Ég hef staðið mig að því að undanförnu að vera að raula lagstúfa í tíma og ótíma. Það væri svo sem alltí lagi ef þetta væru ekki allt jólalög. Ég skil engan veginn hvers vegna í ósköpunum heilinn á mér spýtir bara út jólalögum. Ég er ekkert sérstakt jólabarn og hef síðustu ár meira að segja tekið upp á því að nenna ekki að standa í þessu jólastússi. Samt baka ég ekki jólasmákökur, held jólaboð eða geri allsherjar jólahreingerningu. Ég held að ég sé bara komin með leið á þessari jólafirringu sem er alltaf í gangi. Ég legg þó alls ekki til að jólin verði lögð niður – ég er alltaf til í gott frí og góðan mat.
Annars er ég að fara í hálfgert frí núna á eftir – ætla að bruna norður á Skagaströndina og sjá um að pabbi fari sér ekki að voða og fái nú að borða…svona nýkominn úr langri sjúkrahúslegu. Kannski ég reyni að slappa svoldið af líka (ekki það að ég sé mjög stressuð dags daglega), hugleiði smá, lesi bók og láti svo daginn líða úr mér í pottinum á kvöldin – mmmmmmm……
Þegar ég kem heim aftur verðum við orðin þrjú í heimili (+ Lotta). Við Villi höfum tekið ungan dreng að nafni Baldvin í fóstur í tvo og hálfan mánuð. Baldvin er hvers manns hugljúfi og því ætti þetta ekki að verða erfitt. Að auki ku hann vera góður kokkur og snilldar bakari þegar kemur að skúffukökum.
Í tilefni 11. apríl vil ég óska afmælisbörnunum til hamingju með 27 ára afmælið:
LÓA - SNORRI CLAUSEN - SIGGA OLGA og ADDI SIGURJÓNS - til lukku með daginn...it´s all downhill from here.
Að lokum vil ég benda á að Rebekka er loksins farin að tjá sig í netheimum aftur og nú á nýrri glæsilegri síðu - REBEKKA
og meira að segja Doddus líka - hann má finna hér
Annars er ég að fara í hálfgert frí núna á eftir – ætla að bruna norður á Skagaströndina og sjá um að pabbi fari sér ekki að voða og fái nú að borða…svona nýkominn úr langri sjúkrahúslegu. Kannski ég reyni að slappa svoldið af líka (ekki það að ég sé mjög stressuð dags daglega), hugleiði smá, lesi bók og láti svo daginn líða úr mér í pottinum á kvöldin – mmmmmmm……
Þegar ég kem heim aftur verðum við orðin þrjú í heimili (+ Lotta). Við Villi höfum tekið ungan dreng að nafni Baldvin í fóstur í tvo og hálfan mánuð. Baldvin er hvers manns hugljúfi og því ætti þetta ekki að verða erfitt. Að auki ku hann vera góður kokkur og snilldar bakari þegar kemur að skúffukökum.
Í tilefni 11. apríl vil ég óska afmælisbörnunum til hamingju með 27 ára afmælið:
LÓA - SNORRI CLAUSEN - SIGGA OLGA og ADDI SIGURJÓNS - til lukku með daginn...it´s all downhill from here.
Að lokum vil ég benda á að Rebekka er loksins farin að tjá sig í netheimum aftur og nú á nýrri glæsilegri síðu - REBEKKA
og meira að segja Doddus líka - hann má finna hér
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home