miðvikudagur, mars 07, 2007

Íbúðin mín er farin að taka á sig nýja og betri mynd. Loksins er komið upp ljós yfir stofuborðinu og á svefnherbergisganginum, sandblásið plast í gluggana á baðherberginu og svo er komið gat á stofuvegginn!!!!! (Mér hefur verið lofað að það muni gera gagn) Stofan er líka öll út í steypuryki og ryksugan mín er ónýt. Fleiri umbætur munu eiga sér stað á næstu dögum og vonandi án frekari skemmda á tækjabúnaði heimilisins.
Þið megið ekki misskilja mig samt…það er ekki ég eða Villi sem erum svona ótrúlega framkvæmdaglöð og dugleg þessa dagana – heldur er tengdapabbi í heimsókn og þegar tengdapabbi er í heimsókn eru breytingar óhjákvæmilegar.




Ég er líka búin að vera duglegri við eldamennskuna síðan hann kom – alveg búin að elda alvöru mat tvö kvöld í röð!! Stefni á þriðju kvöldmáltíðina í kvöld….kannski ömmukjötbollur með tilheyrandi. Þetta þykir kannski ekki merkilegt afrek í augum flestra en heima hjá mér er þetta ekki sjálfgefið, af ýmsum óuppgefnum ástæðum (aðallega vegna þess að þær eru ekki mjög merkilegar).

Í dag er þrefaldur pottur í Víkingalottó og mig dreymdi ekki Hannes Smárason en ég hitti Hreiðar í Kaupþingi í gær og hver veit nema það veiti mér lukku í dag!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home