fimmtudagur, maí 10, 2007

Þá er komið að viðburði ársins: Evróvisjón. Þar sem að Eiríkur Hauksson mun trylla lýðinn og fleyta okkur Íslendingunum áfram í aðalkeppnina. Já hann er ekki dauður úr öllum æðum rauðhærði tröllastrákurinn okkar. Sá viðtal við konuna hans – sýndist hún nú ekki vera að hafa alveg nógu gaman að þessu þótt hún reyndi að sannfæra okkur áhorfendur um annað.

Ég er búin að vera með forsetasyndrómið síðustu daga. Villi líka en hann fékk það um leið og forsetinn og lýsti sér nákvæmlega eins og fjölmiðlar lýstu forsetaeinkennunum – sterk þreytuviðbrögð!! Var að hugsa um að hringja í hann Svan mág minn og lækni og biðja hann um að kalla eftir þyrlu en æji…….fannst það helst til mikið vesen.

Himmi minn og Herdís eru orðin stoltir foreldrar Arngríms Búra – fjallmyndarlegs drengs sem ég á enn eftir að skoða nánar. Innilega til hamingju með það!

Og í dag er ég orðinn framkvæmdarstjóri fyrirtækis --- hvað er meira kúl en það??!!! ;)

GO EIKI!!!!



Hvað er Erla að gera??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home