mánudagur, mars 05, 2007

Það leystist nokkuð vel úr valkvíðahelginni minni. Ég dreypti á rauðvíni með Lóu og Örnu á föstudagskvöldið og horfði á Gettu Betur og X-factor. Úrslitin voru skandall í hvortu tveggja en rauðvínið gott. Á laugardeginum mætti ég í heitar bollur og hummus til Bjöggu og við skelltum okkur síðan á síðdegistónleika með Ragga Bjarna, Eivöru og Sinfó – í boði Landsbankans. Við komuna fengum við nellikur í barminn og boðið var upp á rauðvín og hvítvín fyrir sýningu og í hléi…..allt voða fancy. Tónleikarnir voru ótrúlega skemmtilegir og enn og aftur sannfærði Eivör mig um að hún er með betri söngkonum seinni tíma enda fékk ég gæsahúð hvað eftir annað. Raggi stóð svo að sjálfsögðu fyrir sínu og mér var hugsað til gamals vinar míns sem að þótti (og þykir væntanlega enn) Raggi vera tónlistargoð Íslands!!


Seinna um kvöldið bauð svo Bjögga til fámenns en góðmenns teitis þar sem þrír sjaldséðir hrafnar voru meira að segja meðal gesta: Daníel sem hefur legið í dvala svo vikum skiptir


Himmi sem hefur verið upptekin af Nördafótbolta, óléttu, íbúðarbreytinga og nýrri vinnu


og síðast en ekki síst Rebekka mín sem hefur verið upptekin af því að skapa sér nafn í bankageiranum og græða peninga fyrir þá sem eiga meira af þeim en ég!!



Tekist var á um málefni eins og mikilvægi (hjá sumum lítilvægi) fæðingarorlofs, okur bankanna (hjá sumum eðlilegir og óhjákvæmilegir viðskiptahættir) og svo hver væri best/ur í sing star!!!

Sunnudagurinn fór svo í svefn og tiltekt. Ég fékk svo að nýju að vera staðgengill Dodda þegar Rebekka bauð mér út að borða á Pizza kompaníinu. Ef þetta fer að vera venjan þegar Doddi lætur sig hverfa úr bænum þá mætti hann alveg gera það örlítið oftar ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home