föstudagur, mars 02, 2007

Ný helgi – nýtt líf…..
….eða ekki! Líf mitt mun varla taka miklum stakkaskiptum þessa helgina frekar en aðrar helgar….hún er samt svolítið plönuð með nokkrum spurningamerkjum þó.

Dæmi:
Í kvöld ætla ég að horfa á Gettu Betur (MA hothothot vs. verzló notnotnot) og ömurlega X-factor þáttinn (bara af því að ég fékk mér áskrift nær eingöngu til að sjá þættina – waste of money) heima með Villa junior og Villa senior EÐA heima hjá Lóu.

Yfir þessum þáttum ætla ég að drekka bjór EÐA rauðvín (fer eftir því hvar ég horfi)

Á morgun ætla ég að skella mér á sérstaka boðssýningu á Sinfó-Raggi Bjarna og Eivör Páls með henni Örnu EÐA einhverjum öðrum skyldi hún beila á mér.

Helginni fylgja fleiri EÐA en ég held ég láti þetta duga enda dæmið eingöngu til vísbendingar um þann valkvíða sem fylgir helginni.

PESTARBÆLI
Ég er blessunarlega búin að halda mér lausri frá pestinni sem herjað hefur á heimili mitt sl. viku. Villi minn er búinn að liggja í rúminu alla vikuna. Ég hef nú svosem ekki verið upp á mitt albesta en tekist að sleppa vel.

EINELTI Á VINNUSTAÐ
Uppsögn mín í vinnunni er strax farin að hafa neikvæð áhrif. Hér hafa tár fallið og aðrir hótað uppsögnum en það var svo í dag sem að hópurinn hefur tekið sig saman um að útskúfa mér. Hér sat ég ein og yfirgefin í allan morgun á meðan aðrir fengu að vinna hópavinnu á starfsdegi. Ég er greinilega ekki talin geta tekið þátt í að móta stefnu og vinnulag hér víst ég er að hætta!! Síðan var pantaður matur í hádeginu og alllir borðuðu saman…..nema ég…..ég fékk að plokka í kalda afganga þegar klukkan var langt gengin tvö og þeir fáu sem enn voru eftir við matarborðið þá forðuðu sér fljótlega frá borðum með afsökunum um að þeir þyrftu nú að fara að vinna. Eftir sat ég ein með mogganum og leið eins og ég hefði lent í öðru sæti í júróvisjón. Í apríl er aftur starfsdagur….þá mun mannskapurinn fara í bústað, slaka á í heitum pottum og sötra rauðvín svona þegar ekki er verið í verkefnavinnu. Geri fastlega ráð fyrir að ég verði skilin eftir við skrifborðið mitt – einhver þarf jú að halda opnu!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home