fimmtudagur, júní 28, 2007

Ó já hæ! Ég er semsagt komin heim frá Spáni en hef að mestu haldið mig innandyra frá heimkomunni. Ferðin gekk sko samt bara mjög vel fyrir utan að búa í víggirtu samfélagi, fengið annarsstigs bruna af sólinni, lent í árekstri við brjálað spánverjapar, hafa ælt yfir heilan hóp af fólki í rússíbana og verið bitin illa af flugu og enn verr af stórhættulegri könguló!!! Það var semsagt ekki sjón að sjá mig þegar ég kom heim og því hef ég látið lítið fyrir mér fara auk þess sem engar myndir úr ferðinni verða birtar hér. Ekki batnaði þetta þegar ég kom til landsins en þá var Villi ekki einu sinni mættur til þess að sækja mig. En af rælni hafði ég hringt í hann um leið og ég steig úr flugvélinni og hann þaut af stað með skottið milli lappanna og brunaði út á völl. Það var gott að ég hafði góða bók til þess að lesa á meðan ég beið.

Annars er ég bara upptekin við það að vera ógeðslega bissí framkvæmdarstjóri af því að það Þykir víst frekar kúl.

Það var einhver heljarins hellingur af fólki frá Skagaströnd að útskrifast úr hinu og þessu þetta vorið og ég óska þeim bara öllum innilega til hamingju með það.
og Lóa mín líka þú fær hamingjukossa. Sorrý að ég komst ekki í partýið en ég nennti ekki í bæinn þegar ég kom heim k. 02:30 á aðfaranótt sunnudagsins :)

Ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé langt liðið á sumarið - púff - 1. helgin í júlí komin - og ég er ekki einu sinni byrjuð að plana útilegu. Þetta er náttúrulega til skammar og ég sé mér ekki annað fært en að kalla eftir viljugum sjálfboðaliðum til þess að koma með.

Jæja farin að prufukeyra vonandi nýja bílinn minn

og ath. fyrsta málsgreinin er kannski smávægilega ýkt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home