föstudagur, maí 18, 2007

Þá er loksins búið að koma Framsókn úr ríkisstjórn (sorry Inga Guðrún) og við blasa vonandi betri tímar fyrir utan það að Árni Johnsen skuli vera að setjast aftur á þing. Að því leitinu skammast ég mín fyrir þjóðina – þó aðallega þá sjálfstæðismenn sem gerðu þetta kleift. Og reyndar finnst mér jafn svívirðilegt af Árna að reyna að koma sér aftur á þing og að hafa brotið af sér eins og hann gerði. Vona að hann verði lagður í einelti á vinnustað!!!

Annars er ég óheyrilega andlaus í dag. Dettur ekkert í hug að skrifa um eða jú ég bara get ekki sett það niður á blað. Held það tengist eitthvað vikulangri þreytu minni sem ekki rættist úr í frídeginum góða í gær því ég var að vinna til að verða 01:30 í nótt!!!! Djöfull er ég fegin að það er föstudagur í dag.

Mig langar að spila póker. Ég og Villi spiluðum póker á miðvikudagskvöldið (upp á pening auðvitað – annars er ekkert að marka). Ég tapaði að venju og hvað er þá betra en að spila meira til að æfa sig??!!

Í dag eru bara 9 dagar þangað til ég hætti í vinnunni og 19 dagar þangað til ég kemst í sól og sumaryl á Spáni. Reyndar vinnuferð en hverjum er ekki sama svo lengi sem ég fæ smá sól í kroppinn!

Afmæliskveðjur um þessar mundir fá svo:
Harpa (17.maí)
Jóhann (18.maí)
Hildur (21.maí)
Ísafold (22.maí)
Kiddi B (26. maí)

Góða helgi lömbin mín

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home