þriðjudagur, september 18, 2007

Geisp!!!

Nú er orðið eitthvað minna um rólegheit hjá minni enda nýja verkefnið komið á skrið og fleiri í augsýn. Það er ágætt þar sem ég hef gott af því að þurfa að vakna á hverjum morgni eins og annað vinnandi fólk.
Helgin var nokkuð góð. Fór í VX partý á föstudaginn þar sem að VXararnir hittust til þess að minnast þess að 10 ár voru liðin frá því að þeir hófu göngu sína í VX. Eins og margir vita var ég hins vegar EFFari en við stúlkurnar úr Grænu fengum hins vegar að gleðjast með þeim, teyga Tryggva Sterka og horfa á frábæra myndasýningu úr "fortíðinni". Ég skemmti mér allavegana feikna vel ekki síst þegar Pétur furðaði sig á þeirri miklu þoku sem lagst hafði yfir Fossvoginn þetta kvöld!!!!
(Mögulega eru ekki allir sem að skilja innihald þessarar frásagnar. Ég biðst afsökunar á því en frekari útskýringar yrðu of langdregnar)

Það er komið haust..............datt í hug að deila því með ykkur hefðuð þið ekki tekið eftir því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home