miðvikudagur, júlí 13, 2005

Father, it´s been a week since my last confession!!

Ég gef mér því tíma til þess að setjast í skriftarstólinn enda ánægjulega, óeðlilega lítið að gera í vinnunni í dag ólíkt síðustu vikum.

Það er reyndar ekkert að frétta....helgin var með rólegra móti, spilaði póker við Villa, Nökkva, Hössa og Stjána langt fram á nótt og kíkti svo aðeins í bæinn. Rest helgarinnar fór í sjónvarpsáhorf og snatt fyrir pabba. Ég var því hressari en oft áður þennan mánudagsmorguninn en marga aðra!

Það styttist óðum í næstu helgi, það er samt allt of mikill föstudagur í mér í dag. Skipperinn ætlar að halda upp á 25 ára afmælið sitt með stæl á föstudagskvöldið og síðan er eitthvað verið að tékka á útilegu á laugardeginum....veit ekki hvað verður úr því enda veðrið miður skemmtilegt þessa dagana – verst að eiga ekki bara sumarbústað!

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum í dag þegar ég uppgvötaði að ég hafði misst af tónleikunum hjá Antony á NASA........það virðist kannski ekki lýsa miklum áhuga að hafa misst óvart af þeim en málið er að það var búið að auglýsa þá svo lengi að ég gleymdi þeim....já já svona geta hlutirnir gerst eða ja´sem sagt ekki gerst í þessu tilfelli!

Þetta sumar stefnir hraðbyri að því að verða eitt óviðburarríkasta sumar lífs míns í mína óþökk. Í fyrra fór ég í a.m.k þrjár útilegur, hélt fjölmörg grillmatarboð, fór á kaffihús og djammaði. Þetta sumarið hef ég ekki einu sinni tíma til þess að bjóða fólki í mat.......já þetta er sorglegt líf, á sorglegu sumri í sorglegu veðri og sóun á góðu grilli, góðum vinum og góðum stundum...............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home