fimmtudagur, maí 31, 2007

MY DAYS ARE OVER

…Það er að segja dagarnir á núverandi vinnustað. Síðasti dagurinn er í dag og því fylgir svona ljúfsár tilfinning. Það er sárt að kveðja frábært samstarfsfólk en ljúft að vera að snúa sér að nýjum hlutum. Elskurnar hérna í vinnunni voru með kveðjustund fyrir mig í hádeginu þar sem haldin var hjartnæm ræða, boðið var upp á ljúffenga franska súkkulaðiköku (sem tók fjögurra bakaríaferð að finna skilst mér) og ég fékk blóm + egg og kertastjaka eftir Koggu + frábæra innrammaða myndaseríu af mér og öllum hér. Svei mér að yfirgefa svona yndislegt fólk!!!

Ég ætla reyndar að halda kveðjupartý fyrir alla annað kvöld því þó þau séu alveg frábær edrú þá eru þau alveg brilljant í glasi ;)

Á laugardagskvöldið er svo stefnan tekin á NASA þar sem CCP heldur upp á tíu ára afmælið með pompi og prakt og tjútti fram eftir nóttu.


Síðasta helgi var líka frábær. Fórum á Grundarfjörð með Bjöggu og Ingó þar sem við gistum hjá foreldrum Bjöggu í góðu yfirlæti. Slöppuðum af, borðuðum góðan mat, drukkum rauðvín og aðrar góðar veigar og hittum elsku Ísafold og Sigga, Hrefnu og Soffa (soon to be newlyweds) og Rut Soffasystur. Rúntuðum líka um norðanvert Snæfellsnesið og það á ég kyrfilega myndfest eins og þið sjáið.



Berglind fermdist svo á Sunnudaginn og bauð upp á ljúffengar veitingar af því tilefni.
Brunuðum svo suður um kvöldmatarleytið þar sem von var á gestum í Pókerkvöld.
Það er skemmst frá því að segja að ég stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og afsannaði þá kenningu (sem ábyggilega einhver karlremba hefur sett fram) um að konur geti ekki verið góðar í póker ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home