miðvikudagur, maí 23, 2007

Geisp!!!!!!

Svakalega hefði ég gefið mikið fyrir að fá að sofa lengur í morgun – kannski jafnvel svo mikið sem hluta af litlu tánni og jafnvel smá síðuspik með. En það var víst ekki í boði svo ég neyddist til að koma mér á fætur og bruna í vinnuna. Já það tekur stundum sinn toll að troða sjálfum sér í aukavinnur eins og lífið sé ekkert annað. En því er lokið í bili svo ég ætti að geta farið að haska mér á lappir næstu morgna án þess að grenja yfir því.

Á sunnudaginn fermist hún Berglind Hólmarafrænka mín og þá liggur leiðin á Snæfellsnesið. Ákváðum reyndar að gera bara ferð úr þessu og eyða helginni á nesinu með Bjöggu og Ingó. Mamma hennar Bjöggu bauð upp á húsaskjól svo að það ætti ekki að væsa um okkur þó að það verði slagveður og hagl. Vona samt að það rætist úr spánni svo að það verði skemmtilegra að skoða sig um og smella af myndum.

Helgina eftir það a.k.a. sjómannadagshelgina er svo planið að kíkka á Ströndina og svei mér þá ef við verðum ekki bara mætt öll systkinin og fylgdarlið.

Og enn styttist í Spánarferðina – tvær vikur og þá er það bara bikini og sólgleraugu!

Langar síðan að segja elsku elsku elsku elsku Ísafold – innilega til hamingju með afmælið í gær!
…..og Baldvin í dag
……og áfram LIVERPOOL

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home