mánudagur, apríl 23, 2007

Þá er þrekvirki síðustu fjögurra daga lokið og ég búin að skila af mér drengjunum mínum þremur. Og ótrúlegt en satt þá er ég bara nokkuð vel sofin! Það verður samt ótrúlega gott að koma heim í kvöld, þurfa ekki að gefa að borða, skipta um bleyjur, skeina, bursta fleiri tennur en mínar, þvo andlit, hendur, lesa barnabækur, syngja og svæfa og vera síðan með annað eyrað opið ef að einhver skyldi vakna…. Í kvöld ætla ég bara að hoppa beint upp í rúm og ekki hafa áhyggjur af neinu nema að vakna á réttum tíma í fyrramálið!!!!

Það tekur reyndar ekki við neitt frí þessa vikuna. Vinnan eins og venjulega og svo meiri vinna á kvöldin – ooooo get ekki beðið eftir næstu helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home