þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Skúrkar á Skúlagötu
Í gær og í dag hef ég verið að leysa af í Þjónustumiðstöð staðsettri á Skúlagötu. Gærdagurinn var ekki ýkja viðburðarríkur og tiltölulega fáir mættu á staðinn. Dagurinn í dag byrjaði líka rólega og ég gat setið í rólegheitunum og leitað að áhugaverðum hlutum á E-bay! En Adam var ekki lengi einn í paradís og ekki Erla heldur. Áður en varði voru mættir hingað tveir ógæfumenn (er það ekki það kurteisislegasta að segja?), annar kjaftvaskur mikill, hinn öllu fámálli en drungalegri í senn. Ég í framvarðasveitinni á ókunnum vinnustað lenti að sjálfsögðu í því að þurfa að hlusta á þá, afgreiða, brosa og vera kurteis - sem var svo sem ekki ýkja erfitt en öllu má nú ofgera með ógæfumannastælum og þegar þeim fjölgar og eru farnir að sitja hér nálægt tímunum saman fer manni ekki að standa á sama. Ég er glöð að vera að vinna í Vesturbænum því vandamálafólkið í Vesturbænum er þó skárra en skúrkarnir á Skúlagötunni - ég er líka sérstaklega glöð yfir því að vera ekki að leysa meira af hérna þar sem að sá fámáli en drungalegi hótaði að mæta hérna á hverjum morgni við opnun og sitja út opnunartímann!! Guð forði mér frá frá því!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home