta af í hvellinum – það er þvílíkur léttir að vita að þetta er frá og að við munum mögulega eiga einhvern pening í desember annað en mörg önnur árin!

Það fór samt ekki allur tíminn í jólagjafaleiðangur enda sól og hiti allan tímann ...mmmmmm, það var því ekki leiðinlegt að fara úr kuldaúlpunni hérna í Reykjavík yfir í pils og ermalaust í Danaveldi!! Svanhildur mín sótti okkur á flugvöllinn á einstakri glæsikerru og brunaði með okkur á Örestad kollegíið þar sem íbúðin hennar Ídu beið okkar. Ætluðum að gista hjá Svanhildi og Klaus en heimsókn Bjöggu og Ingós helgina áður hafði gert manninn fárveikan (já sumir hafa þessi áhrif!!;o)) Ída var svo góð að lána okkur íbúðina sína í staðinn – Takk Ída mín! Á laugardeginum fluttum við svo yfir til Swanie og Klaus þar sem Klaus var stiginn upp úr veikindunum. Til að fagna því buðu þau okkur í dýrindis steik og tilheyrandi – tilheyrandi þýðir kartöflur, salat, sósu, rauðvín, mojito, bjór, eftirrétt, meiri mojito, undarlega jarðaberja – vodka – tequila blöndu og svo meira rauðvín. Eins og gefur að skilja og vill oft verða fylgdi í kjölfarið töluverður hávaði, mas, söngur, dans og luftgítartónleikar – við skemmtum okkur mjög vel en sömu sögu var ekki að segja um unga manninn á neðri hæðinni. Á ákveðnum tímapunkti kom hann og barði næstum niður hurðina og fyrir framan stóð hann titrandi af bræði og missti sig við húsráðanda. Þessi maður er ekki á lífi ennþá og mun sjálfsagt finnast niðurbútaður í húsasundi í Sydhavn.........hahahahahahahahaha!

Við heimsóttum einnig dýragarðinn þar sem ég tók þátt í fílreiðakappi og steiktramaurakappáti. Síðar lá leiðin í Tívolíið með túrpassa og þar fór ég mína fyrstu ferð í rússíbana sem fer á hvolf – það var gaman, reyndar missti ég annan skóinn...hann er glataður að eilífu! Ég nýtti passann að sjálfsögðu mjög vel og fór í öll þau tæki sem þess voru verð....í sum fór ég ein......af því að ég er hugrakkari aðilinn í sambandinu ;o)

Ísafold mætti svo í síðustu kvöldmáltíðina okkar á Jensens Böfhus....mmmm....nýkomin úr örmum unnustans á Íslandi....það kallaði á djúsí steik og bernaise sem er allra meina bót (ekki satt Arna?)

Ferðin var semsagt frábær, yndisleg, æðisleg og hefði mátt vera miklu lengri! Elsku Svanhildur, Ída og Klaus – þúsund þakkir fyrir gestrisnina og allt annað.
P.s. eru þeir búnir að finna nágrannann?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home